17.7.2023 | 01:27
Að mæra Evrópusambandið
Ole Anton Bieltvedt notar zetu eins og ég, en hann er einn grjótharðasti ESB stuðningsmaður landsins og kann að túlka það í pistlum á DV og víðar.
Í dag skrifaði hann um að Tyrkland hafi reynt í 36 ár að komast inní ESB og að 9 önnur lönd séu í biðröðinni.
Eitt sinn trúðu menn þessum ESB áróðri, þegar ESB var saklausara fyrirbæri og ekki búið að breytast í skrímsli sem minnir á Stóra bróður í sögu George Orwells, "1984". Evrópusambandið er ennþá stutt af mörgum, en gjáin er sennilega dýpri en áður á milli þeirra sem telja það holdgervingu Andskotans og þeirra sem dýrka það.
Í tíu atriðum tíundar hann gæðin sem ESB býður og reynir að hrekja gagnrýnina sem á því skellur.
Ég vil gjarnan varpa öðru ljósi á þessi tíu atriði, sem eiga að sannfæra um gæði ESB. Þau eru þessi: (Atriði eftir númerin eru beint uppúr hans grein, en það sem lagt er út af atriðunum er eftir mig þar fyrir neðan).
"1. Lýðræðislegar leikreglur í þjóðfélaginu og réttaröryggi."
Já, í meginatriðum átti þetta að vera þannig í upphafi, til að fyrirbyggja að einræðisherrar kæmust til valda sem mótuðu þjóðfélögin sér í vil. Það virkaði sæmilega í nokkra áratugi. Nú eru komnir hastalegir brestir í sannfæringuna um þetta. Til dæmis eru dómar Mannréttindadómstólsins orðnir umdeildir af sumum, þeir eru pólitískir og til að styðja hefðir valdastrúktúrsins og kerfisdýrin sem starfa innan þessa bákns.
"2. Harða viðspyrnu við klíkuskap og spillingu."
Þetta finnst mér algjörlega ótrúverðug setning, fullkomlega. Margir hafa skrifað um þetta, til dæmis Gunnar Rögnvaldsson og rifið þessi rök í tætlur, og sýnt fram á að Evrópusambandið er eitt spilltasta og klíkuvæddasta fyrirbæri á byggðu bóli. Eigendur Evrópusambandsins eru menn eins og George Soros og Bill Gates og það segir alla söguna, menn sem eiga 99% allra peninga mannkynsins og haga sér samkvæmt því. Ekki er skrýtið þótt ómögulegt sé að sannfæra flesta um nema eina hlið á Úkraínustríðinu, því þessir heiðursmenn (auðfíklar) telja almenningi trú um að sannleikurinn sé bara einn, og almenningur trúir því.
Evrópusambandið er klíkuskapur og spilling holdi klætt. Það þarf ekki frekar vitnanna við.
"3. Jafnræði milli þjóðfélagshópa."
Ég held að þetta sé rétt, að án Evrópusambandsins væri jöfnuðurinn jú minni í þessum löndum. Þó er það skuggalegast að það ójafnræði sem er í kortunum og byrjað nú þegar er miklu lúmskara og hættulegra en það ójafnræði sem grófir einræðisherrar beita eins og Pútín og þannig fuglar. Það ójafnræði sem Evrópusambandið er að prófa sig áfram með og komið fjandi langt með er kínverskt að gerð og minnir meira á skáldsöguna "1984" eftir George Orwell en stefnulýsingar mannréttindafrömuða. Þannig að þetta atriði fellur um sjálft sig núorðið, því miður. Fyrirmyndin er vafalaust Sovétríkin, og þótt þau séu hrunin vill Evrópusambandið endurtaka tilraunina, sannfært um að hún virki í þetta sinn.
"4. Sérstaka vernd minnihlutahópa."
Jú, það má segja að Evrópusambandið taki sérkröfum minnihlutahópa fagnandi, nema minnihlutahóparnir séu til hægri og stuðli að frelsi og blómgun Evrópubúa sjálfra, og evrópskrar menningar eða germansks uppruna.
Þannig vinnur Evrópusambandið gegn Evrópumönnum sjálfum, og allar þessar kröfur minnihlutahópa ganga útá að veikja Evrópu sjálfa.
"5. Neytendavernd og matvælaöryggi."
Þetta hefur jú hingaðtil gengið bærilega vel en einnig eru brestir byrjaðir að koma í þessa heimsmynd. Samyrkjubúin í Evrópu, sem ég vil kalla því nafni, vegna þess að þar er verksmiðjuframleiðsla á fullu og lifir á styrkjum sem minna á Sovétið forna, viðhalda hreinlætiskröfum og stöðlum er fylgt.
Þó er þetta atriði einnig dæmt til að falla um sjálft sig með hrikalegu braki. MacDonals og aðrar risavaxnar matvælakeðjur bandarískar eða af öðrum þjóðernum hafa víða þurft að loka stöðum sínum. Margt hefur bjátað á, samkeppni, og þetta gamla góða, að kommúnisminn stuðlar að hnignun og úrkynjun, vandvirknin hverfur og kúnninn fær ekki lengur jafn góða vöru eða þjónustu, heldur okur og drasl.
Kommúnisminn er í felum á okkar tímum, en hans ljóta smetti gægist samt allsstaðar í gegn í formi glóbalismans sem styður vesældóm fjöldans.
"6. Heilsuvernd."
Jón Baldvin Hannibalsson hefur farið ágætlega yfir þessa þætti á Útvarpi Sögu. Samkvæmt hans frásögn náði sænska velferðarkerfið góðum árangri fyrir löngu, en nú er þar margt farið að minna á Bandaríkin og stefnir í þá átt, og víðar en í Svíþjóð raunar.
Auk þess má ekki gleyma hinum umdeildu atburðum sem hafa átt sér stað undanfarin 3 ár, kófinu mikla. Stórir hópar manna halda því fram að Evrópusambandið hafi ekki stuðlað að heilsuvernd frekar en WHO, heldur þvert á móti tekið þátt í þjóðernishreinsunum rosalegri en fram fóru í Þýzkalandi Hitlers á sínum tíma, og tölurnar styðja það, en auðvitað er þetta ekki viðurkennt opinberlega. Þannig að einnig þetta er umdeilt atriði núorðið, hvað varðar ESB.
"7. Hvers konar velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað."
Já, reglugerðafargan ESB er þungt í vöfum og flókið, og það stuðlar að þessu. Frjálshyggjumenn vilja þó bera ábyrgð á sjálfum sér að vísu, og því er þetta umdeilt einnig. Sumt af þessu er af mörgum flokkað sem forræðishyggja Evrópusambandsins. Fara þeir tilburðir jafnvel versnandi að margra áliti.
"8. Dýra-, náttúru- og umhverfisvernd."
Þetta atriði hefur húkkað mig og látið mig kjósa vinstriflokka og jafnaðarflokka á meðan mér finnst hægriflokkarnir annaðhvort ekki nógu stórir eða búnir að selja sál sína.
Þó segir rökhyggjan manni að ESB eða alþjóðastofnanir hafi ENGIN TÖK á þessu vandamáli, heldur sé þar á ferðinni sýndarmennska og dyggðaflöggun og ekkert annað. Mengun heldur áfram að aukast í heiminum, Asía, Afríka, Suður Ameríka, Indlandi, þetta eru risar sem vilja fá það sama og Vesturlönd fengu. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp. Þetta atriði er því heldur ekki trúverðugt, yfirborðið eitt, sýndarmennskan.
"9. Réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum."
Já, sumt sem hefur komið frá ESB finnst mér til bóta, eins og gagnrýni á mengandi efni, bann við þeim, eða hömlur á bandarísk og kínversk stórfyrirtæki. Þó virðist sem ESB sé mjög innvinklað í ýmis stórfyrirtæki, og þeir sem nenna að tína þetta til í smáatriðum gætu vegið þetta og metið þannig að rétt útkoma fáist. Hér er um vogarskálar að ræða, að vísu. Það kæmi mér ekki á óvart ef hér verndin gegn stórfyrirtækjunum sé minnkandi, og valdahyggjan vaxandi innan ESB einnig hvað þetta varðar. En enn segi ég, hér þarf að leita að allskonar gögnum til að fá rétta mynd.
"10. Eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta í sínu rekstrarlandi."
Já, svona reglur eru til í ESB, að sjálfsögðu. Þó er misskiptingin alltaf að aukast í heiminum, þannig að það dugar ekki til. Almenningur nýtur ekki góðs af því nógu vel, heldur hinir ríkustu.
Nóg er að sjá hvernig landbúnaður í ESB löndunum er sumsstaðar veiklaður til að sjá að það eru einmitt alþjóðlegu fyrirtækin sem hafa það gott en ekki minni og þjóðleg fyrirtæki eða einstaklingar eða samtök.
Einnig er mjög sláandi að athuga Google, Twitter, Facebook, Alibaba og fleiri slík fyrirtæki. Fjölmiðlar eru að deyja út á Íslandi og víðar vegna fjórðu iðnbyltingarinnar og Alnetsvæðingarinnar.
Hvernig virkar þá þetta tíunda atriði í raun? Enn, manni finnst heimurinn vera að stefna í allt aðra átt en þessu fögru fyrirheit ESB gefa til kynna.
Auðrónarnir leika á almenning og ríkisstjórnirnar eins og hljóðfæri eða spiladós. Þannig sjáum við að stuðningur við Pútín minnkar á alþjóðavísu, því sá sem á alla peningana í heiminum stjórnar löndunum, þjóðunum og almenningsálitinu, auðrónarnir sem stjórna Vestrinu, þeir óttast völd Pútíns og þannig óþæga ólíkarka, sem eru sjálfstæðir, ekki í takt við eina prósentið sem á næstum allt. Hallur Hallson hefur skrifað góða pistla, en ekki fær hann alltaf góðan stuðning fyrir þá samt. Sannleikanum er hver sárreiðastur eins og þar stendur, og sá sem stendur sig bezt í því að benda á spillinguna er einatt rakkaður niður þar sem spillingin er mest, eins og í okkar vestrænu menningu.
Sif Sigmarsdóttir skrifar um það í nýlegum pistli á Heimildinni að ættbálkavæðingin stjórni skoðunum fólks en ekki frjáls vilji. Ég get tekið undir það að vissu leyti.
Regluverkið þótti ná til of fárra fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 16
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 716
- Frá upphafi: 133262
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.