Að stöðva aðstreymi púkanna til okkar með hjálp trúarbragðanna

Svo góður var pistillinn "Undir borginni" í dag að ég vil aðeins leggja út af honum, en þar er fjallað um vandamálin í bandarísku samfélagi og okkar samfélagi um leið.

Eitt af því sem stendur nútímanum fyrir þrifum og kirkjunni hér á okkar landi og víðar á Vesturlöndum er að prestar eru heftir af tízkubylgjum nútímans og mega helzt ekki nota þann orðaforða sem lýsa veruleika kristninnar bezt, sem sagt að tala um Djöfullinn, Helvíti, Himnaríki, engla, púka, andsetningar og annað slíkt, en heimsmynd kristninnar er þannig, og jafnvel þótt sumt af þessu sé ómótað eða lítt mótað í Biblíunni var búið að koma þessum hugtökum í þann farveg að börnin lærðu aga og kristilegan kærleika fyrr á öldum og fram á miðja tuttugustu öldina, aga sem nú er horfinn á braut mjög víða.

Ég hlýt að samþykkja að vopnaeign eykur hættuna á að vopn séu notuð.

En ástæðurnar fyrir "dauðastefnu óvinarins" eins og Rúnar nefnir þetta eru vísast til erfiðar viðfangs.

Ég verð að endurtaka hér athugasemd Guðmundar Arnar Ragnarssonar við pistli mínum frá 23. apríl síðastliðnum, þegar ég einmitt fjallaði um svona mál. Athugasemd hans er á skjön við pólitíska rétthugsun vinstriöfgaliðsins sem stjórnar næstum öllu í samfélaginu, og einmitt þessvegna er hún mikilvæg og kennir okkur sitthvað sem ungt fólk vill gleyma en eldri kynslóðir vissu.

"13. Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann þótt þú sláir hann með vendinum.

14. Þú slær hann að sönnu með vendinum, en frelsar líf hans frá Helju.

15. Son minn, þegar hjarta þitt verður viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu." Úr Biblíunni, Orðskviðirnir, 23.

Afmælisrit Vigdísar Finnbogadóttur kom út 1990, Yrkja, þegar hún varð sextug. Þar eru margvíslegar greinar um mörg málefni.

Þar á einum stað er ritað um uppeldi mjög fróðlega og þeirri firru er andmælt að börn eigi aldrei að mæta aga á heimili sínu.

Þar er fjallað um niðurstöður rannsókna á hverskonar uppeldi skilar af sér beztu börnunum.

1) Börn frá heimilum sem hvorki fengu aga né ástúð leiddust flest útí afbrot og dópneyzlu.

2) Börn frá heimilum sem fengu líkamlegar refsingar eða voru beitt ofbeldi en fengu þó ákveðna ástúð stundum þar á milli leiddust færri útí dópneyzlu og afbrot en þau sem komu frá agalausu heimilunum þar sem foreldrum var sama um börn sín og látið var undan öllum dillum og duttlungum.

3) Þau börn sýndu mestar framfarir og stóðu sig bezt sem fengu skýrar reglur, harðan aga og nóg að vinna, en fengu þó að tjá sig.

 

Þessi rannsókn er svo merkileg að hún ætti að vera á minnismiðum á ísskápum á heimilum eða samskonar speki.

Þessi niðurstaða á uppeldi barna til dæmis setur þá kenningu í uppnám að rétt sé að láta eftir öllum hinseginduttlungum. Einnig sýnir hún að reglur Biblíunnar gætu verið hollari börnum en agaleysi og að afsaka allt með mannúð og mannréttindum.

Allt sem gert er í samfélaginu gefur skilaboð til allra. Þannig er það nú að þegar húðflúr er leyft, götun og ísetning aukahluta til skrauts eða annars, þá er heilagleiki mannslíkamans fyrir bí, sem "musteri heilags anda", eins og góðir kristnir menn nefna þetta og ég held að standi í Biblíunni.

Þannig finnst mér augljóst að í samfélagi þar sem húðflúr er ekki bannað með lögum þá myndast öðruvísi hópefli og öðruvísi andi í samfélaginu en þar sem það er bannað.

Andi mannsins er syndugur. Aðstreymi púkanna sem koma frá Helvíti er stöðugt, og einungis með því að fylgja Biblíunni eða öðrum heilögum trúarritum eins og Snorra Eddu eða Sæmundar Eddu er hægt að stöðva þetta aðstreymi púkanna til okkar mannanna.

Það er mjög brýnt að farið sé eftir reglum sem virkuðu og að samfélagið sé eins og það var áður, til dæmis um 1950, en ekki einsog það er nú.

Frankfurt skólinn og samfélagsverkfræði kommúnista og jafnaðarmanna, femínista og annarra öfgahópa er allt komið frá Helvíti og Satan. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá, upplausninni og sársaukanum, sjálfsmorðunum og óhamingjunni.

Ég tek undir mannbætandi boðskap Rúnars, en ég vil bæta því við að nauðsynlegt er að fara dýpra en í byssueign, Hollywoodmenningu, ofbeldiskvikmyndir og slíkt. Það þarf að endurvekja hefðir, siði og gildi frá 1950, en losa sig við ósómann frá femínistum og öðrum öfgaöflum. Það þýðir að færa kirkjuna aftur í hefðbundinn búning líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Trúarbrögð byggja á einhverju rituali sem fer eftir settum reglum.

Trúarbrögð hjálpa engum.

Kristindómur er ekki hluti af trúarbrögðunum.

Fermingarkverið til margra ár lýsir því hvað Kristindómur er:

Það er LÍF MEÐ JESÚ KRISTI.

--------

Biblían varar við húðflúri í 3. Mósebók 19:28.

Þar segir segir: Og þér skuluð eigi skera skurði í hold yðar fyrir sakir dauðs manns, né heldur gjöra hörundsflúr á yður. Ég er Jehóva.

Þótt tíðarandinn í samfélaginu samþykkir eitthvað slíkt, þá er það synd í augum Guðs jafnvel þótt prestarnir samþyki það.

Biblían varar menn við, sem eru að íhuga að fá sér húðflúr á líkamann. En líka mörgu öðru. Og segir:

Laun syndarinnar er dauði.

En hvað með fólk sem þannig hefur syndgað gegn eigin líkama og vill nú iðrast og gefast Guði?

Þrátt fyrir allt eru ekki öll sund lokuð fyrir þessu fólki.

Við mennirnir eigum okkur útgönguleið frá glötun vegna hinnar miklu náðar og miskunnar Guðs sem hann sýndi okkur þegar hann sendi okkur sinn eingetinn son Jesú Krist.

Ef við þiggjum réttlætinguna frá honum í trú, bjargar hann okkur frá eilífri glötun.

Hann gerir það með því að taka á sig syndir okkar þegar við gerum iðrun og snúum okkur frá okkar vondu vegum

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.5.2023 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 92
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 127384

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband