Áhrifaríkur pistill í DV um mótmælin í Frakklandi

Það er merkilegur pistill í DV í dag eftir Björn Jón Bragason um þessa mótmælaöldu unglinga í Frakklandi og Sviss og sennilega víðar sem flestir eru afkomendur innflytjenda og flóttamanna. Pistillinn heitir:"Niður í hyldýpið", þar sem hann vitnar í þá sem kalla mótmælendurna níhílista, tómhyggjumenn, gjöreyðingarstefnufólk.

Allsherjarniðurrifsöfl séu að verki, sem tengjast viðskiptum með ólögleg fíkniefni og blandist saman allskonar ólíkir jaðarhópar sem hatist útí valdið. Niðurrifstryllingurinn stjórni ferðinni, ekki von eða vilji til að byggja neitt upp að nýju.

Dregur hann þá ályktun af öllu saman að Ressamblement National, flokkur Marine Le Pen græði allra mest á þessum ósköpum. Maður skilur það vel, því þar er staðfestu að finna og íhaldið sem byggði upp Evrópu.

Vitnar hann í Karl Marx, að "ofbeldið sé hin mikla ljósmóðir sögunnar", og er ég því ekki einn um að vera byltingaleiðtogi sem fjallað hefur um óhjákvæmileika ofbeldisins í samfélaginu, og að það sé notað af vinstriöflunum hvort sem er, þannig að það sé hluti af sigrinum í samfélaginu, og þá aðallega fíngerðari tegundir þess, samfélagslegt, félagslegt, andlegt og sálfræðilegt, þetta sem erfiðara er að benda á, dæma gegn og losna við.

Vitnar hann í Bruckner nokkurn sem fjallar um að vinstriöfgafólk sé orðið harðara og grimmilegra en fasistar fyrri alda, og allir trúarhópar þurfi að gæta sín á því vinstriöfgafólki, svo sem gyðingar og islamistar, en einnig kristnir menn.

Íslenzk yfirvöld með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar lifa hinsvegar í ímynduðum heimi, 80 ára gömlum, þar sem hægriöfgafólk var mest áberandi. Hryðjuverkapiltarnir gerðu ýmislegt til að sýnast hættulegir, en það er svo sem allt annað mál að hatast útí yfirvöldin, sem þeir gerðu og gera kannski enn, og sem langflestir gera en bara mismikið, og svo að hrinda einhverju í framkvæmd eins og þeir virtust vera að skipuleggja. Ef Katrín forsætisráðherra læsi DV gæti hún fundið fullt af hatursskilaboðum frá virkum í athugasemdum sem beinast gegn Sjálfstæðisflokknum og sjálfstæðismönnum. Þar er fólk sem virðist eins þenkjandi og mótmælendurnir í Frakklandi, sem virðast margir miklu hættulegri en hryðjuverkapiltarnir sem sumir telja hættulega, og eru það kannski, það er bara óljóst enn og er kannski ekki þannig, því ekki af verkum þeirra verður það þannig metið enn, nema skipulagningu, sem maður veit ekki hversu mikil alvara var á bakvið.

Af hverju fékk Íslenzka þjóðfylkingin ekki nægilegt fylgi fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir þennan gríðarlega innflutning flóttamanna til landsins? Er ekki of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann?

Síðan má minna á flokk eins og Frelsisflokkinn eða Lýðræðishreyfingu Guðmundar Franklíns.

Nei, Íslendingar vilja ekki læra af öðrum þjóðum. Íslendingar vilja sömu vandamálin, því minnimáttarkenndin er að drepa þjóðina, allt þarf að herma eftir, alls ekki að vera brautryðjendur, því miður.

Guðmundur Franklín fékk ekki nægilegt brautargengi. Get ég þó fullyrt að þjóðin væri miklu betur stödd ef hann hefði orðið forseti eða komizt inná þing með stóran flokk, með að minnsta kosti 20% þjóðarinnar á bakvið sig, eins og hefði verið réttlátt.


mbl.is Mótmælin teygja sig til Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Öflugur pistill sem ALLIR hafa gott af að lesa.  Takk fyrir Ingólfur......

Jóhann Elíasson, 3.7.2023 kl. 01:32

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag. Björn Jón skrifar góða pistla á DV enda sagnfræðingur. Þessi greining er rétt og hef ég komist að sömu niðurstöðu.  Íhaldssamir flokkar eins og Þjóðfylkingin áttu ekki upp á pallborði þá og eru margar ástæður fyrir því. Fyrir hið fyrsta vantaði andlit á flokkinn enda bara fólk af götunni, sundurþykkja ríkti innandyra rétt fyrir kosningar og fjölmiðlarnir réðust gegn flokknum. 

Um Guðmund Franklín er að segja að hann sagði of mikið. Hann ætlaði að gjörbreyta forsetaembættinu og í það var fólk almennt ekki tilbúið fyrir. Í staðinn fengum við forseta, sem er ósýnilegur, situr á Bessastöðum og skrifar bækur. Ekki er hægt að treysta á hann sem öryggisventil. Fólkið hefur því engan fulltrúa sem það kaus sjálft gagnvart stjórnmálavaldinu. Það er eins og djúpríkið (embættisaðalinn) og stjórnmálaelítan séu oft ekki að vinna í þágu fólksins í landinu,heldur lifir í eigin hugmyndaheimi sem passar ekki við raunveruleikann. 

Birgir Loftsson, 3.7.2023 kl. 11:12

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir Jóhann. Þínir pistlar eru líka fyrirtak.

Ingólfur Sigurðsson, 3.7.2023 kl. 19:31

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir mjög vel ígrundaða athugasemd og rétta, Birgir. Ég tel að þetta sé rétt. Guðmundur Franklín er mjög hæfur, en fólk þekkti hann af Útvarpi Sögu sem samsærisáhugamann, og það virðist hafa fælt meirihlutann frá því að kjósa hann, ranglega. Svo þetta að það er rétt að oft þýðir lítið að boða breytingar, fólk er svo íhaldsamt.

Ingólfur Sigurðsson, 3.7.2023 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 688
  • Frá upphafi: 130487

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband