9.5.2023 | 00:22
Vítahringur óttans, ljóð frá 25. október 2017.
Ef ég skyldi eina vilja,
andinn þyrfti að vera jafnt hinn sami.
Gott er þó að gleyma,
geta sett það niður.
Fari þær sinn furðuveg,
finnist þeim slíkt bót.
Ekki er andinn heima,
undarlegur friður.
Sál og sinni hylja,
síðan bara ami.
Girndir horfnar, gleði, fró,
geta drengið fengið nóg.
Ekki elska hót,
einhver misskilur treg.
Þannig mun ein þjóð svo hverfa,
þegar sálin engan notar hljóminn.
Ógert enn ég harma,
alla möguleika.
Býð ég faðminn eins og á
enn að gera frjáls?
Hún með hundrað arma
heima gerir veika.
Milli meðalkerfa
muntu hljóta dóminn.
Rómantíkin rýrnar því,
ræður gamalt pláss á ný.
Upphaf myrkvun máls,
muntu skilninginn fá?
Hættir við að elska eina,
eftir hikið, þetta sem þig letur.
Möskvi smánarsmár er,
smýgur enginn gegnum.
Enginn nógu góður gefst,
girnast sitt kyn nú.
Í lífi tíka tár er,
truflast helzt af veggnum.
Ei við ást því reyna,
ætíð harðnar vetur.
Vítahringur óttans er,
oft það sem nú hamlar þér.
Gleyma geði og trú,
glötun fólkið um vefst.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 69
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 773
- Frá upphafi: 145096
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 467
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.