Enn má því miður búast við stórum suðurlandsskjálfta nálægt Bláfjallasvæðinu þar sem þessir skjálftar eru núna. Opinberlega er talað um að þeir geti orðið 6.5 að stærð, en auðvitað geta fræðingar ekki neglt það niður með algerri vissu að þeir geti ekki orðið stærri, til dæmis 7.0, þótt óvíst sé um líkurnar á því. Náttúran verður ekki tamin en hún verður stundum mæld svona nokkurnveginn samt. Opinberar tölur þurfa ekki að vera nákvæmar þegar kemur að frávikum, eins og nú er langt síðan mjög stór skjálfti varð hér á þessu svæði nálægt Reykjavík og nágrenni.
Eins og kom fram með eldgosin þarna við Fagradalsfjall 2021 og síðar þá kom það fræðingum á óvart og slíkt hafði ekki gerzt öldum saman, eða í um 800 ár.
Það er þó nokkurnveginn ljóst að búast má við að fræðingar hafi rétt fyrir sér í því að nýtt virknitímabil sé hafið, sem þýðir mörg eldgos og marga jarðskjálfta af ýmsum stærðum og víða, en sem tengjast þessu svæði.
Ég er sammála því að í stað Reykjavíkur og nágrennis ætti byggðin að vera þéttust á Austfjörðum og norður á Ströndum, þar sem eldvirknin er minnst og jarðskjálftavirknin er minnst. Því fylgir kannski sá galli að lengra er þar í heitt vatn, en því má redda með öðrum aðferðum, eins og að leggja ýmis rör.
Það fer eftir staðsetningum og stærð hvort skemmdir verða miklar í náttúruhamförum af þessu tagi, eða manntjón, en ekkert er hægt að útiloka í því.
Mér finnst að minnsta kosti fyrirhyggjuleysið mikið í fólki að gera ekki ráð fyrir þessu, og miða ekki við söguna langt aftur í tímann og hversu ægilegir atburðir þá gerðust, til dæmis Móðuharðindin. Úr því að leita þurfti 800 ár aftur í tímann að svipuðum atburðum og urðu við Fagradalsfjall 2021 má búast við að sagan endurtaki sig ekki bara örfá ár aftur í tímann heldur geti margt óvænt komið fyrir og langt þurfi að sækja dæmin fyrir svipaða atburði.
200 skjálftar mælst frá miðnætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Endurútgáfa á mínum hljómdiskum, ekki enn orðin að veruleika ...
- Hneykslaðar keddlíngar af báðum kynjum það versta sem til er ...
- Kynið dýrka drósir, ljóð frá 8. febrúar 1997.
- Kannanir sýna aftur og aftur ESB flokkana með um það bil 40% ...
- Göfugur helzt sá er minnkar mest, ljóð frá 31. desember 2018.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 14
- Sl. sólarhring: 93
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 126641
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 465
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.