Vissulega eru takmörk fyrir hvað mælingar ná langt aftur, en þéttbýlismyndun í borgum og mengun í borgum var heldur ekki slíkt vandamál í fortíðinni, ef trúa má mannkynssögunni.

Umhverfismálin eru eilífðarþrætuepli. Það er nú þannig að margt af því sem skiptir fólk mestu máli er ósannanlegt, og því tilefni til að deila um það. Þessi frétt er þó ótvíræð vísbending um að hamfarahlýnunin sé staðreynd en ekki samsæriskenning vinstraliðsins, eins og sumir halda fram.

Þetta er mjög pólitískt mál og það finnst mér eiginlega leitt.

Um samsæriskenningar má segja það að oft eða jafnvel oftast er í þeim sannleikskorn og stundum eru þær að mestu leyti réttar, hvort sem vinstrimenn eða hægrimenn halda þeim á lofti. Það fer síðan eftir því hvort sannleikskornið er 1% eða 90% hvort þær eru trúanlegar eða ekki, eða eitthvað þar á milli.

Það var nokkuð góður pistillinn eftir Pál Vilhjálmsson um þetta, en eins og oft kemur hann með eitthvað markvert. Hann benti á að mælitækin séu svo miklu yngri ferlum náttúrunnar að niðurstöður verði ekki réttar. Eða eins og Guðjón Hreinberg bætti við, það er rétttrúnaður í kringum þetta og aðferðir notaðar til að þagga niður í fólki, til dæmis með aðstoð risafyrirtækja.

Það er víst ekkert hægt að neita því að vinstripólitík og hægripólitík smýgur ótrúlega víða inní tilveru nútímans. Sérstaklega þegar netfyrirtæki eins og Facebook og Google ná til næstum allra og ráða skoðunum eða eru skoðanamyndandi.

Þrátt fyrir allt þetta sem er augljóst og rétt þá er ég nokkuð viss um að hamfarahlýnunin er staðreynd en ekki samsæriskenning glóbalistanna.

Það má orða þetta svona:

Sannleikur hefur alltaf verið notaður í misjöfnum tilgangi. Þannig er sumt rétt í Biblíunni og annað ekki, til dæmis. Áróðurshópar draga fólk til sín með því sem rétt er og síðan er farið útí eitthvað sem ekki er rétt.

Þannig væri rangt að afneita hamfarahlýnuninni ef manni finnst vísbendingarnar trúverðugar bara vegna þess að maður er frekar hlynntur nálgun hægristefnunnar en vinstristefnunnar.

En það er sama hvernig á þetta er litið, aðferðirnar sem notaðar eru til að draga úr mengun duga ekki til. Rafbílavæðingin er til dæmis bara enn ein vitleysan, enda raforka enn framleidd víðast hvar með mengandi aðferðum.

Þó er ég svo sannfærður um hamfarahlýnunina og mikilvægi áhugans á umhverfismálum að ég kýs vinstriflokka og miðjuflokka frekar ef mér finnst engin líkindi til að hægriflokkar standi við stefnumál sín. Það hefur svo sem gengið eftir í mörg kjörtímabil að Sjálfstæðisflokksforystan hagar sér eins og flokkurinn sé jafnaðarmannaflokkur, aldrei eins augljóst og á þessu kjörtímabili sennilega.

En hvað gerir maður þegar Vinstri grænir eru heldur ekki nógu öflugir í umhverfisverndinni lengur? Hvaða flokk á maður þá að kjósa?

Stjórnmálaflokkar framtíðarinnar verða að snúast um árangur en ekki ímynd, til að traust myndist aftur á milli kjósenda og pólitíkusa.

Fólk sem kýs flokka og stjórnmálamenn til að firra sig ábyrgð er ekki á réttri leið eða virðingarvert.

Mér finnst vinstrimenn og jafnaðarmenn reyna að vera ábyrgir þegar kemur að umhverfismálum, eða frekar en hægrimenn eða hægriöfgamenn svonefndir. Þegar maður sér að mögulegt getur verið að ná einhverjum markmiðum kemur þar trúverðugleiki og traust á stefnunni. Það er langt í land í umhverfismálum, en möguleikar eru meiri en oft áður og samstaðan meiri, þrátt fyrir risastór þjóðfélög sem ekki eru sjálfbær.

Vinstrimenn reyna að firra sig ábyrgð á vandamálum fjölmenningarinnar.

Hægrimenn reyna að firra sig ábyrgð á vandamálum kapítalismans og hamfarahlýnunarinnar. Þessvegna þurfa ný stjórnmálaöfl að koma fram og verða sterk á heimsvísu sem leysa svona vandamál.

Ég held áfram að kjósa Samfylkinguna og Vinstri græna ef mér finnst engin trúverðugur flokkur í hægrirásinni, aðeins jafnaðarmannaflokkur sem einusinni var hægriflokkur, og smáflokkar til hægri sem ná ekki fólki inná þing. Tap hægristefnunnar er augljóst á Íslandi, og sigur vinstristefnunnar.

 


mbl.is Heitasta vikan frá upphafi mælinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 764
  • Frá upphafi: 125786

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband