Nú gæti þeim orðið að ósk sinni sem vildu að Rússland liðaðist í sundur í innbyrðis átökum. Hvað það felur í sér er sennilega aldrei neitt gott, heldur enn frekari hörmungar fyrir heimsbyggðina, hversu miklar vitum við ekki.
Ég lít þannig á að rússneska byltingin árið 1917 hafi hrint af stað nazismanum í Þýzkalandi og fasismanum á Ítalíu, og að atburðirnir um það leyti séu samhangandi allt til stríðsloka 1945, og jafnvel allt fram til dagsins í dag, því við vitum ekki hvernig sagan hefði orðið án þessara atburða sem um er getið, og ætíð er vitnað í af ýmsum tilefnum, stjórnmálalegum eða ekki.
Hitler komst til valda í Þýzkalandi meðal annars vegna óttans við kommúnismann. Sá ótti er jafnvel enn í heimsbyggðinni.
Ef við erum að verða vitni að upplausn í Rússlandi núna gæti það endað með byltingu svipaðri og "Októberbyltingunni 1917". Hún var svo sem ekki nema hluti af stærra byltingaferli sem stóð lengi.
Heimurinn er að fara inní ókannað landsvæði núna.
Bjarni Jónsson og Björn Bjarnason eru hér hatrammastir gegn Rússum á blogginu á meðan margir styðja Rússa og margir frekar hlutlausir. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með þessi skrif Bjarna, því ég er honum sammála um margt. En þetta er ekki einfalt mál, og ég hef jafnvel oft efast um að ég hafi haft rétt fyrir mér í þessum málum. Björn Bjarnason finnst mér nokkuð fastur í kalda stríðinu, en óþarfi er að telja Rússa sama fyrirbærið og þeir voru þá.
En óneitanlega hef ég verið sammála Bjarna Jónssyni í mörgu sem hann skrifar um Rússa og hversu ógeðfellt stríðið er og hversu þverbrotið þeir hafa margt.
En ég vil minna á það sem ég skrifaði snemma eftir að stríðið byrjaði, að minnsta áhættan fyrir heimsbyggðina var að leyfa Rússum að ná Úkraínu og þeir hefðu sennilega ekki farið lengra. Ég er enn á þeirri skoðun.
Þetta sem gerist núna, það er erfitt að vita hvernig það endar. Rússar eru ekki að breyta sínum eðliseinkennum hvernig sem þetta stríð fer eða sinni menningu. Innbyrðis átök í Rússlandi gætu endað með harðneskjulegra stjórnarfari þar og einhverju öðru sem Vesturlönd vilja ekki.
Bræðravíg í uppsiglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 109
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 773
- Frá upphafi: 130358
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 579
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.