Fallin pönkhetja heiðruð, ljóð frá 14. maí 2023.

Við vorum ekki skylduð tilað sýna undirgefni neinum,

eða tilað sýna útlent eða lært, kerfisbundið umburðarlyndi.

Skólinn var þrælakista sem ég strauk úr,

og mér var skítsama.

Við lærðum það ekki í skólunum

að ganga með bindi,

eða að taka upp fleiri reglur Evrópusambandsins,

eða losna við neinn kyndugan ama.

Þá var ekki sjálfgefið

að pían yrði manns þótt hún væri heit.

Sá Kópavogur sem ég ólst upp í

blómstraði og virti menn eins og þig, Stebbi geit.

 

Þá spruttu blómin í kringum mig sem mér þótti sjálfsögð

og kannski sá ég ekki glit þeirra allra.

Í bænum okkar voru svo margar perlur

sem nú er búið að rífa til grunna.

Við vissum það ekki þá

en við gengum í skóla sérvitringa snjallra.

Ég átti mína drauma sem dóu loksins,

enda ekki hægt að byrgja neina brunna.

Maður er farinn að fatta það núna

að blómin verða ekki fleiri svona merkileg í okkar reit.

En gamli Kópavogur um 1990

blómstraði og dýrkaði menn eins og þig, Stebbi geit.

 

Ég leiddi svosem ýmislegt hjá mér

einsog hvort þú værir meistari eða ekki.

Tók ekki afstöðu til þess,

en ég gladdist yfir fjölbreytninni og var stoltur af bæ af slíku tagi.

En maður hlýtur alltaf að virða þig fyrir það,

að þú tókst ekki á þig þeirra hlekki.

Og ef þú hafðir einhverja djöfla að draga... sem ég veit ekki um,

má benda á að sama á víst um alla aðra - svo hvað eða hver er að þeirra mati í lagi?

Þú gafst öllum hinum frelsi til að sprengja kvarðana, meistari,

og mér er sama hver er streit.

Bezti Kópavogurinn, hérna í denn

blómstraði og bjó til snillinga eins og þig, Stebbi geit.

 

En síðan komu aðrir tímar

þegar fræðingarnir fóru að flokka alla niður.

Þá voru búin til allskonar hugtök,

og gömlu dæmin um sjálfstæða Kópavoginn urðu fortíðarinnar flokkunarleysi.

Breytingar, og skilgreind framtíð og flokkuð í kerfi,

en ekki varð skárri sá friður.

Fólk varð svosem ríkara en Andskotinn, fyrir utan mig og mína,

en sjarminn fólst oft í hinu gamla hreysi.

Nú höfum við öll aðgang að því að breytast í vélar,

en kannski er ekkert eftirsóknarvert þaðsem einhver annar veit.

Landnemabærinn Kópavogur sem ég ólst upp í

blómstraði og framleiddi á færibandi kennara eins og þig, Stebbi geit.

 

Það væri ágætt ef maður bara gæti skilgreint það

hvað gerði bæinn okkar svona góðan á þeim tíma.

Við höfðum ekki milljón byggingar eða háhýsi endalaus,

eða milljónamæringa eða þéttingu byggðar.

Við vorum bara lyklabörn og völdum um pönk eða diskó,

og hver dagur var venjuleg sveitaglíma.

Það hvernig allt er orðið kapítalismanum að bráð

hlýtur að sparka manni beint til hryggðar.

Ég vil hverfa aftur til þess tíma, sakna fortíðarinnar,

þegar allt var einstakt og frúin mátti vera teit.

Ég vona að við reisum styttu til heiðurs þér og gerum meira tilað minnast fortíðarinnar,

en það er bezt að þakka þér fyrir allt og fyrir að hafa verið til, Stebbi geit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 132075

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband