Nari er karlkynsnorn, og engin ástæða til að nota kvenkynsorðið norn yfir slíkt.

Ég er nokkurnveginn alveg viss um að til forna var til orðið nari yfir karlkynsnorn, og því er eins gott að endurvekja það ágæta orð í þeirri merkingu. Dr. Helgi Pjeturss sagði að merking orðsins norn væri sú sem nærir, að nornir hafi séð um lækningar og sinnt kærleiksríkum störfum innan heiðna samfélagsins, meðal Ásatrúarmanna fyrir meira en 1000 árum á Íslandi og víðar. Þetta tel ég rétta merkingu orðsins. Þvælumerking áróðurskvikmynda Hollywood sorpiðnaðarins er ekki marktæk ekki frekar en þvælumerking kirkjunnar á hinum kristnu öldum eftir kristnitökuna.

Orðið nari er til á íslenzku og merkir næðingur eða kaldur vindur, frá 19. öld, en það er augljóslega neikvæð merking á gömlu orði. Enda er Nari einnig nafn á syni Loka, frá víkingatímanum. Ásgeir Blöndal viðurkennir þó að viðliðurinn -nari merki að næra, og því er norn rétt kvenkynsmynd orðsins nari, augljóslega.

Það er alþekkt að reynt er að klína öllu neikvæðu á þau trúarbrögð sem eru yfirtekin og sigruð. Orðið Dieu á frönsku merkir guð, en vel mætti telja að orðið Djöfullinn sé orðsifjalega sama orðið, sem hefur breytt um merkingu víða um heim.

Orðið illur þýddi víst upphaflega fallegur, sagði vinur minn sem hafði lært það í Kennaraháskólanum og svo einnig orðið ljótur, sem einnig þýddi upphaflega ljós yfirlitum eða fríður. Þannig má vel skýra orð mörg íslenzk orð og nöfn sem þykja undarleg.

Svo eru til önnur orð yfir þetta, seiðmaður, galdramaður, töframaður, vali, drúíði, vittki, aldingi, eins og Guðjón Hreinberg minnir mig að hafi komið fram með sem nýyrði.

 


mbl.is „Fjölkær norn – hvað gæti klikkað?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er ekki ólíkleg tilgáta Ingólfur.

Sól mun sortna,

sökkur fold í mar,

hverfa af himni

heiðar stjörnur.

Geisar eimi

og aldurnari,

leikur hár hiti

við himin sjálfan.

Andurnari: -sá sem aldur nærir. Allavega skil ég þetta orð á sama hátt og þú. þó svo að ég hafi ekki grennslast sérstaklega eftir því, -og það voru jú nornir sem sköpuðu mönnum aldur og örlög.

Magnús Sigurðsson, 26.6.2023 kl. 06:02

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir að styðja tilgátu mína Magnús. Ég er enn að pæla í þinni tilgátu um 2000 árin og öld vatnsberans, hef oft verið kominn á fremsta hlunn með að skrifa eitthvað um það, en hef svo hætt við að birta það, því mér hefur eitthvað vanta uppá.

Aldurnari er skýrt sem Askur Yggdrasils, já ég er sammála þessu. Ég held að í stað "og" eigi að vera "of," um (í kringum) aldurnara, tréð. Lífstréð brennur í Ragnarökum, eða þegar alheimurinn þenst út niður í alkul eða dregst saman í eldhnött. 

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 27.6.2023 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 702
  • Frá upphafi: 127491

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 503
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband