Íslenzki kynstofninn

Þetta hugtak lærði ég af bók eftir Jónas frá Hriflu, sem ég las ungur. Ég fann bók eftir hann í fornbókabúð sem ég keypti á unglingsárunum, "Nýtt og gamalt" held ég að hún heiti.

Í Tímanum 1. maí 1935 er þetta skrifað um Jónas frá Hriflu af Magnúsi Torfasyni:

"Í senn tvo tugi ára hefir nú Jónas Jónsson staðið í fylkingarbrjósti þeirrar sveitar, sem barist hefir þrotlausri baráttu fyrir því, að "gróandi þjóðlíf" verði framvegis - eins og hingað til - í sveitum landsins, að þaðan komi sá kjarni, sem við haldi hreysti og manndómi hins íslenzka kynstofns, að þar verði hans vaxtarbroddur."

Setningin í bókinni eftir Jónas frá Hriflu var svona nokkurnveginn, ég hef ekki bókina fyrir framan mig, en setninguna man ég efnislega enda var hún mjög merkileg og góð og ætti að vera yfirskrift skóla og fleiri stofnana:"Allt sem gert er og framkvæmt á Íslandi til sjávar og sveita verður fyrst og fremst að stuðla að framgangi íslenzka kynstofnsins."

Þegar ég var í menntaskóla tók ég sérstaklega eftir fegurð íslenzka kynstofnsins, enda ekki skrýtið, þá er maður á þeim aldri þegar hitt kynið vekur mesta athygli hjá manni og hrifningu. Ég tók eftir því að fólk var ólíkt á Íslandi þótt allt væri það af norrænum uppruna. Þetta var um 1990 og margt hefur breyzt síðan þá.

Orð Jónasar frá Hriflu urðu mér skiljanlegri, og bar ég saman mannfjöldann annarsstaðar í hinum fjölmennu löndum og þjóðfélögum, við til dæmis í Kína, Afríku eða Bandaríkjunum eða á Indlandi, og það fannst mér sláandi hversu fáir Íslendingar eru miðað við þessar fjölmennu þjóðir. Varð mér það ljóst að útlitslega og erfðafræðilega að öðru leyti væri hér nægur erfðafræðilegur fjölbreytileiki til að búa til stórþjóð sem fjölbreytileg væri í útliti og hæfileikarík að auki, þannig að myndi jafnast við hvaða þjóð sem er. Mér varð það ljóst að svo mikill skortur er á að íslenzka þjóðin blómstri, að það vantar mikið uppá. Enda hafði dr. Helgi Pjeturss skrifað í þá átt og gert mér það skiljanlegt einnig.

Í ræðum reyna stjórnmálamenn stundum að vera uppbyggilegir og fjalla um svipuð málefni. Stundum fá þeir bágt fyrir og eru kallaðir ónöfnum. Niðurrifsstarfsemin er þeim hentug sem vilja að allir verði eins undir blekkjandi og rangri yfirskrift fjölbreytileikans.

Birgir Loftsson sagnfræðingur notaði í einhverjum pistli fyrir ári síðan held ég einnig hugtakið "íslenzki kynstofninn", og gladdi það mig.

Hinseginfólkið af öllum þessum fjölmörgu kynjum hefur notað þau rök að nauðsynlegt sé að setja fólk í hópa og flokka það niður og finna nýyrði til að fólk geti varið réttindi sín og láti ekki kúgun yfir sig ganga. Það má taka undir það.

Á sama hátt er aðeins hægt að verja kynþættina og sérkenni þeirra ef um þetta er rætt og ritað af hreinskilni, og ef kynþáttahugtakið er notað feimnilaust með öllu og skammarlaust með öllu.

Enda er það alveg augljóst að óvild og hatur í garð einstaklinga hvort sem það er á grunni útlits eða annars verður verra ef allt er þagað í hel sem gæti flokkazt sem viðkvæmt viðfangsefni. Þá krauma vandamálin undir niðri og brjótast úr sem ofbeldi og ofbeldisverknaðir jafnvel.

Af hverju ætti fólk að þegja um þetta en ekki hinseginflóruna?

Ég taldi mig kommúnista snemma á unglingsárunum. Umhverfisvernd og jöfnuður fannst mér mikilvæg fyrirbæri.

Nokkrir einstaklingar höfðu áhrif á mig í aðra átt.

Á plötu Sverris Stormskers frá 1987 var lagið "Mein Kampf", sem hafði mikil áhrif á mig, hergöngumars eða eitthvað slíkt. Ósungið lag, snilldarlegt í alla staði, kannski bezta tónlist sem samin hefur verið. Tregi, von, kapp, stríðsdugur, stolt og margt fleira kemur fram í þessu lagi sem aðeins er hljófært, (accoustic) ósungið.

Um svipað leyti hélt pabbi, jafnaðarmaðurinn ræður yfir mér. Hann dáðist að Hitler en þóttist fyrirlíta hann, en hann sagði að hann væri fyrirmynd í aga, og vildi að ég lærði af honum til að standa mig í náminu og vinnu, því hann var ekki sáttur við að ég vildi vera listamaður og taldi það til marks um aumingjaskap.

Pabbi vakti áhuga minn á Hitler með þessum ræðum þegar ég var varla meira en nýfermdur. Já, fólk sem kýs Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna getur virt slíka hetju.

Auk þess má nefna það að þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Kópavogi árið 1986 rakst ég á skólablöð og grein sem mér fannst áhugaverð, eftir Auðunn Arnórsson og Hrafn Arnórsson, sem eru bræður Þóru Arnórsdóttur. Ég kynntist þeim svolítið síðar. Þeir skrifuðu að minnsta kosti einn pistil í skólablað MK þar sem þeir skrifuðu um það sem væri hægt að hrífast af við Þriðja ríkið. Þegar ég talaði við Hrafn um þetta 1995 sagði hann orðrétt að þetta hafi verið "þeirra skammtur af flippi og fíflagangi", og held ég að þetta sé orðrétt eftir haft.

Jafnaðarmenn hafa margar hliðar, sérstaklega þegar þeir eru ungir og opnir fyrir öðru en því sem talið er réttast.

Ég gaf út hljómdisk árið 2009 sem heitir "Ísland skal aría griðland". Þar er eitt lag sem heitir Adolf Hitler og textinn inniheldur varla neitt nema það nafn. Upphaflega var lagið samið sem kristilegt lag sem ég kallaði Jesús Kristur. Mér fannst skrýtnara og sjaldgæfara að upphefja hin trúarbrögðin, og það væri þarfari boðskapur fyrir Íslendinga og ekki of margir að sinna því. Þetta lag varð vinsælt 2011 á útvarpsstöð sem spilaði mest þungarokk, rapp og aðra tónlist fyrir ungt fólk.

Árið 2010 gaf ég út hljómdisk sem heitir "Ísland fyrir útlendinga". Ef maður ber saman textana á þessum diskum verður það alveg ljóst að það er erfiður boðskapur sem þar birtist, þess efnis að (innfæddir) Íslendingar þurfi að víkja og að það gamla eigi að svíkja. Skáld eiga að láta sig allt varða og koma skoðunum á framfæri. Þannig var þetta í gamla daga þegar skáldin voru málsvarar annarra. Skáld setja sig í spor annarra og yrkja um allskonar viðhorf, það er hlutverk skáldanna. Þau eru ekki alltaf að lýsa eigin skoðunum, og ættu raunar að forðast það.

Oft þarf maður að bera margt saman. Áróður fólks sem er uppfullt af innrætingu er ekki alltaf sannleikurinn, heldur getur þar verið þvæla.

Eru stjórnmálamennirnir að vinna fyrir fólkið í landinu eða landinu til gagns? Hvaða stefnu hefur þjóðlífið tekið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Kennslubækur í Íslandssögu eftir Jónas frá Hriflu eru verulega áhugaverðar. Öfugt við flatneskjuna sem kennd er í dag, birtu þær áhugaverða sögu af fólkinu sem mótaði Ísland í gegnum aldirnar og ræktuðu virðingu fyrir uppruna okkar.

Átti bæði eintökin, en gaf þau sagnfræðingi sem ég þekki - hann er nú orðinn að kommúnista, en hver veit, kannski les hann móteitrið einhverntíma.

Guðjón E. Hreinberg, 10.7.2023 kl. 02:11

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina. Já, ég leit í eina svona bók nýlega í fornbókabúð, kennslubók í dýrafræði eftir Jónas frá Hriflu. Ég las svolítið í henni og fannst allt miklu skynsamlegra og skýrara en í nýjum bókum. 

Allar hans bækur eru víst góðar og kenna manni eitthvað. Þar er munurinn á góðum rithöfundum og þessum bókum sem eru bara froða. Hann var beittur og hvass og skóf ekki utanaf því, enda varð hann umdeildur þessvegna. Þannig eru þeir beztu.

Merkilegt hvernig kommar breytast í íhaldsmenn og íhaldsmenn í komma. Þetta gefur manni von um að mannkynið geti orðið skárra.

Gott ráð með heilsuna: Ekki taka of mikið inná þig. Ég er reyndar líka ófær um að sinna þessu ráði því margt er svo yfirþyrmandi í nútímanum.

Taóísk heimspeki hefur verið eitt af mörgu sem getur bætt óbærileika tilverunnar. Hvort sem Laó Tse var til eða ekki eru rit hans snilld. Ég held helzt að þetta geti hafa verið þjóðsagnapersóna og þessi spakmæli hafi verið þjóðlegur arfur, samt veit maður ekki. Kannski var hann spámaður á við þessa risastóru.

Eitt af því sem Laó Tse kenndi var að valdið drepur sig alltaf að lokum, því það verður stórt og rotið, og hið litla og auðmjúka leggur það að velli, eins og mosinn byggingarnar miklu með tímanum.

Bestu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 11.7.2023 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 674
  • Frá upphafi: 127217

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband