27.6.2023 | 02:36
Gerum ekki lítið úr menningu sem við skiljum ekki
Oft eru fræðimenn að skilja ekki eða gera lítið úr því sem þeir hafa í höndunum, og hér finnst manni sú túlkun eiga bókstaflega við, þegar loksins finnst slíkur gripur. Því miður má segja að fræðimenn nútímans séu oft eins mikið úti á þekju hvað varðar rúnasteina og aðra gripi eins og merkingu Stonehenge til dæmis.
Tölvur geta skilið ótrúlegt magn gagna þótt tungumál þeirra byggist á tveimur táknum, 0 og 1. Einfaldar rúnir heiðinna manna höfðu margvíslega merkingu og unnu saman að enn stærri merkingarheildum og lifandi táknheimi og túlkunarheimi, nokkurskonar margvíddasýndarveruleika sem gat opnazt þeim sem höfðu innra skyn og þekktu táknfræðin.
Það má búast við því að ekki aðeins Papar hafi verið á Íslandi fyrir skrásett landnám heldur einnig norrænir menn með sínar rúnir og heiðnu menningu.
Það stendur í Völuspá:
"Þar munu eftir
undursamlegar
gullnar töflur
í grasi finnast
þær er í árdaga
áttar höfðu."
Þessar dularfullu línur gætu átt við endurkomu heiðninnar eða þá að eyðilegging sú sem heiðin menning varð fyrir með kristnitökunni verði bætt í framtíðinni og að sá tími sé loksins að renna upp eða að byrja að renna upp hér á Íslandi með þessum fundi.
Það er fordómaraus að telja að bækur eða menningu og listir hafi ekki menn þekkt sem byggðu Norðurlöndin fyrir kristnitökuna. Einar Pálsson afsannaði það mjög rækilega með sínum bókum, til dæmis.
Á þeim tíma var hinsvegar ekki verið að sóa pappír í bækur. Menn tefldu þó og búast má við rúnatafli. Einnig voru til rúnakefli, svonefnd köfl í fleirtölu, eitt kafl gat innihaldið eina rún og þá verið til að minna á eitt erindi í löngu kvæði eða jafnvel eitt kvæði sem fólk átti að muna utanað.
Ég ber virðingu fyrir þessari menningu. Þarna er nefnilega fundið lausnin á óhóflegri sóun á trjáviði í bækur nútímans til einskis, enda er yfirleitt bara verið að skrifa og gefa út bækur um fánýt málefni og hégóma.
Svo ég vitni í Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing:
"Skip eru tákngervingur víkingaaldarinnar en þau tákna líka ýmislegt annað, eins og væntingar um ríkidæmi, siglingar og hetjudáðir. Við vitum ekki af hverju menn - eða konur - oftast er talið að karlmenn hafi párað, voru að þessu. Af hverju párar fólk yfir höfuð? Til dæmis þegar það situr í leiðinlegum fyrirlestrum. Þegar maður var að tala í símann í gamla daga þá páraði maður og þá getur maður kannski ímyndað sér að menn pári ómeðvitað það sem er efst í huga þeirra."
Ég hélt að það væri talið lélegt af fræðimönnum og vísindamönnum að kasta sinni eigin lífsreynslu yfir á löngu liðna tíma. Ég hélt að það væri talið lélegt að kasta skýringum sem tengjast nútímanum á fortíðina. Hefur fræðimönnum farið svona mikið aftur?
Auðvelt er að gera sér grein fyrir því að þessi skýring fornleifafræðingsins Bjarna nær ekki nokkurri átt og jafnvel nafngiftin er röng, að kalla þetta pár. Þetta var rist í steininn með málmáhaldi, kannski er þetta að vísu mjúkur steinn og ristan ekki djúp, en engu að síður þá væri allt landið fullt af þessum steinum ef menn voru að "pára" svona að gamni sínu án tilgangs.
En skip voru einhver helgustu tákn germanskra og norrænna um mörg þúsund ára skeið. Sýnd var heimildamynd í RÚV um fyrstu Svíana fyrir nokkrum árum. Þar kom fram að menn sem bjuggu nálægt stríðssvæðunum í Úkraínu núna fyrir 5000 árum komu í mörgum bylgjum til Norðurlanda og gjörbreyttu Norðurlöndum. Þeir bjuggu til ristur margar þar sem skip voru sýnd. Skip eru einhver algengustu og helgustu táknin um 3000 ára skeið í menningarsögu fornra þjóða á Norðurlöndum.
Þessi steinn með þessu skipi ristu á kemur úr mjög merkilegu menningarumhverfi. Þetta gæti verið taflmaður, þetta gæti verið rún og þetta gæti verið spásteinn. Töflum af þessu tagi var hent á blóðgað svæði og spá lesin úr því hvaða töflur komu upp og hvað þær merktu. Spákvistir voru einnig notaðir. Þessar hefðir þróuðust og breyttust í ýmsar áttir á löngum tíma, en reglurnar voru harðar og ekki öllum hleypt í þetta.
Þetta kemur úr Vanatrúnni jafnvel enn frekar en Ásatrúnni. Þar hafði þetta enda verið um þúsundir ára, og Ásatrúin kom yngri inn og að sumu leyti frá Germaníu og enn sunnar að, en að vísu í mörgum bylgjum og ekki allir guðirnir á sama tíma.
Þrjú tákn að minnsta kosti voru fyrir geimskip. Í fyrsta lagi naut, í öðru lagi reið og í þriðja lagi skip af öðru tagi. Allt með möguleika á að hafa samband við guðina. Jæja, Bjarni fornleifafræðingur talar að vísu um að tala í símann og það er ekki alveg fjarri lagi hjá honum.
Þessi rista kann þó að hafa sértæka merkingu, ekki altæka.
Drúíðar bönnuðu Keltum, Gaulverjum að skrifa fræðin niður með latínuletri. Ástríksbækurnar kenna margt, en sýna aðeins þá menningu í takmörkuðu ljósi.
Söngur var talinn "galdur" meðal fornra þjóða. List var almennt talin yfirnáttúruleg og bannhelg vinnandi fólki.
Fornleifafræðingurinn hefur ekki tekið það með í reikninginn. Samt auðvitað breyttist það með tímanum og þynntist út, en mjög hægt að vísu. Helgisiðir af þessu tagi voru þess valdandi að einnig víkingar og Ásatrúarmenn notaði síður latínu sem það lærði eða önnur tungumál til að skrá eitthvað niður.
Þetta sem fannst er mjög dýrmætt, og það hafði einhverja merkingu, annaðhvort trúarlega, heimspekilega eða sem hluti af leik.
Skip tengjast sköpuninni sjálfri fyrir langa löngu. Guðirnir komu á geimskipum, og það var trú forfeðra okkar og formæðra, jafnvel vissa. Taflsteinn af þessu tagi getur því hafa gegnt lækningarhlutverki, eða trúarlegu hlutverki, eða táknfræðilegu hlutverki í leikritum þeim sem voru eiginlega helgiathafnir.
Guðirnir eru sagðir eiga skip því þeir koma að handan, frá öðrum heimum, frá öðrum hnöttum.
Geta nú Íslendingar fengið sjálfstraust og talið sig þjóð meðal þjóða en ekki útibú Bandaríkjanna eða Evrópusambandsins eins og Katrín forsætisráðherra virðist halda?
Aldrei fundist á Íslandi áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 187
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 756
- Frá upphafi: 127192
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 565
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engin sönnun er fyrir hendi um neina mannvist á landinu frá því fyrir landaþjófnað Árna Magnússonar 1710.
Guðjón E. Hreinberg, 27.6.2023 kl. 03:05
... jarðaþjófnað, átti það að vera.
Afsakið.
Guðjón E. Hreinberg, 27.6.2023 kl. 03:05
Stórmerkilegar "pælingar" og fróðleg lesning......
Jóhann Elíasson, 27.6.2023 kl. 09:31
Ég þakka ykkur góðar athugasemdir, en stundum veit ég ekki hvað er grín hjá þér Guðjón. Engin sönnun fyrir vitsmunalífi á íslandi eftir 2022 og genabreytingarnar, er það ekki nær lagi?
Ingólfur Sigurðsson, 27.6.2023 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.