Ekki annað sinn, ljóð 3. október 2017.

Ekki annað sinn,

ef sú hefur lifað nóg.

Grimmd er gjarnan mark,

að geta ei fundið samúð, nokkurn vott.

Að því stefna allir,

einnig þeir sem veita ró.

Góðum gefa spark,

gjammar rakkinn, hæðið sigurglott.

Fengu friðarhallir,

fór svo einnig möguleiki þinn.

 

Vítisveg hef þrætt;

veit nóg, engu gleymi í bráð.

Senda sögur heim

seggir, þannig lokast dyrnar Týs.

Atvik eyða hvata,

allt var það í bækur skráð.

Fylgja fantar þeim,

ferleg ógn í vonarhúsi rís.

Aldrei aftur rata,

allt það fyrir verður því ei bætt.

 

Visnar virðing, ást,

var öll ferðin til þess eins.

Eyðist verðmætt allt;

öll sú vinna fánýt, læra má.

Helzt vill halda á staðinn,

hefur ekki dugað borgun teins.

Líka losna skalt,

loksins tap og sneypu finnur sá.

Skil að magnast skaðinn,

skerðu niður, annars muntu þjást.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 84
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 127376

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 559
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband