Saga um nýjar, endurhlaðanlegar rafhlöður sem hegða sér allt öðruvísi en eldri rafhlöður

Panasonic fyrirtækið framleiðir mjög góðar myndavélar. Einhverntímann fyrir hrunið 2008 keypti ég ágæta slíka myndavél, en einn galli var við hana, rafhlaðan kláraðist svo fljótt.

Á netinu fann ég auglýsingar þar sem kínversk fyrirtæki og dreifendur þeirra um allan heim auglýstu rafhlöður í þessa vél og margt annað, sem entust allt að 10 sinnum lengur en upprunalegu rafhlöðurnar! Verðið var líka alveg frábærlega lágt.

Ég keypti mér nokkrar rafhlöður í þessa myndavél, til að eiga til vara. Það kostaði ekki svo mikið, nokkra þúsundkalla. Þetta var fyrir alheimslokanirnar um 2020 vegna kínakvefsins, eins og sumir kölluðu það.

Með myndavélinni fylgir hleðslutæki og það er þess eðlis að það slekkur á sér sjálfkrafa þegar rafhlaðan er fullhlaðin, rautt led-ljós sést á meðan hleðsla fer fram, en slokknar þegar rafhlaðan er fullhlaðin. Þannig var þetta á meðan ég notaði gömlu rafhlöðuna frá Panasonic, sem stundum kláraðist á korteri, sérstaklega eftir að hún varð gömul og þreytt. Þó mátti sjá hvernig tæmdist af henni hægt og rólega en ekki allt í einu með kvarða á glugga myndavélarinnar.

Það þægilega við þetta á meðan maður notaði gömlu Panasonic-rafhlöðuna var að maður þurfti engar áhyggjur að hafa af þessu, bara hlaða rafhlöðuna og alveg sama þótt þetta væri skilið eftir í hleðslu, rafhlaðan var orðin köld og fullhlaðin eftir tvo tíma eða svo.

Ég setti fyrstu rafhlöðuna af þremur í hleðslu af þessum nýju. Það fór nú eiginlega ekki nógu vel. Rafhlaðan var ótrúlega fljót að hlaða sig, ekki nema 10 mínútur, og þá fór hún að bólgna upp og hitna óeðlilega, og samt sýndi ljósið enn hleðslu. Ég var ekki sáttur við þetta og tók úr sambandi hleðsluna.

Síðan þegar ég ætlaði að setja rafhlöðuna útbólgna í myndavélina komst hún ekki fyrir og ég varð að henda henni.

Það gekk betur með næstu rafhlöðu af þremur sem ég keypti. Ég hlóð hana bara í nokkrar mínútur, og án þess að hleðslutækið gæfi til kynna að hún væri fullhlaðin. Síðan setti ég hana í myndavélina. Þar sýndi kvarðinn fulla hleðslu eftir aðeins örfáar mínútur. Þetta fannst mér allt mjög skrýtið.

Myndavélin virkaði svo í 20 mínútur, en svo allt í einu tæmdist rafhlaðan.

Framfarir í vísindum eru orðnar geðveikar og klikkaðar í dag. Allt er gert til að græða á fólki, jafnvel er því seld tækni sem er hættuleg og ónothæf.

Þessi meðfylgjandi frétt fjallar um þegar rafhlaða í hlaupahjóli springur í hleðslu.

Það sem ég vil gagnrýna er tæknin. Af hverju þarf að þjappa svona mikilli orku í rafhlöðurnar að þær verða hættulegar? Af hverju er aldrei hægt að fara einhvern milliveg? Allt til að græða á kúnnanum?


mbl.is Myndskeið: Rafhlaða springur í hleðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 102
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 802
  • Frá upphafi: 133348

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 590
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband