4.7.2023 | 01:00
Kannski ólík, ljóð frá 14. október 1994.
Kannski ólík, kenndir vakna,
komin í þann fríða hóp.
Birta gegnum blakka skóga,
ber til hans svo tízku nóga.
Gerir loks að honum hróp,
helzt mun anda sakna.
Margt ég hef á minni könnu,
mun þó reyna að skilja snót.
Eðalkroppur ætti að duga,
yfir- mun svo vafann -buga.
Einnig mjúkt er meyjar hót,
mun því hlýða að sönnu.
Hún er fús en hann er efins,
hefur sjálfstraust varla nægt.
Félagslega fallinn niður,
finnst þó skárri ekki viður.
Hvað er annars ekki hægt?
Ástin kannski gefins?
Held ég því að hún sé æðri?
hefur útlit, silkimjúk?
Komdu því og kysstu greyið,
kannski finnur skárra fleyið?
Ætíð heimtar eitthvað sjúk,
af ást, þó varla gæðri.
Reynir sá að herða hugann,
hana að tala núna við?
Einu sinni aðeins skeður,
annars hverfur þannig veður.
Loksins þannig fáum frið?
Fríð er ennþá smugan.
Særður var af ástum áður,
ekki þorir, kennir til.
Láttu engan flótta fleka
farsæld þína, nú skal reka
á eftir, það ég ennþá skil.
Hinn yfirgefni er þjáður.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 82
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 764
- Frá upphafi: 130563
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 561
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.