26.4.2023 | 02:12
Eru Færeyingar góð fyrirmynd fyrir íslenzk stjórnvöld í Rússamálinu?
Aðkoma Rússa að stríðinu í Súdan ratar ekki mikið í fjölmiðla hér á landi, en þó var tæpt á þessu í Stöð 2 fyrir fáeinum dögum eða RÚV. Það var sem sagt á annarrihvorri stöðinni að Wagnerherliðar Rússlands hafi séð þeim fyrir þungavopnum sem eru í RSF uppreisnarliðinu. Síðan munu Rússar vera að auka áhrif sín á svæðinu og sækjast eftir auðlindum, samkvæmt CNN að minnsta kosti. Í þeirri frétt er þó sagt að Rússar séu alls ekki að skipta sér af Súdanátökunum, fyrir utan vopnasendingar.
Þetta vekur enn furðu, og er í mótsögn við RÚV fréttir um að Rússar séu að verða uppiskroppa með vopn og geti ekki séð öðrum fyrir þeim.
Haft var eftir Antony Blinken að þeir ættu að semja vopnahlé því þetta væri sóun á mannslífum. Undarlegt er það að sjaldan eða aldrei koma slíkar setningar um Úkraínustríðið, að það sé sóun á mannslífum og að þar ætti að semja um frið. Segir kannski ýmislegt um að þær kenningar séu sannar að um staðgengilsstríð sé að ræða og sekt Vesturlanda augljós.
Ef það er rétt sem sumir halda fram að Úkraínumenn muni tapa þrátt fyrir allan þennan stuðning og að BRICS þjóðirnar munu taka fram úr Vesturlöndum svo mjög að Norðurlandaþjóðirnar muni iðrast þess að taka þessa stefnu, þá ættu Íslendingar frekar að taka Færeyinga sér til fyrirmyndar en önnur Norðurlönd, í því að standa ekki gegn Rússum heldur velja hlutlausari leið.
Segir átökin geta breiðst út fyrir landamærin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 79
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 127293
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 488
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá einhversstaðar að kaninn er að fara að gera sig breiðan í Súdan.
Þetta er WW3.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.4.2023 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.