RÚV kom með frétt í gær sem einnig er á netinu:"Hornfirðingar uggandi vegna álfakirkju sem á að sprengja".
Ég býst við að í Minjastofnun séu núna femínískir hryðjuverkamenn starfandi eins og annarsstaðar og hafa því ekki rænu. Topphóll þarna hefur bara tilfinningalegt gildi að þeirra mati, enda ekkert til nema það sem hægt er að þreifa á, og lemur rannsakandann helzt. Þá fyrst er hægt að taka það trúanlegt.
"Munnmæli um álfakirkju gætu verið eldri en 100 ára en ógerlegt að staðfesta það, " stendur í fréttinni.
Þá spyr ég á móti:
Á ekki að leyfa náttúrunni að njóta vafans? Er það ekki talið nútímalegra en böðulsverkfræði nýlendutímans, sem sömu og téðu femínistar eru svo á móti, en tileinka sér þegar það hentar þeim?
"Sökum óvissu um aldur minjanna og vegna þess að þær voru ekki skráðar og framkvæmdir langt komnar heimilaði Minjastofnun að hóllinn víki," þannig lýkur fréttinni.
Er ekki þeim mun meiri ástæða til að leyfa náttúrunni að njóta vafans ef rannsóknarvinnu er ekki lokið, og aðeins við munnmæli að styðjast?
Ef óvissa á alltaf að vera Mammoni í hag fara menningarverðmæti forgörðum.
"Sveitarfélagið Hornafjörður reyndi nýverið að beita sér til að bjarga hólnum en Vegagerðin sagði það of dýrt, kalla á meira eignanám og tafir," stendur einnig í fréttinni. Þursar svo víða?
Þegar maður á í samskiptum við álfa, huldufólk og vætti gildir það sama og um mannfólk sem er holdlegt á þessari jörð, að maður tekur ekki allt trúanlegt sem frá því kemur. Eins er líka hitt að þetta fólk sem er missýnilegt fólki er misjafnlega geðfellt og gáfað, en þó í langflestum tilfellum merkilegra en sofandi sauðir, dáleiddir eyðileggjendur og sjálfskaðandi afneitendur.
Í fyrra náði ég góðu sambandi við álf og þær samræður voru mjög góðar. Svörin voru skýr og sönn og rétt, ekki um þau að efast.
Á þeim álfi var að skiljast að mennirnir gætu ekki skaðað álfana, jafnvel ekki með því að rífa álfakirkjur. Hitt væri annað mál að við mennirnir GÆTUM SKAÐAÐ OKKUR með því sama. Þannig eru jarðhræringar og jafnvel stríð síðastliðin 3 ár afleiðing af griðrofum af ýmsu tagi og helgispjöllum, jafnvel á Íslandi, vegna þess að fábjánar og femínistar stjórna.
Mér varð sundurorða við álfa um síðustu áramót því mér fannst þeir tala niður til mín og kalla mig barn og krakka, en þannig líta þeir víst á okkur alla mennina. Einnig fannst mér framferði þeirra ekki virðulegt þegar ég sá þá dansa álfadans um áramótin. Það er margt sem kemur manni á óvart í þessu, ekki sízt að gamlar sögur geti verið réttar að einhverju leyti, eða mjög mörgu leyti.
Það var mjög skrýtið að sjá þá dansa í kringum sinn bústað á þessum mikla hraða. Einnig finnst mér kaldlyndi þeirra í garð Íslendinga og annarra manna merkilegt og ekki í samræmi við að þeir séu máttugir og merkilegir.
Þegar maður talar við álfa fær maður oft að heyra um framtíðina og heildarmyndina. Það er skemmtilegra en að lesa fréttir um það sem maður vissi að myndi gerast eða hlyti að gerast miðað við það sem álfarnir voru búnir að segja manni.
Hinsvegar hef ég ekki alltaf taugar í að eiga samskipti við álfa, sérstaklega á þessum tímum Úkraínustríðsins og jarðhræringa á Íslandi. Þeir geta ekki lofað manni góðri útkomu eða vernd til eilífðar. Þeir eru líka háðir öðrum öflum og vita að við erum á helstefnubraut og gjörsamlega á bjargbrún gereyðingar, sem þeir reyna að forða okkur frá að vísu, og ekki margir aðrir.
Ég hef spurt þá um Úkraínustríðið og svör þeirra hafa verið loðin. Sumt fæ ég ekki að vita, því þeir vilja ekki láta það spyrjast út til nokkurra.
Þó fékk ég að vita það að álfar munu ekki harma það sérstaklega þótt mannfólkið útrými sér. Það mun vera hægt að hýsa hér aðrar verur ef mennirnir eyða sér.
En álfarnir láta ekki aukna heimsku í mannheimum stjórna sér. Þeir láta ekki stjórnast af tilfinningum, hvorki reiði né kærleika og það met ég mikils við þá. Þó neyðast þeir til að refsa stundum fyrir brot á sáttmálum, sem jafnvel aðrir vissu ekki um að voru gerðir.
Þessi griðrof sem verða eru mér ekki skiljanleg að öllu leyti, en þau snerta eitthvað fleira en álfa og huldufólk. Þessar álfakirkjur og álfabústaðir lúta eitthvað að samskiptum á milli heimanna og möguleika á endurlausn.
Það er merkilegt hvað femínistum hefur farið aftur með tímanum. Helga Sigurjónsdóttir sem kenndi mér í Menntaskólanum í Kópavogi bar mikla virðingu fyrir svona gömlum sögum og fræðum, og vildi náttúruvernd, eins og fyrstu kynslóðirnar af femínistum og rauðsokkum. Hún var ein af brautryðjendunum í Kvennalistanum og kvenfrelsunarfræðunum á Íslandi. Þannig var það algengt með fyrstu kvenréttindakonurnar að þær væru þannig og rauðsokkurnar.
Helga Sigurjónsdóttir ruddi brautina fyrir svonefndum menningarfemínisma, á meðan margar aðrar á undan henni voru hallar undir marxískan femínisma, sem hefur skapað sér óorð á seinni tímum.
Helga Sigurjónsdóttir vildi ekki að konur yrðu eins og karlar eða á forsendum feðraveldisins. Hún vildi að störf kvenna inni á heimilunum væru metin að verðleikum og eins menning aldanna, að þetta væri í samræmi við fortíðina sem gerðist í nútíðinni.
Helga Sigurjónsdóttir vildi að konur byggðu á eigin styrk en ekki píslarvættisímyndinni sem marxíski femínisminn boðaði.
Femínisminn kemur í bylgjum. Ungu femínistarnir eru kapítalistar og jafnvel ofurkapítalistar og glóbalistar. Peningar eru þeim dýrmætari en fræðin.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 84
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 743
- Frá upphafi: 127286
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 555
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.