30.6.2023 | 01:09
Fleiri efast um að Joe Biden valdi forsetaembættinu en Donald Trump.
Það er skrýtið að Joe Biden skuli vera andlit mannréttinda, mannúðar, femínisma, Woke-mála og jafnréttis á heimsvísu, en 68 af hundraði telja að hann hafi varla andlega eða líkamlega heilsu til að gegna embættinu.
Nú veit ég ekki hvort hann verður forseti aftur á næsta ári, en hver sem þá verður forseti má segja að hugmyndafræði vinstrisins og jafnaðarmanna (Woke og slíkt) sem notuð var til að skapa ímyndaða yfirburðastöðu þeirra sem væru siðferðisleg ofurmenni að eigin mati sé orðin hæpin nú, og öfgavinstrið sé farið að leita sér að öðru tilveruskjóli og afsökun fyrir tilveru sinni, og tapi kommúnismans fyrir löngu, og tapi kratismans í Svíþjóð og Evrópu, hvað sem öllum afneitunum líður.
Þannig má segja að rétt eins og Katrín Jakobsdóttir sem var vinsæl og talin eins og Jóhanna Sigurðardóttir einhverskonar bjargvættur fyrir nokkrum árum þegar hún komst til valda sé Joe Biden orðinn nátttröll sem hafa dagað uppi og breyzt í steina eða myndastyttur hugsjóna sem æ færri telja flottar.
Já þau Katrín Jakobsdóttir og Joe Biden hafa breyzt í náttröll og myndastyttur. Vinstraöfgaliðið virðist lifa á því að finna sér firrur sem skilja það frá hægrimönnunum, fólkinu sem er íhaldssamt, trúað og hefðbundið.
Ef það er rétt að trendin gömlu hjá Wokeliðinu séu ekki lengur nógu töff má búast við fréttum úr þeirra herbúðum. Þær koma ábyggilega á óvart, endurskoðun á einhverju sem hneykslar, eða eitthvað sem talið er í ósamræmi við náttúrulögmálin.
Raunar held ég að Donald Trump sé jafnvel að detta úr tízku líka eins og Joe Biden. Það er ekki gott að segja hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Kannski svört kona sem verður lesbía eða fyrrverandi karlmaður í ofanálag?
Annars er þetta óútreiknanlegt. Stundum er einsog lýðurinn heimti eitthvað gamaldags og lendi í nostalgíukasti í Bandaríkjunum eða annarsstaðar.
Kjörtímabil Joe Bidens hefur verið hrikalega þreytandi og lýjandi fyrir heimsbyggðina. Úkraínustríðið er á ábyrgð Demókrata í Bandaríkjunum pottþétt að miklu leyti. Áframhaldandi stríðsrekstur í garð Repúblikana, sérstaklega Trumps hefur einkennt kjörtímabil Joe Bidens.
Sumir segja að Joe Biden sé versti Bandaríkjaforseti allra tíma. Ekki svo fráleitt.
Hafa áhyggjur af andlegri og líkamlegri heilsu Bidens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 108
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 780
- Frá upphafi: 133460
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 600
- Gestir í dag: 87
- IP-tölur í dag: 85
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góður pistill þar sem þú bendir bara á augljósa punkta og staðreyndir. Allir ættu að geta lesið þetta án þess að setja upp "pólitísk geraugu" og unnið úr textanum án þess að neinir öfgar komi þar að. Til hamingju með góða greiningu á málunum......
Jóhann Elíasson, 30.6.2023 kl. 09:40
Frábær pistill Ingólfur.
Birgir Loftsson, 30.6.2023 kl. 15:33
Takk fyrir félagar. Ég vildi vera á húmorískum nótum og jafnvel þótt maður líti hlutlaust á málin er erfitt að telja Biden með beztu forsetum Bandaríkjanna.
Ingólfur Sigurðsson, 30.6.2023 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.