Þessi bók er sú fyrsta sem kom út í bókarformi eftir þessa höfunda, en styttri sögur eftir þá höfðu birzt í tímaritum. Þær komu margar út í bókinni "Furðulegar uppljóstranir", eftir þessa höfunda, árið 1987, en efni hennar voru eldri sögur og nýlegar.
Sagan var gerð 1981 til 1982 og birtist fyrst í tímariti á þeim árum, en kom út 1984 sem bók eftir að ákveðið var að þessir menn tækju við sem höfundar bókaflokksins.
Alltaf hefur mér fundizt þessi bók með þeim allra lélegustu í þessum bókaflokki, einnig eftir þessa höfunda. Söguþráðurinn minnir á hryllingsmyndir, og er fenginn þaðan, en margar hryllingsmyndir fjalla um veirur sem rannsakaðar eru á heimsskautssvæðum en ógna heimsbyggðinni. Söguþráður þessarar bókar er alveg hliðstæður þeim hryllingsmyndum, þótt hann sé ekki nákvæmlega eins og nein sérstök svona hryllingsmynd. Mér finnst bara þessi stíll ekki passa við Svals og Vals bækur, en þær beztu eru fullar af glettni og léttri spennu, eftir Franquin og jafnvel Fournier, og aðra höfunda.
Mér finnst ekkert standa uppúr í þessari sögu sem hægt er virkilega að hrósa, en nokkur atriði má gagnrýna í henni sem eru verri en í flestum bókum um Sval og Val.
Kjánalegar teikningarnar mætti nefna. Á sama tíma eru þær fullar af fáránlegri kímni þessar teikningar, en hún fer eiginlega yfir strikið og er ekki fyrir minn smekk.
Kannski eitt má nefna við bókina sem er næstum því hróssvert. Hér er kynntur til sögunnar stíll Tomes, Philippes Vandeveldes, sem lézt 2019, handritshöfundur teymisins, og hæfileikar hans lágu meðal annars í því að skapa spennu í söguþræðinum, og fyndni, sem er þó ekki jafn alhliða og hjá Franquin, en þó sæmileg og ekki alveg glötuð.
Jón Harkan er hér endurvakinn, persóna sem Franquin skapaði. Hann smitast af veirunni og Sveppagreifinn reynir að hjálpa honum. Hann er á engan hátt eins ógnvekjandi persóna og hann var í meðförum Franquins þannig að maður verður fyrir vonbrigðum með þennan þátt sögunnar einnig.
Skeggið á Sveppagreifanum er misjafnt á litinn á myndunum og það er ekki traustvekjandi.
Í sögunni er of mikið um eintóna liti sem eru drungalegir og áttu eftir að fylgja þessum höfundum eftir lengi.
Jú, hér er eitt atriði í bókinni sem ég verð að hrósa, en það er sköpun kvensögupersónu einnar, hinnar rússnesku Nadju, sem er þeim til aðstoðar og hluti af rússneska rannsóknarteyminu sem er á Suðurskautinu þar sem stór hluti sögunnar fer fram.
Þessi Nadja er semsagt trúverðugri kvenpersóna en margar fyrri kvenpersónur bókaflokksins. Bæði Bitla og Órórea gera mikið út á kynþokka sinn en Nadja er feit og lítil og gölluð persóna en ekki fullkomin í framkomu eða lýtalaus og því trúverðug sem jarðbundin persóna.
Það er mjög merkilegt að pæla í því að þessi saga var samin mitt í kalda stríðinu, og þá þótti eðlilegt að Rússar og Bandaríkjamenn eða Frakkar ynnu saman að vísindaverkefnum eins og í þessari bók, sem var skrifuð 1981 til 1982. Nú er mannkynið svo heimskt að það er varla lengur hægt.
Aðrar rússneskar persónur eru einnig sæmilega vel skapaðar af höfundunum. Þrátt fyrir að teiknistíllinn finnist mér ekki heillandi kann ég vel við þá hluta frásagnarinnar sem eru raunverulegir, en það er framvindan frá ramma yfir í ramma, sumsstaðar, en ekki allsstaðar, vel að merkja. Þessir höfundar eiga sína spretti, er rétt að segja.
Um þessa bók er varla mikið meira markvert að segja. Jú, hún endar ágætlega þegar Múrenan, Jón Harkan verður heiðarlegur maður.
Sýklavopn eru alltaf jafn ógnvekjandi. Þessi bók fjallar þannig um mikilvæg mál og alvarleg, og það má telja henni til tekna, hún er ekki alveg úr lausu lofti gripin og er ekki algjör fantasía, en hún er heldur varla neitt frábær.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 166
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 774
- Frá upphafi: 133245
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 572
- Gestir í dag: 92
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.