6.5.2023 | 00:21
Raunveruleg stefnubreyting hjá Svíum loksins
Það var fyrirsjáanlegt að Svíar myndu herða reglur sínar í innflytjendamálum. Hér á Íslandi eru margir sem hafa talað fyrir þannig stefnu og verið kallaðir rasistar, eins og það sé eitthvað til að skammast sín fyrir. Það orð þýðir jafn margt og þeir sem nota það um sig eða aðra. Að stimpla aðra fyrir skoðanir er svipað og að stimpla útaf útliti. Að vilja vernda menningu eins og Miðflokkurinn vill gera, það vilja líka íslenzk stjórnvöld, Framsókn, Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn. Þetta mál er flókið en ekki einfalt.
Bandaríkin eiga lengsta sögu í þessum málum. Það þjóðfélag samanstendur af mörgum þjóðabrotum. Evrópa var langt fram á 20. öldina með fremur einsleitar þjóðir miðað við fjölmenningarsamfélag eins og Bandaríkin. Nú keppast allir eða flestir við að herma eftir Bandaríkjunum. Á yfirborðinu að minnsta kosti, en almenningur er ýmiskonar og ekki þar allir á sömu skoðun.
Rúnar Kristjánsson er einn af þeim bloggurum sem hafa sýnt hina hliðina á Bandaríkjunum, skuggahliðina. Þeir pistlar eru mjög fróðlegir og sannir og ættu allir að kynna sér þá.
Það er skemmst frá því að segja án þess að fjölyrða mikið um þetta að sambúð ólíkra hópa í Bandaríkjunum gengur ennþá brösuglega. Hversvegna ættu þá Evrópuþjóðirnar að sækjast eftir slíku með misviturri stefnu ESB? Af hverju ættu þjóðirnar ekki að leyfa sér að vera rasískar, en reyna þó að vera í samvinnu og samfloti við aðrar þjóðir eins og hægt er?
Hver segir að No Borders stefna George Sorosar eða annarra sé hin eina rétta?
Svíþjóðardemókratar voru aldrei öfgaflokkur, heldur sannur miðjuflokkur í ólgusjó hræðilegra vinstriöfgaflokka, sem ennþá ráða of miklu í Svíþjóð, og jafnaðaröfgaflokka, ég held því fram að þeir séu til.
Kapítalistar, jafnaðarmenn, græningjar og kommúnistar, píratar, húmanistar eða aðrir eru enn jafn þrjózkir og áður. Að Svíþjóðardemókratar skuli vera teknir í hópinn og samskonar stjórnmálamenn í öðrum löndum er ekki vegna þess að þrjózka hinna hafi minnkað, heldur vegna þess að það er nauðsynlegt, vegna þess að Svíþjóðardemókratar segja sannleikann, og önnur skoðanasystkini þeirra útum allan heim.
Svíar herða reglur um ríkisborgararétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 102
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 767
- Frá upphafi: 127394
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 570
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.