Merkilegar og sjaldgæfar hljómplötur sem Ámundi gaf út.

Ég þekkti Ámunda ekkert en heyrði að hann hafi hjálpað mörgum að fjármagna útgáfu sem aðrir útgefendur höfnuðu. Það finnst mér mjög góð meðmæli með manninum.

ÁÁ records var fyrirtækið hans kallað. Árið 1977 kom út platan Steinka Bjarna á útopnu. Á umslaginu sjást þau kyssast, Ámundi og Steinunn, ef mér skjátlast ekki, enda orti Steinunn sjálf marga texta á plötunni, og syngur um Ámund útgefanda sinn í einu laginu:

 

"Þeim var ég verst

er ég unni mest

það var hann Ámi Ámi umborðsmann..." osfv

 

Amma opnaði hurðina á herberginu mínu og hlustaði á lagið með mér. Það hefur verið 1984 eða 1985, en hún dó 1985. Þá sagði hún mér að hún hafi þekkt þær systurnar í æsku, eða kannazt við þær.

Hallbjörg og Kristbjörg voru tvíburasystur, fæddar 1915, eins og amma, og frá Hjallabúð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, en amma mín Sigríður var frá Bakkabúð sem var eiginlega mjög nálægt. Bæði Bakkabúð og Hjallabúð voru torfbæir, nú horfnir á braut.

Amma þekkti ekki Steinunni, en Hallbjörgu mundi hún eftir, enda voru þær alveg jafn gamlar. Mér skildist á henni að þær hafi leikið sér saman. Hún sagði að þær hafi verið áberandi tvíburasystur og farið snemma að syngja og vera með leikræna tilburði, eins og þeim hafi verið það meðfætt. Síðan fluttust þær í burtu en amma varð eftir lengur.

Ég held að vel megi segja að hljómplatan hennar Steinunnar frá 1977 sé mjög sérkennileg og femínísk hljómplata á sinn hátt, sem ætti skilið að vera endurútgefin eins og margt annað sem Ámundi Ámundason gaf út.


mbl.is Andlát: Ámundi Ámundason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 738
  • Frá upphafi: 127434

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband