Orðsifjar orðsins foreldrar í fleirtölu, karlkyni - eða foreldri í eintölu og hvorugkyni.

Þegar umræðan um kynhlutleysi orða spratt upp í vetur lét ég mér fátt um finnast, tók þessu eins og hverjum öðrum yfirborðsbreytingum sem fáir myndu hafa áhuga á og taldi að fáir myndu fara eftir slíku. Í síðustu viku heyrði ég þó eina fréttakonu á Stöð 2 eða Rúv segja eitthvað á þá leið að fyrst sagði hún foreldrar og vísaðu svo í orðið foreldra með "þau" en ekki "þeir" foreldrarnir eins og málhefðin segir að rétt sé að gera. Í þessu tilfelli spyr sig sá sem veit að foreldrar er fleirtöluorð og karlkynsorð: "Hvaða þau?" Jafnvel foreldrar af sama kyni eru þeir foreldrarnir ef farið er eftir íslenzkri málhefð, eða hvaða kyn sem fólk vill nota um sig.

Ég varð forvitinn og fór að grúska í orðabókum til að komast að þessu, af hverju til er hvorugkynsorðið foreldri, oft notað í eintölu um einstætt foreldri, en síðan tölum við alltaf um þá foreldrana í fleiritölu, og þótt oftast sé vísað í foreldra af báðum kynjum, konu og karl, enda getnaður samkvæmt náttúrunni miðaður við slíkt, þá er nútíminn orðinn flóknari og sambúðarformin.

Ásgeir Blöndal var höfundur einu orðsifjabókarinnar sem kom út um íslenzkt mál. Þar stendur að karlkynsfleirtöluorðið foreldrar sé myndað af fleirtölu og miðstigi lýsingarorðsins aldinn. Aldinn, eldri og elztur hefur það þá beygzt, en nú er notuð önnur beyging, gamall, eldri, elztur. Það minnir mig á það að ég er fullviss um það að góður - betri - beztur er samsláttur tveggja orða og beyginga. Annarsvegar góður - gæðri - gæztur og svo batur/bótur - betri - beztur.

Alveg eins og óður - æðri - æðztur hefur beygzt þannig, og Óður, maður Freyju kann að hafa verið sá göfugi, eða sú merking hafi geymzt í nafninu. Seinni tíma merking er neikvæðari, hömlulaus, trylltur, og þá beygist það óður - óðari - óðastur.

Samkvæmt Ásgeiri Blöndal er því orðið foreldri því orð yfir þau sem urðu fyrr eldri en afkvæmin, og er orðið mjög gegnsætt og skiljanlegt eins og íslenzk orð almennt eru með þessari ágætu skýringu. Þau foreldrin, þá sem hvorugkynsorð.

Til forna var til orðið forellri og forellrar. Þau orð gátu þýtt ætterni, forfeður. Orðsifjar þeirra orða tel ég að geti hafa verið aðrar. Orðið El sem er guðaheiti í mörgum fornum tungumálum og ekki sízt meðal semetískra fornþjóða, og sum heiti yfir Guð Biblíunnar byrja þannig, tel ég að þarna hafi haft áhrif, og myndað orðið forellri og forellrar. Þó má ekki gleyma því að ekki aðeins hebreskan notaði þetta orð El yfir guð sinn, Babýloníumenn einnig og fleiri.

Var eitt sinn til karlkynsorðið foraldinn? Var það orð yfir föður eða móður, annað foreldrið? Foreldrinn, sá sem er kannski afi eða sú sem er amma og forelzturinn sá sem er langafi eða sú sem er langamma.

Það er í anda hugmyndarinnar um að Guð sé elztur allra að hann sé forellri, eða "sá sem er á undan Guði", þótt sú skýring hljómi þversagnakennd, en þannig virðist orðið myndað. For + El + veri, þannig virðist þetta samsett. Hugmyndin um að Guð sé gamall maður með sítt og mikið skegg er eins gömul trúarbrögðunum, að því er virðist, og ekki skrýtið að hún hafi fylgt okkur lengi, því þannig er vissulega feðraveldið, sem reynsla er komin á frekar en mæðraveldið og kvennaveldið.

En upphaflega virðist orðið foreldrar og forellrar hafa þýtt forfeður löngu liðna, þannig að kannski vantar fleiri orð í þessa fjölskyldu orða.

Ég tel að mörg orð sem hljómuðu svipað hafi haft mismunandi merkingar sem nú eru týndar eins og ýmis afbrigði sem urðu til með stigbeygingum og höfðu mismunandi merkingar og urðu nafnorð, og því ekki verið sama kyns. En málfarslega virðast þær breytingar hafa gerzt áður en ritöld hófst, úr því að ekki er hægt að rekja breytingarnar í rituðu máli.

Það kallar svo aftur á enn frekari rannsóknir fræðinga á þessu sviði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 621
  • Frá upphafi: 132074

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband