14.6.2023 | 02:04
Skrípaleikur lýðræðissýndarleikritsins
Þetta er áhugavert, hvort Trump mun verða forseti Bandaríkjanna á bakvið rimlana. Það er mögulegt sagði Birta, fréttaskýrandi á RÚV og ætti að vita það, hún fylgist vel með. Það hafa líka stjórnmálafræðingar sagt á RÚV, það hlýtur að vera rétt.
Svona hefur ferill Trumps verið frá því hann varð forseti, hver skandallinn hefur rekið annann. Hann höfðar beint til lágra kennda fólks, óvinir hans elska að úthúða honum og dýrkendur hans líta á hann sem frelsara af mannlegustu tegundinni. Hann vekur upp tilfinningar hjá fólki, eins og sannur lýðskrumari, eða sannur leiðtogi. Bubbi Morthens er eins, og margir sem hafa náð mestum vinsældum hjá ýmsum þjóðum.
Skoðanir Willams Barr sem notaðar voru sem fyrirsögn þessarar fréttar eru ekki endilega réttar. Jafnvel ef Trump kemst ekki aftur að sem forseti Bandaríkjanna hefur hann stimplað sig inní almenningsálitið til frambúðar eins og Boris Johnson. Þessir menn hafa stigið óafmáanleg og þung spor í heimspólitíkina til frambúðar.
Það er mikið veikleikamerki hjá glóbalistum og demókrötum hvernig allt púður er lagt í að hindra að Donald Trump nái aftur kjöri. Það lýsir örvæntingu, alveg eins og það lýsir örvæntingu hjá Þórdísi Kolbrúnu að styðja konur í Afganistan gegn feðraveldinu og loka sendiráðinu í Rússlandi, og senda sendiherrann þeirra heim. Það segir manni það eitt að demókratar sjá skriftina á veggnum, að Donald Trump og samsæriskenningar repúlikana eiga eftir að verða þeim erfiðar og kannski fella veldi auðrónanna jafnvel, og koma á raunverulegu jafnrétti og bræðralagi.
Þórdís Kolbrún og öfgafemínistar sjá einnig skriftina á veggnum. Þeirra veldi er á endasprettinum enda sagt að Satan hljóti að tapa, og hann er vissulega í femínismanum.
Þetta var kjánalegt af Trump, en ekki í fyrsta skipti sem hann verður uppvís að mistökum og kjánaskap, og hann hefur komizt útúr því áður. Annars skrifaði Guðjón Hreinberg að sitjandi forseti, sem hann var, hafi vald til að skilgreina hvað séu leyniskjöl og hvað ekki. Því sé ekki hægt að dæma hann löglega fyrir að geyma leyniskjöl frá embættistíma sínum. Jafnvel að fráfarandi og fyrrverandi forseti hafi vald til að ákveða hvaða skjöl hann megi varðveita og hver ekki.
Guðjón skrifaði hinsvegar að varaforsetar hefðu ekki þetta vald, og skjölin sem Biden geymdi falli undir slíkt. Skrifaði hann að þetta væri sönnun fyrir að réttarríkið Bandaríkin væri hrunin, en fleiri væru sannanirnar.
Ef hin pólitíska móðursýki er orðin svo mikil í Bandaríkjunum að ekki sé farið eftir þessu, þá er fasisminn svo sannarlega tekinn yfir, því eitt aðaleinkenni fasismans er jú að lög eru brotin og geðþóttaákvarðanir látnar ráða, eða pólitískt ofstæki, en ofurkappið á að lögsækja og hindra Trump í að verða aftur forseti sýnir vissulega að pólitískt ofstæki er ráðandi, sem er undanfari fasismans eiginlega alltaf, eða við dyr fasismans. Sá fasismi er vel að merkja í herbúðum demókratanna að þessu sinni, og stríðsæsingurinn á móti Rússum og jafnvel Kínverjum.
Stuðningsmenn Trumps gætu jafnvel fagnað því að hann verði forseti í fangelsi. Þá er skrípaleikur lýðræðissýndarleikritins orðinn fullkominn. Þá er lýðræðið orðið svo ótrúverðugt að einræðið mun kannski koma ómengað í staðinn, eða stjórnleysi eða eitthvað annað.
Lýðræðið hefur nefnilega ekki virkað á Vesturlöndum í 100 ár eða meira. Síðan auðmenn fóru að fjármagna styrjaldir (heimsstyrjaldir meðal annars) og eignast 99% af öllum fjármunum í heiminum hefur lýðræðið verið auðræði, ekki raunverulegt.
Þróunin í vestrænni menningu er í þá átt að upphefja uppreisnarfólk og afbrot, og þannig ógilda lög og rétt, virðuleika, vald og háar stéttir, um leið og kreddufestan verður meiri og harkan gegn þeim sem ógna glóbalistunum.
Þannig var þetta í Sovétríkjunum. Eftir því sem fleiri brestir komu í heljartök kommúnistaleiðtoganna varð harkan meiri, kreddurnar einstrengingslegri. Það sama gerðist með kirkjuna áður en Endurreisnin sigraði hana og Upplýsingin.
Þannig að hejartök Þórdísar Kolbrúnar eða annarra sem stjórna eru merki um að efinn ágerist, efinn um að verið sé að gera rétt með því að standa ekki með feðraveldi eins og í Afganistan, jafnvel Þórdís Kolbrún skilur kannski innst inni að rússnesk menning hefði getað endurfætt vestræna menningu, sem er í mikilli hnignun og afturför.
Átök verða því á milli valdhafa og almennings.
Búinn að vera ef ásakanir reynast sannar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 145
- Sl. viku: 692
- Frá upphafi: 127235
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 524
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær grein! RÉTT, skrípaleikur lýðræðis í BNA.
Birgir Loftsson, 14.6.2023 kl. 11:36
Þakka þér fyrir Birgir, já ég held að mér hafi tekizt frekar vel með þennan pistil. Það sem hjálpar manni líka er að vitna í það sem manni finnst aðrir hafa útskýrt vel, eins og Guðjón Hreinberg um þetta.
Það er algjörlega glatað að á RÚV séu allir á einni og sömu línunni. Það gleður mig að í DV sem er oft talið vinstrisinnað blað, þar eru flestir sammála sem eru virkir í athugasemdum um að Þórdís Kolbrún hafi gert mistök með því að velja ekki hlutleysið. Það segir nú ýmislegt um það hversu óvinsæl hún er og að almenningur vill frið en ekki stríð, og almenningur telur það óskynsamlegt að fara gegn stórveldum, jafnvel enn frekar þegar þau standa í stríðum.
Aðförin gegn Trump er ekki ný, en Guðjón Hreinberg setti þetta í rétt samhengi.
Ingólfur Sigurðsson, 15.6.2023 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.