Er Samfylkingin eini öfgalausi flokkurinn að mati 28% landsmanna?

Heimildin er með frétt í dag sem tekur alveg púlsinn á pólitíkinni í dag. "Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka", er heiti hennar. Það sama kom fram í RÚV í kvöld, og í Gallupkönnun, þeirri nýjustu.

Þessi ríkisstjórn hefur reynt á alla flokkana, nema kannski Framsókn, sem er opinn í báða enda eins og áður. Þessi ríkisstjórn ætti að heita Taugastríðsstjórnin. Það eru Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sem taka hverjir aðra á taugum í henni og landsmenn með.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 21%. Bjarni Benediktsson segir að það sé út af breyttu stjórnmálalandslagi og fleiri flokkum, en hvort kom á undan hænan eða eggið, lélegri Sjálfstæðisflokkur eða lélegra fylgi?

Vinstri grænir eru varla með lífsmarki, með 6.1% fylgi, vinir og vandamenn styðja flokkinn og eitthvað arffast fylgi frá Alþýðubandalaginu.

Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað ódrepandi fyrirbæri eins og Framsóknarflokkurinn, þetta er í Íslendingagenunum að kjósa þessa flokka. Samt, þótt þessir flokkar séu kannski ódrepandi gætu þeir orðið krónískt litlir flokkar ef of langt er farið frá grunnstefnunni og almenningur fyrirgefur það ekki.

Hin raunverulegu tíðindi eru að sigurvegari skoðanakannanna undanfarinna mánaða er Samfylkingin. Sú samkunda er kannski öfgalaus eins og ég velti fyrir mér í fyrirsögn pistilsins.

Þá vaknar spurningin með Evrópusambandið. Ég geri mér grein fyrir því að sannfærðir andstæðingar þess eru í minnihluta eins og sannfærðir Evrópusinnar eru líka. Flestir eru mitt á milli, kannski, næstum því fylgjandi, ef hægt er að græða á því, heldur óspennandi samt að þurfa að lúta erlendu valdi enn meira, held ég að almenningur sé þannig þenkjandi um Evrópusambandið, eins og ég kannski.

Mér finnst Evrópusambandið prýðileg hugmynd á blaði eins og kommúnisminn, en framkvæmdin eins og Sovétríkin.

En ég held að Samfylkingin fljúgi með himinskautum í vinsældum vegna þess að Kristrún Frostadóttir er ímynd hins öfgalausa Íslendings, hún er ímynd hinnar heilbrigðu og góðu konu, sem er hagsýn að auki, flestir Íslendingar virðast á því að hún sé frekar góð fyrirmynd en bitrar öfgafemínistarauðsokkur.  Það er mjög leitt ef okkar forsætisráðherra er fallin í þann flokk, úr flokki vinsælastu stjórnmálakonu landsins. Vinsældir Kristrúnar Frostadóttur segja mikið um það að fóstureyðingastefna Vinstri grænna er að tapa en fjölskyldumanneskjan Kristrún að sigra og Samfylkingin, hennar flokkur.

Vinstri grænir hafa einnig verið andlit hinseginleikans, með einn slíkan ráðherra innanborðs og yfirlýsingar og áherzlu á þennan málaflokk, ekki svo litla.

Það er annað sem gerir Kristrúnu Frostadóttur elskaða og virta af landsmönnum, en það er sveigjanleikinn hjá henni, að gefa þær yfirlýsingar að hatur á sjálfstæðismönnum muni ekki standa í vegi fyrir samstarfi í framtíðinni, og að innganga í Evrópusambandið sé ekki númer 1, 2 og 3.

Þarna sér almenningur nefnilega stjórnmálaflokk þroskast með nýjum formanni og fólk kann vel að meta það.

VG hefur tekið á sig þann kross að forherðast í vinstrimennskunni sem úreldist hratt.

Núverandi ríkisstjórn er hryggðarmynd og það sýna skoðanakannanir sem sýna sífellt minnkandi fylgi hennar. Sjálfstæðismenn vilja halda í þá ímynd að þeir séu traustir og slíti ekki samstarfi þótt á móti blási. Kannski eru þeir að veðja á réttan hest, það kemur í ljós þegar næst verður kosið, hvort sem það verður í haust eða eftir tvö ár.

Enn stendur mín spá sem ég setti fram fyrr í vetur að næsta ríkisstjórn verður sennilega Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin, Píratar og Vinstri grænir.

Ég er ekki viss um að sjálfstæðismenn séu að gera sjálfum sér gagn með því að hanga lengur í þessari ríkisstjórn. Ef þeir verða komnir niður í 15% fylgi eftir tvö ár, þá er í kortunum næsta ljóst að við fáum "hreina vinstristjórn" númer 2 næst, eins og Jóhönnustjórnin var 2009.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefur einhver haft fyrir því að skoða pólitískan feril Kristrúnar Frostadóttur?  Hún hóf sinn pólitíska feril í Sjálfstæðisflokknum og var víst nokkurn vegin til friðs þar í nokkur ár.  Þá er eins og hún hafi áttað sig á því að innan þess flokks var ENGIN von um framgang og það er nokkuð öruggt að hún ætlaði sér ekki að raða stólum og baka þannig að hún tók þátt í að stofna Viðreisn , en þar voru þv´líka "kanónur" innanborðs að hún sá sinn kost vænstan að forða sér og þá var Samfylkingin næsta stoppistöð hjá henni, þar sem henni var tekið fagnandi (af öllum nema Helgu Völu Helgadóttur,segja má að hennar tími í flokknum sé á lokametrunum þó svo að fáir vilji viðurkenna það) og nú hefur hún styrkt stöðu sína rækilega með því að verða þar formaður.  ERU KJÓSENDUR MEÐ SVO MIKIÐ "GULLFISKAMINNI" AÐ ÞEIR LÁTI BLEKKJA SIG SVONA?  EF ÞETTA ER EKKI TÆKIFÆRISMENNSKA ÞÁ ER HÚN EKKI TIL......

Jóhann Elíasson, 2.8.2023 kl. 12:20

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Góð grein og hægt að skrifa undir flest en Framsókn mun væntanlega halda áfram í stjórn svo þeir fái ráðherrastóla. En ég man eftir Jóhönnustjórninni sem lofaði skjaldborg um heimilin og fékk góða kosningu. Ég get bara ekki treyst þessum "fjórflokkum". 

Sigurður I B Guðmundsson, 2.8.2023 kl. 17:36

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mjög athyglisverð athugasemd Jóhann, og þú segir mér fréttir, margt sem ég ekki vissi um Kristrúnu. Takk fyrir þetta. Já, það kæmi mér ekki á óvart að það félli á dýrð hennar eins og á silfur þegar og ef hún kemst í ráðherrastól.

Takk fyrir mjög fróðlega athugasemd.

Ingólfur Sigurðsson, 2.8.2023 kl. 18:22

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég get tekið undir það, Sigurður. Framsókn er alltaf sjálfri sér lík og hefur verið í áraraðir. En ég veit ekki hvað er í boði annað en fjórflokkurinn, fyrst verður maður að sjá að hinir flokkarnir fái eitthvað almennilegt fylgi - yfir 10 prósent, Miðflokkurinn, Íslenzka þjóðfylkingin, Frelsisflokkurinn eða Flokkur fólksins.

Takk fyrir athugasemdina, hún er góð líka.

Ingólfur Sigurðsson, 2.8.2023 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband