Áframhaldandi samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins er ekki gæfulegt, réttara væri að rjúfa samstarfið og að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mynduðu nýja stjórn, kannski með Framsókn

Hinn gamalreyndi stjórnmálamaður Þorsteinn Pálsson skrifar stundum pistla í DV. Í nýlegum pistli kemst hann þannig að orði um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að hún er óvenju langlíf miðað við þriggja flokka ríkisstjórn, en það frekar mætti kalla þetta langt dauðastríð þessarar ríkistjórnar. Þar er þversögnin, en fólkið í landinu er ekki endilega ánægt með slíka stjórnunarhætti.

Eins og kemur fram í pistli hans ógnar matvælaráðherra samstarfinu heldur betur.

Það er eitt sem Katrín Jakobsdóttir kann öðrum betur, en það er að ríghalda sér í forætisráðherrastólinn af öllum kröftum og láta líta út fyrir að stjórnarsamstarfið sé í himnalagi þótt það sé í algerri rúst, sennilega.

Hvað hefði verið sagt ef sjálfstæðismaður hefði hagað sér eins og hún? Valdahroki hefðu Vinstri grænir öskrað og troðfyllt Austurvöll og barið í potta vikum saman og heimtað afsögn þess forsætisráðherra einhvers hægriflokks, Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokksins, eins og fordæmi eru fyrir þegar þessir flokkar eiga í hlut, en ekki vinstriflokkarnir, slík er hræsnin.

Hún var menntamálaráðherra í hreinu vinstristjórninni 2009, Jóhönnustjórninni, og sagði að það samstarf hafi verið erfitt og að þau hafi haft á tilfinningunni að sú stjórn hafi mestallan tímann verið að hrynja vegna átaka innan hennar, held að það hafi verið í þætti Gísla Marteins á RÚV.

Þannig að hún hefur reynslu af því að vera límið í ríkisstjórnum sem loga í illdeilum og innbyrðis átökum vegna ólíkra skoðana.

Pistill Þorsteins Pálssonar í DV heitir:"Langlífi með löngu dauðastríði" og er mjög góður.

Í pistlinum er þessi setning sem á vel við:"Dauðastríð vinstri stjórnarinnar eftir hrun stóð í full tvö ár. Sú langa pína var ekki talin þáverandi stjórnarflokkum til tekna í kosningum."

Einnig ályktar hann að ástæðan fyrir því að sjálfstæðismenn sprengi ekki stjórnina sé að þeir vonist til að Samfylkingin minnki fram að boðuðum kosningum eftir tvö ár.

Ég er ekki einn um að vera mjög sammála þeim boðskap sem þarna birtist í pistli Þorsteins. Úrslit skoðanakannana sýna það og sanna að þjóðin er búin að fá miklu meira en nóg af þessari stjórn.

Margir fjölyrða um að Pútín standi veiklaður eftir upphlaup kokksins síns fyrrverandi sem frægur varð fyrir mörg ódæði og stríðshetjudáðir sem foringi Wagnerhersins.

Hvað með Bjarna Benediktsson og Katrínu?

Er ekki Bjarni Benediktsson farinn að hörfa og hættur að sækja fram fyrir löngu? Hans einu útspil felast í því að koma konum til valda sem annaðhvort eru hlutlausar og máttlitlar í embætti eða reynslulitlar og andstæðar stefnu flokksins, aldar upp innan femínskra félaga sinna í skólum, Þórdís Kolbrún er augljóslega þannig. Þó kann hún að starfa innan NATÓ stuðnings hefðarinnar innan flokksins að vísu, en augljóst er að Selenskí dýrkun hennar er ótti við að feðraveldið muni eyðileggja femínismann sem nú ríkir á Vesturlöndum, ef hætta sé á sigri Rússlands. Bæði hún og Svandís tefla djarft til að þóknast femínískum öflum innan samfélagsins, eða þá litlum klíkum innan flokkanna.

Það þarf engum blöðum um það að fletta að þörf er á öðrum formanni og þótt fyrr hefði verið. Þótt Guðlaugur Þór sé ekki sá sterki formaður sem ég tel að sé nauðsynlegur til að rífa flokkinn uppúr fylgislægð hefði hann sennilega verið skárri formaður en Bjarni, hefði hann komizt til valda á síðasta landsfundi. Nú er svo komið að nauðsynlegt er að aðrir geri vart við sig sem hafa meiri forystuhæfileika en þessir tveir.

Hvað með Katrínu? Eiga Vinstri grænir framtíð eftir þetta samstarf eða ekki, flokkur sem jafnvel mælist með 5.7% fylgi í skoðanakönnun?

Hún kann að skrifa sakamálasögur og þar gæti hún búizt við að verða ekki svona umdeild.

Erlend áhrif hafa stóraukizt á tíð þessarar hræðilegu ríkistjórnar. Íslenzkt sjálfstæði er svo að segja alveg horfið, allt traust er sett á alþjóðastofnanir og skipanir að utan.

Við getum alveg eins gengið í Evrópusambandið eftir þessa kjánahrollsríkisstjórn, þar sem allir svikaflokkarnir þrír eiga fortíð í þjóðrembudaðri, og sjálfstæðisdaðri, en eru nú bara að hugsa um eigin völd og þjónkun við glóbalismann.

Það er rökrétt að ganga alla leið núna, eins og ég hef skrifað um áður. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin ættu að mynda ríkisstjórn.

Bjarni Ben vill sýna þessa hlið flokksins, ekki íhaldið heldur þjónkunina við vinstriöfgana. Þá ætti hann að ganga alla leið, í stað þess að vera í vandræðagangi með Vinstri grænum og Framsókn, sem hafa glatað trúverðugleika fyrir löngu. Á meðan Samfylkingin rís hátt í skoðanakönnunum hefur hún trúverðugleika, sem getur smitazt yfir á Sjálfstæðisflokkinn ef þeir færu í samstarf með þeim núna en ekki síðar. Sérstaklega ef þessir flokkar geta bætt kjör almennings og Kristrún virðist bjartsýn á að það takist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var niðurstaða síðustu kosninga til Alþingis að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ættu að losa sig við VG og taka inn Flokk Fólksins í staðinn.  Því miður var EKKI farið að vilja kjósenda í það skiptið.  En ég fullyrði að ef farið hefði verið eftir niðurstöðu Alþingiskosninga, væri staða landsins allt önnur og betri en hún er í dag.....

Jóhann Elíasson, 15.7.2023 kl. 08:47

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta vildu kjósendur, það er rétt. Þetta var svo sannarlega niðurstaða síðustu kosninga. Ég er sammála öllu í athugasemdinni, takk fyrir innlitið.

Ingólfur Sigurðsson, 15.7.2023 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 819
  • Frá upphafi: 129991

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 621
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband