Flissað sem aldrei fyrr í Hörpu

Eins og sjást má á myndinni sem fylgir fréttinni er Katrín forsætisráðherra flissandi sem aldrei fyrr. Hún er meira að segja skellihlæjandi og aðrir leiðtogar með henni. Er það mikil samúð yfir mannslífunum sem tapast í Úkraínu, Rússar og Úkraínumenn? Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu fór fram nákvæmlega eftir vandlega æfðu og útfærðu skipulagi og ekkert sem kom á óvart, nema eitt, þetta atriði um að mannréttindi og umhverfisvernd ætti að skoða saman alltaf, ég er sammála því, en held að það verði samt erfitt í framkvæmd.

Já, þessi fundur er merkilegur fyrir Ísland, en Reykjavíkuryfirlýsingin svonefnda kann að innihalda fallegri og betri hluti en manneskjurnar standa fyrir sem skrifuðu undir. Hér var skrifað undir eitthvað sem þarf að gæta að betur í framtíðinni en er gert nú.

Ég hlustaði á kvöldfréttir, Kastljós og Ísland í dag í einni beit, útaf Hörpuráðstefnunni, og fáein atriði standa uppúr, sérstaklega það sem ekki passar við falleg loforðin og sjálfshólið þeirra.

Eitt stendur uppúr og æpandi þögnin á þeim tveimur sjónvarpsstöðvum sem eftir lifa á Íslandi í dag. Sprengingin í Khmelnitsky sem þeytti upp geislavirkum efnum sem Bretar sendu til Úkraínumanna í formi úraníumskothylka til að drepa Rússa var algjörlega þöguð í hel.

Ef gildi Vesturlanda eiga undir högg að sækja, eins og kom fram í máli Katrínar og Þórdísar Kolbrúnar og annarra, væri þá ekki ráð að spyrja sig hvort útópía eins og lýðræði, mannréttindi, jöfnuður og friður sé ekki eitthvað sem þarf að ræða betur hvort geti verið algild og undir stjórn ríkisstjórna, til dæmis á Vesturlöndum? Eða er hér um að ræða óframkvæmanlega útópíu, eins og það sem Sovétríkin byggðust á og hrundu út af að lokum?

En aftur að sprengingunni í Khmelnitsky. Um hana hefur verið fjallað í heimspressunni en mjög takmarkað, og reynt að draga í land með að skaði hafi verið eins mikill og í fyrstu var talið. Það er svo sem eðlilegt, því þetta setur Vesturlönd í vonda stöðu og stigmögnun stríðsins verður ljós, sem átti ekki að verða að veruleika var sagt í upphafi.

Þögnin í kringum þennan skelfilega atburð vekur upp spurningar:

Er það í alvöru þannig að fréttaveitur innan Úkraínu fjalli EKKI um þessa sprengingu, þannig að aðeins heimamenn viti þetta í bænum þar sem sprengingin varð? Úkraína er risastórt land og hægt að leyna fólki ýmsu sem gerist í fjarlægum landshlutum.

Er Úkraína opið og lýðræðislegt land ef fréttaflutningurinn er svona þar, einræðistilburðir í Selenskí miklir og augljósir, fréttir aðeins útvaldar sagðar?

Leiðtogarnir sem komu saman í Hörpu lifa í fortíð draumóra og hugsjóna og þess var gætt að fara ekki útí ljótustu staðreyndirnar í þessu stríði. Mynd er dregin upp fyrir almenning og leikrit sett á svið.

Í einni fréttinni á ensku las ég fréttaskýranda halda því fram að þetta gæti verið til marks um að Rússar ætli að beita enn grimmilegri aðferðum, og jafnvel nota vopn sem eru enn hættulegri, eða muni ekki hika við að valda enn meira tjóni í Úkraínu, til að knýja fram uppgjöf, reyna það.

Það má nefnilega vita að Rússar ætla ekki að tapa, og nota frekar gereyðingarvopn eða vopn sem valda umhverfistjóni með sýklum og eitri, þegar hermenn þeirra hafa fallið í stórum stíl og andúð er á stríðinu innanlands, skriðdrekum fækkar og hefðbundnum vopnum.

Ef Vesturlönd vilja stigmagna þetta uppí kjarnorkustríð, þá er ekki hægt að búast við því að Rússar gefist upp brosandi. Þá er eins hægt að búast við að þeir sendi kjarnorkuvopn af fullum krafti á Evrópu, Bandaríkin og fleiri staði.

Þeir hafa þó vonandi vit á því að gera það ekki fyrr en allt annað þrýtur, en þessi stigmögnun leiðir í þessa átt, og þeir sem áttu að heita spekingar í Kastljósinu voru miklu frekar eitthvað allt annað, áróðursmeistarar til dæmis og stríðsæsingafólk.

Útaf öllu þessu finnst fólki í ábyrgðarstöðum góð ástæða til að hlæja, skemmta sér og flissa.

Margt mætti fjalla um fleira. Orð Katrínar um mannréttindi passa ekki við haturslöggjöfina sem hún vill koma á, og orðin um að auka fjölmiðlafrelsi í heiminum virðast eiga við um fjölmiðla sem boða hálfan sannleikann, sannleika Katrínar, ekki sannleika Rússa.


mbl.is Tjónaskráin ánægjuleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist vera að klukkan hjá Forsætisráðherranum okkar hafi STOPPAÐ einhvern tíma þegar hún var í menntaskóla og þá hafi þroski hennar líka stoppað.  Því hún hagar sér og kemur fram eins og illa þroskuð  menntaskólastelpa og sama má segja um Utanríkisráðherra, þótt hún komist ekki með tærnar þar sem Forsætisráðherra hefur hælana.  Mér þykir þessi grein hjá þér alveg meiriháttar góð og umhugsunarvert hvert við erum að stefna og hvort stefna Forsætisráðherra sé sú að koma hér á fót EINRÆÐI...........

Jóhann Elíasson, 18.5.2023 kl. 09:13

2 Smámynd: Loncexter

Góð grein. 

Jóhann segir margt sem ég gæti tekið undir.

Loncexter, 18.5.2023 kl. 10:43

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið Jóhann. Það er margt í þessu sem er ekki huggulegt. En hvort það er einræði eða auðræði eða kommúnisma sem Davos liðið kemur á... 

Ingólfur Sigurðsson, 18.5.2023 kl. 10:46

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina Loncexter. Já nú höfum við fengið að kynnast erlendu valdi og hvernig það virkar. Það var fróðlegt.

Ingólfur Sigurðsson, 18.5.2023 kl. 10:57

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þú veist að ég er sammála þessu allflestu. Ég trúi þó ekki á mannréttindi kommúnista og SÞ, og vil frekar vestræn borgararéttindi sem eru mun traustari á ábyrgari. Hitt að þó við öll elskum umhverfið, þá er allur umhverfisáróður síðustu tuttugu ára nákvæmlega það; áróður. Það eru t.d. engar mælanlegar staðreyndir á bak við loftslags- og kolefnis spunana.

Allavega - vildi bara kasta á þig kveðju.

Guðjón E. Hreinberg, 18.5.2023 kl. 12:30

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir kveðjuna og innlitið Guðjón. En við erum líka báðir á því að það sé mjög til bóta þegar fólk er ekki sammála, eða nema í sumum málum.

En þó að ég trúi einhverjum prósentum af umhverfisræðum Davosliðsins þá er ég ekki eins viss um að aðferðirnar sem eru notaðar dugi.

Það er nefnilega hægt að nota sannleikann eða brot af honum tilað reyna að réttlæta myrkraverkin. Það held ég að sé í gangi.

Trausti Jónsson er ágætur. Á honum má skiljast að það séu líkindi til að mannkynið hafi áhrif á umhverfið, en svo stór orð notar hann yfirleitt ekki, heldur kemur með tölur. Úr þeim má lesa að erfitt er að fullyrða um þetta, sérstaklega þegar skoðaður er samanburður við fortíðina langt aftur í tímann.

Ingólfur Sigurðsson, 18.5.2023 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 132076

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband