Tónlist sem er krefjandi fyrir hlustandann, nú þegar poppstjörnurnar eru fleiri og minni, nóg er af fólki sem kann á hljóðfæri og hefur lært tónlist í tónlistarskólum

Ég er ekki mikið af sækjast eftir vinsældum í tónlistinni. Það er listrænn metnaður sem mér finnst skipta mestu máli og svo boðskapurinn, að segja fólki eitthvað sem skiptir máli.

Árið 2014 tók ég þá ákvörðun að ef ég myndi gefa út sólóplötur eða sólódiska til viðbótar þá yrðu opinberar útgáfur í anda demóupptakanna gömlu, þar sem aðeins eitt erindi er sungið en afgangurinn rappaður eða talaður eins og í ljóðalestri, og viðlögum sleppt, nema því fyrsta og síðasta.

Þetta er vegna þess að ég fékk nóg af endurtekningum á tónleikum á þessum árum. Ég varð þreyttur á því að syngja alltaf sömu lögin.

Ég fann upp þessa aðferð sjálfur 1983 til 1985 þegar ég var ekki búinn að læra á gítarinn, eða skemmtarann, hljómborðið, sem ég notaði. Ég samdi lögin um leið og ég tók þau upp. Ég var með textann fyrir framan mig, stillti á upptöku og byrjaði svo að semja lagið. Það þýddi að ég mundi ekki laglínuna sem ég samdi við fyrsta erindið, og lagið hélt áfram að breytast eftir því sem erindunum fjölgaði. Seinna gerði ég svo fleiri upptökur af lögunum sem ég hélt mest uppá. Þá notaði ég laglínu við fyrsta erindið fyrir öll hin erindin.

Árið 2014 fór ég að gera þetta viljandi, til að búa til nýjan stíl.

Það gerði ég til að dægurlög mín líktust meira synfóníum, sígildri tónlist.

Nútímahlustandi hefur lært tónlist. Miklu fleiri kunna á hljóðfæri, hafa lært að lesa nótur, semja sjálfir og syngja.

Þessi upptökutækni finnst mér gefa hlustandanum meira rými til að vera skapandi.

Með því að gera upptökuna ófullkomna geri ég hana fullkomna, gef ég fólki tækifæri til að gera betur, úr því að allir kunna á hljóðfæri og vilja verða poppstjörnur.

Aðeins á tónleikum hef ég því í hyggju að syngja öll erindin rétt.

Eftir stendur þó, að sum lögin eru þannig að ekki er hægt að syngja þau tvisvar eins fyrir mig. Þau voru spunnin fyrir framan hljóðnemann, og gripin sett síðar, jafnvel mörg og flókin. Þau lög eru gerð til þess að hljóma undarlega, ekki lagræn, eins og í þróaðasta nútímajazzinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.2.): 4
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 532
  • Frá upphafi: 135398

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 460
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband