Er Natóstríð leikur? Er ekki hætta á hefndaraðgerðum ef stríð eru stigmögnuð með Natóaðild ríkja sem liggja nálægt Rússlandi eða Natóaðild Úkraínu?

Katrín, Þórdís og hinir Natóráðherrarnir verða að gera sér grein fyrir hvað Natóaðild Finnlands, Svíþjóðar og Úkraínu þýðir.

Ef það er rétt að Rússar séu að gæla við að sprengja kjarnorkuverið í Saporitsje, þá hlýtur þetta að auka líkurnar á því að þeir geri það. Þær fréttir komu frá Hauki Haukssyni á þessu ári, sem er staddur í Rússlandi og er fréttaritari Útvarps Sögu þar að Pútín telji sig undir stjórn Guðs Biblíunnar, og Rússar sem fylgja honum, og þeir telja sig fara til himnaríkis en óvini sína til helvítis ef heimsendir verður, og ef til gereyðingarstyrjaldar kemur. Katrín, Þórdís og aðrir stríðsæsingamenn sem telja enga ógn af Rússum nema mannréttindaógn virðast lifa á annarri plánetu en þessari jörð, og virðast umhugað um að þurrka lífið úr þessu mannkyni.

Ef Katrín Jakobsdóttir, sem hlýtur að hafa alizt upp sem herstöðvaandstæðingur, hvað sem hún er núna, man eitthvað úr gömlu söngvunum "Ísland úr NATÓ og herinn á brott" þá ætti hún að muna að öll stigmögnun á stríði eykur hættuna á gereyðingarstyrjöld. Hún er í miðri þeirri atburðarás núna og er sek um að magna stríðsógnina með öðrum samskonar fólki og Bob Dylan fordæmdi sem fólk sem hefði ekki lífsrétt í laginu "Masters of War", lýsti hann þessu sama fólki og nú er í Nató sem pöddum, varla mennskum, fólki sem stigmagnar stríð og fórnar mannslífum.

Hugsjónir og stefnumið mannréttindahreyfingarinnar sem vinstrimenn voru mjög áfram um, snérust um andstöðu gegn stríði og NATÓ að mjög miklu leyti, Ísland var ekki undantekning, þannig var þetta um öll hin vestrænu lönd og muninn á milli hægristefnu og vinstristefnu mátti merkja þannig meðal annars.

Skyndilega er Ísland orðið með stríðsæstustu þjóðunum gegn Rússum með Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra þar fremsta í flokki, sem ólst upp í þveröfugu umhverfi!!! HVAÐ ER Í GANGI?

Annað í þessu sem stríðir FULLKOMLEGA gegn mannúðarblaðri og mannréttindahræsni Katrínar og Þórdísar er að þetta stóreykur hættuna á að Rússar hefni sín með frekari hryðjuverkum innan Úkraínu, á saklaust fólk, konur og börn og karla.

Þetta eykur einnig líkurnar á að Rússar stöðvi útflutning á úkraínsku korni til Afríku og annarra heimsálfa eða landa.


mbl.is Selenskí er mættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er mjög góð og rétt greining hjá þér.  Mér finnst, eins og þér, framkoma Íslenskra ráðherra(sérstaklega þessara tveggja sem þú nefnir) vera með svo miklum ólíkindum og eins og þú segir Ísland er orðið með mestu stríðsæsingaþjóðum Evrópu ef ekki víðar.  Það er sífellt verið að þrengja að Rússum og hvað gerir sært og aðþrengd dýr????  Ég er á því að Vesturlönd séu að LEIKA SÉR AÐ ELDINUM og yfirleitt endar það með ósköpum..... 

Jóhann Elíasson, 12.7.2023 kl. 06:44

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir gott innlegg Jóhann. Já, eins og Rúnar Kristjánsson hefur orðað þetta í sínu bloggi, að þessar dömur virðast halda að Ísland sé stórveldi þegar kemur að þessu máli. Samkvæmt því sem maður hefði haldið ætti önnur að vera á móti stríðum.

Að leggja allt í sölurnar til að halda í völdin...

Ingólfur Sigurðsson, 12.7.2023 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 184
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 753
  • Frá upphafi: 127189

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 563
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband