Endalausar stýrivaxtahækkanir sem bitna á venjulegu fólki, og ekki reynt að bæta aðra þætti eða leiðrétta

Það er eitthvað skrýtið við þessa stýrivaxtahækkunarþráhyggju Seðlabankastjóra, því maður hélt að stjórnkerfið ætti að vinna betur saman, og ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu átt að sjá verðbólguna fyrir af seðlaprentuninni í kófinu.

Ég veit að Bjarni Benediktsson er reyndur og hef haft mikið álit á honum sem fjármálaráðherra. En núna þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að benda á mistökin sem hann gerði í kófinu, að treysta sérfræðingunum en ekki eigin rökvísi, þá finnst manni að einhver eins og Sigmundur Davíð hefði frekar átt að vera fjármálaráðherra en hann.

Sérstaklega er þetta merkilegt þegar ljóst er að sprauturnar gegn Covid-19 gerðu ekkert gagn og kannski voru hættulegar. Af hverju má ekki gera Covid tímann upp hér á Íslandi fyrr en í öðrum löndum, já, sýna fordæmi eins og við gerðum í Hruninu 2008, þegar við vorum einna fyrst að rannsaka mistökin og læra af þeim? (Eða reyna það, telja okkur trú um það, öllu heldur)?


mbl.is Seðlabankinn með „skýr skilaboð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 49
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 552
  • Frá upphafi: 132124

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 444
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband