23.5.2023 | 16:39
Orðsifjar sem skýra orðið religion og hvernig vestrið hefur snúið baki við þeim gildum sem eru skilgreind sem trúarbrögð.
Dr. Helgi Pjeturss heimsfræðingur, jarðfræðingur og heimspekingur setti latnesku einkunnarorðin fyrir ritum sínum, "ultra religionem, non contra", sérstaklega því fyrsta (Nýall heitir fyrsta ritið, hin heita Viðnýall, Ennýall, osfv) þar sem þetta stóð á titilsíðu, og þýðir "yfir trúarbrögðin en ekki gegn þeim". Eða með öðrum orðum:"Vísindalegur skilningur á trúarbrögðunum, eða tilraun til að skýra trúarbrögðin vísindalega".
En hvað skyldi religion þýða á ensku, orðsifjalega? Orðið er komið úr heiðinni latnesku inní frönsku og ensku svo að segja óbreytt og þýðir ósköp svipað frá heiðnum tíma yfir í hinn kristna í gegnum aldirnar.
Virðing fyrir GUÐUNUM, er upphafleg merking, ekki einum guði. Einnig þýðir orðið virðing fyrir því sem er heilagt, samvizka, skynbragð á rétt og rangt, siðferðisskylda, ótti við guði og gyðjur, guðdómleg þjónusta, trúarbrögð, trú, dýrkunaraðferð, sértrúarhópur, lífskoðunarfélag, (költ), heilagleiki, helgislepja. Á 5. öld var orðið á latínu farið að þýða einlífi, munkalíf og nunnulíf. Latverjar og Rómverjar voru þekktir fyrir að nota sömu orðin í mjög mörgum merkingum og einstaklega lengi.
Sé litið enn aftar í þróunarsögu orðsins kemur í ljós að það er dregið af orðum sem merkja að binda saman, að fara í gegnum aftur, setja skyldu á, bönd milli guða og manna.
Á okkar tímum er þjóðfélagið fullkomlega trúlaust og siðlaust, miðað við skortinn á öllum þessum eiginleikum og dyggðum sem orðið trú og trúarbrögð á latínu þýddi í upphafi og í gegnum aldirnar jafnvel. Að leysa upp og valda siðrofi er opinbera trúboðið og stefnan, og að stefna í hið fullkomna stjórnleysi.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 41
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 544
- Frá upphafi: 132116
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæltu manna heilastur.
Guðjón E. Hreinberg, 23.5.2023 kl. 18:15
Takk fyrir Guðjón. Allskonar fín orð eru notuð í ræðum hjá ráðherr(f)unum, en hvort farið er eftir þeim...
Ingólfur Sigurðsson, 23.5.2023 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.