Framfarir í mengunarmálum og umhverfisvernd miðað við gamla tíma? Það fer tvennum sögum af því.

Áður en húsið okkar að Digranesheiði 8 var rifið og verkstæðið hans afa 2021 þá skrifaði ég ævisögu ömmu og afa, enda hvatti mamma mig til þess, og ég á handritið sem er óútgefið, kannski eftir að ljúka við fáeina kafla þó. Þegar ég tók viðtöl við mömmu og systkini hennar, nágranna og aðra sem gátu sagt sögur, þá lærði ég margt um fortíðina.

Margt er einnig þannig að ég upplifði það sjálfur.

Nú gengur hneykslunaralda mikil um samfélagið því fólk áttar sig á því að endurvinnsla mjólkurfernanna var ekki staðreynd heldur loforð sem voru svikin. Enda eru þær framleiddar á flókinn hátt. Plastfilma er innst, svo pappír og örfín plasthúðuð lithimna yzt. Síðan eru ýmsar erlendar fernur með álpappír í þessum marglaga umbúðum sem erfitt er að endurvinna af þeim sökum.

Það mun kosta 75 milljónir að koma þessum málum í betra horf stendur í meðfylgjandi frétt. Þó hefur staðið endurvinnslumerki á fernunum í fjölmörg ár.

Endurvinnsluhugmyndafræðin er eitt af stóru flaggskipum vinstristefnunnar og jafnaðarstefnunnar. Ef búið er að rústa trúnni á slíkt, þá er mannorð vinstrimanna laskað sem hafa komið inn samvizkubiti hjá þeim sem tala ekki fyrir slíku eða hegða sér þannig.

Nú hinsvegar er komið að því merkilegasta í þessum pistli mínum, en það er að rifja upp nokkur atriði úr fortíðinni og hvernig málum var háttað með umbúðir fyrir 30 til 40 árum, og enn fyrr, þegar foreldrar mínir ólust upp.

Ég man sjálfur eftir pappírnum sem amma notaði til að teikna á þegar ég var 5 ára og ég átti að fara í Digranesskóla árið eftir. Hún sá um að kenna mér að lesa, skrifa og reikna sjálf, einfalda samlagningu að minnsta kosti. Þetta hefur verið árið 1975.

Þannig var að fiskur var keyptur hjá fisksalanum á Álfhólsveginum og þau þekktu hann. Fiskurinn kom í pappír en ekki plasti. Það var tvöfaldur pappír oft utanum hann, og blautur sá sem var næst fisknum.

Á þeim árum og áratugina á undan var það regla frekar en undantekning að allskonar búðir væru með mjög stórar pappírsrúllur við búðarborðið á stálstöngum, og varningi pakkað þannig inn. Plastpokarnir urðu ekki algengir fyrr en seinna.

Svo var keypt hreint skyr í mjólkurbúðinni og því pakkað inn á sama hátt og amma setti það í glerkrukkur þangað til það kláraðist.

En ég man eftir því að allur nothæfur pappír var notaður og honum ekki hent nema nauðsynlegt væri.

Þannig var að hún skrifaði stafi á þennan pappír þegar ég var 5 ára, til að kenna mér stafina og lét mig gera það líka. Svo var hún að teikna og ég byrjaði að teikna þá, held ég.

Í dag eru plasumbúðir nánast allsstaðar.

Ég man líka að amma keypti kjötfars sem var vigtað og sett í þunnt og glært plast og svo pappír utanum. Grænmeti var haft laust í töskunni hennar.

Amma átti stóra leðurtösku sem var notuð til innkaupa. Kálhausar voru þar geymdir, ávextir og grænmeti og fleira.

Olíubílar komu með olíu áður en hitaveitan kom árið 1974. Auðvitað var hitaveitan til bóta, en í sögulegu samhengi er gott að hafa þetta með til að meta afturfarir og framfarir til jafns. En þegar kynt var með olíukyndingu var kalt vatn hitað í ofnunum með olíu og það var á hringrás í kerfinu.

Nýlega var heimildamynd í RÚV þar sem fram kom að örplastið sem komið er í allar lífverur og okkur mannfólkið ekki síður, það veldur sennilega mörgum sjúkdómum og styttir líf fólks talsvert, og gæti átt sök á kynáttunarvanda, ófrjósemi, og öðru.

Í kvöld í Kastljósinu var talað um að tækifæri væru í stöðunni til að minnka mengunina. Þessi frasi er útjaskaður og þreyttur.

Magnús Sigurðsson skrifaði góðan pistil um þetta nýlega. Ég er bara nýgræðingur miðað við hann. Hann komst að þeirri niðurstöðu að auðrónarnir græddu á að nota sem mest af umbúðum, og það má því miður taka undir það. "Auðrónar hagvaxtarins vilja síauknar umbúðir", skrifaði hann. Ekki er hægt að orða það betur. Auðrónar hagvaxtarins stjórna líka Samfylkingunni og Vinstri grænum, Pírötum, Sósíalistaflokknum og Viðreisn, enda er flóttamannaiðnaðurinn þeirra mikla gróðalind.

Áður fyrr gagnrýndu vinstrimenn og jafnaðarmenn kapítalistana. Nú sitja þeir báðum megin við borðið, og gagnrýni sú er innantóm.


mbl.is Sorpa biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þörf og góð upprifjun hjá þér Ingólfur, -þú ættir að klára bókina um þitt fólk, afa þinn og ömmu, og koma henni skjól þar sem hún glatast ekki. Það verða frásagnir af okkar samtíma sem þykja ómerkilegar hversdagleikans vegna sem verða verðmætastar fyrir fólkið framtíðinni, því samtíminn er því miður meira og minna lygi í medíunni. Þú ert nefnilega með þetta og ert að lýsa tíðaranda sem ég man vel og var mun umhverfisvænni en nokkur hugmynd að hringrásarhagkerfi nútímans.

Varðandi bernsku árin, en ég er sennilega um 10 árum eldri en þú, þá man ég mjólkurbúðina, þangað sem mamma sendi mig 4 ára snáðann með mjólkurbrúsann til að sækja mjólk. Maður bað um 1 litir, og ég man hvað það var flott að sjá mjólkina freyða um glerhvelfingu og renna um krana í brúsann.

Mjólkurbrúsar úr áli voru til á hverju heimili á Egilsstöðum, þeir voru í notkun þar til mjólkin kom í líters plastpokum svörtum að innan þá varð mjólkin með plastbragði heima og ekki undan því komist lengur að kaupa ísskáp, en fram að því hafði verið nóg að geyma sem þurfti til dagsins í skugga.

En endileg komdu bókinni þinni um lífið á dögum afa þíns og ömmu í Kópavoginum í örugga höfn.

Takk fyrir pistilinn. 

Magnús Sigurðsson, 7.6.2023 kl. 05:46

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér góða hvatningu Magnús, og innlegg í reynslubankann. Já svona athugasemdir bæta við frásögnina. Jú það er rétt að fólkið sem fæddist kringum aldamótin 1900 er frásagnarvert. Ég vona bara að útgefendur sýni þessu áhuga ef og þegar ég fæ kjarkinn að sýna þeim handritið.

Ingólfur Sigurðsson, 7.6.2023 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 103
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 610
  • Frá upphafi: 133048

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband