8.6.2023 | 10:31
Eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi í gær - þrjár konur stóðu uppúr og þeirra ræður: Ingibjörg Isaksen, Inga Sæland og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Þrumuræða Ingibjargar Isaksen um neikvæðar afleiðingar Metoo og slaufunarmenningarinnar var langbezta ræða sem hefur verið haldin á Alþingi í áratugi, og sú ræða veldur jákvæðum straumhvörfum í femínískum fræðum, ef hún verður ekki þöguð í hel.
Kemur mér það á óvart að Eva Heiða Önnudóttir Háskólaprófessor kynsystir hennar þykist ekki skilja boðskap hennar (hvaða tilgangi ræðan átti að þjóna)? Nei, auðvitað ekki. Það er svosem uppgerðarskilningsleysi að sjálfsögðu, því þessi ágæta þingkona Framsóknarflokksins talaði mjög skýrt.
Stjórnmálaprófessorinn Eva Heiða sagði að ekki hafi komið fram stefna Framsóknarflokksins í þessum málaflokki í ræðunni. Það er nú kannski ofmælt. Spurningarnar sem Ingibjörg Isaksen varpaði fram sýna samfélagið í nýju ljósi og lýsingarnar á afleiðingum Metoo og slaufunarmenningarinnar. Hefur ekki meðvirkni með femínisma verið stefna allra flokka nema kannski Miðflokksins í þessum málum? Er þá ekki Framsóknarflokkurinn með þessu að skapa sér sérstöðu með þessari ræðu?
Eiríkur Bergmann tók undir með Evu Heiðu Önnudóttir að ræða Ingibjargar Isaksen hafi komið mest á óvart, því hún hafi snúizt um mál sem ekki hafi verið deilt um í Alþinghúsinu, en vissulega úti í samfélaginu. En Eva Heiða Önnudóttir viðurkenndi að þetta væri mikilvægt mál.
Annað mikilvægt kom fram í máli Eiríks Bergmanns stjórnmálaprófessors. Hann sagði að flokkur forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hefði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins eitt sinn, væri kominn í "botnbaráttu", eins og hann orðaði það, með 5.7% fylgi í síðustu könnun og ætti það á hættu að þurrkast út af þingi ef kosið yrði nú. Þetta eru svo sannarlega fréttir. Ýmsar ræður í gærkvöldi gáfu það til kynna að þöggunartilburðir Katrínar í formi haturslöggjafarinnarinnar sem hún reynir að koma í gegnum þingið hafi minnkað vinsældir hennar meðal almennings. Þó má kannski einnig nefna mál sem loðir við hana einsog grútarlýsisfýla: Stuðningur hennar við fóstureyðingar og öfgaskoðanir hennar algerar í þeim málaflokki.
Annars er það í fréttum að Katrín kvaðst ætla að vinna þetta betur, og Bergþór Ólason hrósaði ríkisstjórninni fyrir að sigrast á sjálfri sér og ljúka þingi fyrr en ætlað var, og hætta við að setja umdeild mál á dagskrá rétt fyrir þinglok. Það má sannarlega taka undir það með honum, þá kannski verða málin rædd almennilega í vetur og haust, og sumt jafnvel fer útí hafsauga, sem er heimskulegt og bætir ekki ástandið heldur gerir það verra, eins og gerðist með Metoobyltinguna, sem át börnin sín.
Sigmundur Davíð talaði vel eins og áður, var með sígilda ræðu um báknið og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hegðaði sér eins og versti kommúnistaflokkur, en með öðrum orðum, en þetta var vissulega inntak ræðu hans.
Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna þuldi upp allskonar úreltar klisjur um að ekkert væri gagnrýnivert við opin landamæri og virtist ekkert hafa lært af mistökum fortíðarinnar. Hann óskaði þess undir rós en þannig að mátti lesa í það að hann vildi gerast óþarfur og mega þurrkast út af þingi, og vonandi verður honum að ósk sinni, má taka undir þær frómu bænir og óskir. Einnig óskaði hann eftir því að í stað hans kæmu einstaklingar með útlendan bakgrunn inná þing, sem gætu sinnt sinni eigin hagsmunagæzlu betur en hann sjálfur og hans lík(ir). Arfaslakt málfar hans var eftirtektarvert, ekki vér þingmenn, heldur við öll á heimilinu, sem erum sammála vinstiöfgaskoðunum, ekki allir landsmenn einsog venjulega.
Hanna Katrín Friðriksson kom með fullkomlega staðlaða trúboðsræðu um Evrópusambandið. Þar kom ekkert á óvart, en sú ræða var notalega fyrirsjáanleg og venjuleg miðað við þann flokk, Viðreisn.
Næst kom Ingibjörg Isaksen, það var bezta ræða kvöldsins og allra tíma jafnvel. Hvað gerist með slaufaða? Þeir missa samfélagið og samfélagið missir þá. Afleiðingin getur jafnvel orðið sjálfsmorð, vímuefnaneyzla eða eitthvað slíkt.
Andrés Ingi Jónsson frá Pírötum sagði ýmislegt sem má taka undir: "Þurfum ríkisstjórn sem hlustar frekar en að gaslýsa."
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom með beztu ræðu á sínum stjórnmálaferli hingað til:"Útlendingum getur ekki fjölgað með veldisvexti."
Einnig kom hún með áleitna sögu frá Indlandi um hvernig ríkisafskipti geta sett olíu á eldinn, og unnið gegn upphaflegum markmiðum, þannig að í þeim tilfellum væri betra að láta ríkið ekkert koma að sumum málum.
Ræða hennar var um grunngildi Sjálfstæðisflokksins, hún kom fram sem fullmótaður þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vaxin uppúr áhrifum frá vinstriflokkunum og öfgafemínismanum loksins, sem er fagnaðarefni.
Inga Sæland kom með sígilda ræðu um fátækt og hvernig núverandi ríkisstjórn reynir aðeins að halda í horfinu þegar kemur að því að verst staddir í samfélaginu haldi í við hina. Nema hvað að þeir dragast alltaf afturúr meira og meira, bara mishratt.
Kristrún Frostadóttir kom með prýðilega ræðu um efnahagsmál. Það kom skemmtilega á óvart að hún sneiddi alveg hjá sumum hefðbundnum málefnum jafnaðarmanna og vinstrimanna, mjúku málunum, kvennamálunum. Enda rýkur fylgi Samfylkingarinnar upp sem aldrei fyrr, og hún er orðin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í skoðanakönnunum, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn að mestu snúið sér að mjúku málunum, kvennamálunum, og að verja eigin gjörðir, og halda ríkisstjórninni saman.
Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn kom einnig með staðlaða trúboðsræðu fyrir Evrópusambandið. Krónan væri hinn forni fjandi, en ekki hafísinn.
Ef maður dregur lærdóm af þessum ræðum má skynja ákveðnar meginlínur sem eru mjög fróðlegar. Orri Páll er í flokki sem mælist með 5.7% fylgi í skoðanakönnunum, Vinstri grænum, sem er með forsætisráðuneytið. Sá flokkur fór með himinskautum í vinsældum fyrir nokkrum árum, fyrir kreppu, fyrir lagabreytinguna um fóstureyðingar fyrr á meðgöngunni og aukin réttindi minnihlutahópa og fyrir tilraunir til að skerða tjáningarfrelsi landsmanna með haturslöggjöfinni svonefndu hennar Katrínar forsætisráðherra, sem hún ætlar að reyna að koma í gegnum þingið næsta vetur. Þar er á ferðinni álíka vitleysa og fóstureyðingarlöggjöfin sem var rýmkuð, við vinsældir vinströfgamanna, en litlar vinsældir annarra.
Vinstri grænir, flokkurinn sem er í frjálsu falli, talaði jafnvel enn harkalegar í vinstriöfgamálunum sínum en Píratar og Viðreisn, hvað þá Samfylkingin, sem hljómar meira einsog Sjálfstæðisflokkurinn var undir stjórn Kristrúnar Frostadóttur.
Á sama tíma er Áslaug Arna búin að teygja sig alveg til hægri, þar sem hún á heima. Mikið er þanþolið í þessari ríkisstjórn, sem er eitthvað allt annað en blessuð reyndar, miðað við verkin sem eftir hana liggja og eru í undirbúningi, ekki öllum til gæfu.
Eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöldi voru með skemmtilegasta móti. Andstæður flokkanna komu vel í ljós, ekki sízt stjórnarflokkanna. Pólitíkin er farin að birtast á ný, fólk farið að sýna klærnar á ný, sem voru ekki eins mikið til sýnis í kófinu.
Alltaf sama gaslýsingin frá ríkistjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 185
- Sl. sólarhring: 194
- Sl. viku: 754
- Frá upphafi: 127190
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 564
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þessa góðu samantekt þína frá "ELDHÚSDAGSUMRÆÐUNUM" á Alþingi í gærkvöldi. Ég er löngu hættur að horfa á þetta og því get ég ekki tjáð mig neitt (kannski ekki mikil eftirsjón að því) Ég hef lengi furðað mig á þessu nafni á umræðunum. Hann Magnús Sigurðsson kom með skýringu á þessu nafni, sem ég hallast mjög að sé alveg hárrétt hjá honum. Hann sagði,í þessari atugasemd sinni meðal annars; "Varðandi ELDHÚSDAGSUMRÆÐUR þá hef ég grun um að öll stjórnsýslan, sem nóta bene er á framfæri almennings, hafi snúið út úr gamla almanaksheitinu eldadagur.
Eldaskildagi er árlega þann 10. maí. Nafn sitt dregur hann af því að þá áttu leiguliðar og sóknarbörn að skila úr eldi til jarðeigenda sinna og presta því fé sem þeim bar skilda til að ala fyrir þá um veturinn. Áttu leiguliðar að hýsa fóðra og tryggja þessu fé líf að öllu leiti á sinni leigujörð og skila þeim aftur vel öldu; í góðum holdum hraustu og öllum að tölu þennan ákveðna dag vor hvert"...........
Jóhann Elíasson, 8.6.2023 kl. 12:49
Sæll Jóhann og takk fyrir innlitið. Þakka þér fyrir þessa útskýringu á orðinu. Þetta vissi ég ekki. En oft nenni ég heldur ekki að horfa á þetta allt. Í gærkvöldi ætlaði ég bara að hlusta á eina ræðu, en mér fannst þær betri en oft áður, svo ég leyfði þessu að rúlla og las í bók þegar leiðinlegustu ræðurnar voru. En þetta gefur manni von um að kvenkynið í þessu landi geti orðið skynsamara og betra, og Áslaug Arna sé verðugt leiðtogaefni, ekki síður en Bjarni Benediktsson sem nú er formaður.
Ingólfur Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 14:48
Reyndar er það Magnús Sigurðsson sem á þessa útskýringu alveg skuldlausa, ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en hann útskýrði þetta fyrir mér. ENN UM STJÓRNARSKRÁRBROT (og ekki að... - johanneliasson.blog.is
Jóhann Elíasson, 8.6.2023 kl. 16:00
Takk fyrir skemmtilega greiningu. Ingibjörg á vissulega skilið að henni sé hrósað fyrir ræðuna, það hefðu ekki allir þorað. Stjórnmálaspekingarnir vita að slík umræða er óvinsæl á þinginu og vilja flestir þagað hana í hel. Hugrökk hún Ingibjörg. Kannski var þetta eina tækifærið til að koma þessum sjónarmiðum að og það í ljóst uppsagnar hjá Endurmenntun HÍ.
Orri Páll er dæmi um óþarfan á þingi og vona ég sannarlega að hann sjáist þar ekki meir. Reyndar á það við um fleiri þingmenn. Nei okkur vantar ekki útlendinga inn á þing til að bæta við veldisvöxt hælisleitenda. Í Danaveli, þegar ég bjó þar, komu fylgdarlaus börn í hundruða tali. Danir urðu að taka við þeim. Síðan þegar þau voru komin með fast land undir sér þá fundust allt í einu foreldrarnir og fjölskyldusameining hófst á danskri grund. Þá átti veldisvöxtur sér stað, einu barni fylgdi allt upp í 7 manns, foreldrar og systkin. Við eigum að fara varlega.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 8.6.2023 kl. 18:16
Rétt er það Jóhann, Magnús er einn helzti fræðimaður okkar hér á blogginu um þjóðleg fræði. Skýringin er mjög trúleg.
Ingólfur Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 18:39
Þínir pistlar hafa hreyft mig mörgum, býst ég við, Helga Dögg. Þú átt mikið hrós skilið fyrir hugrekkið, og alltaf hef ég fundið að kærleikurinn og sannleiksleitin drífur áfram þín skrif. Elskið syndarann en ekki syndina, eins og sagt var. Það er svo skuggalegt að þessi umrædda skautun sé svona mikil orðin, að fólk er hætt að styðja sig við skynsemi sína, og þetta er komið útí sorglegar deilur. Þessar eldhúsdagsumræður voru alveg prýðilegar. Ég taldi mig enn femínista og er það enn að því leytinu til að þegar konur hætta að vera hjarðdýr eiga þær til að standa sig betur en karlar.
Þannig tel ég nefnilega að konurnar í heiðninni hafi verið, í Íslendingasögunum til dæmis. Drifkraftur voru þær á bakvið hefnd og orðstír. Kristnir menn geta sagt það syndsamlegt, en það er þó að minnsta kosti heiðarleiki samkvæmt þeirri siðfræði sem byggt var á. Nútíminn er því miður að svíkja allskonar siðfræði.
Takk fyrir athugasemdina og frábæra pistla, Helga Dögg.
Ingólfur Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.