Burtséð frá hvaða landi maðurinn var ættaður sem var drepinn með þessum hryllilega hætti verður þetta að teljast ógnvænlegur atburður á alla mælikvarða. Fram að þessu hefur okkar þjóð talið að svona dráp tengist mjög sérstökum kringumstæðum, eiturlyfjaneyzlu, klíkum, geðveiki eða ofsareiði, eða skipulagðri glæpastarfsemi.
Það sem er nýtt við þetta ef maður skilur fréttirnar rétt er að venjulegir unglingar og þessi maður sem voru í deilum sem yfirleitt enda ekki svona frömdu verknaðinn! Það hlýtur að vera sérlega skelfilegt. Ein stelpa og þrír strákar, eða ein kona og þrír karlmenn, samkvæmt fréttum á Stöð 2.
Þetta minnir einna mest á fréttirnar um ofbeldisverkin sem unglingar taka uppá síma, og eru hluti af þeirra menningu, eða sumra, samkvæmt fréttum síðastliðna mánuði. Nema hér hefur allt farið úr böndunum og eitthvað gerzt sem enginn bjóst við.
Það er tvennt í þessu sem stendur uppúr. Í fyrsta lagi, hvernig er unglingamenningin orðin í landinu og kannski í öllum hinum vestræna heimi, því manni skilst að þessi Tiktok menning, eða svona árásir sé alþjóðlegt fyrirbæri, og í öðru lagi vaknar spurningin um það hvort þetta sé endanlegt skipbrot þeirrar hugmyndafræði sem ráðherrar landsins og aðrir vilja fullyrða að sé í fullu gildi, að fjölmenningin sé ekki ávísun á vandræði, eins og í öðrum löndum. Spurningar hljóta að vakna og það er víst að þetta er skelfileg þróun, miðað við mörg alvarleg manndráp núna á síðastliðnum árum og meiri hörku hjá ungu fólki. Án þess að þjóðerni hafi endilega skipt máli í þessu tiviki, er þó hægt að segja að svona atvik tengjast einhverri stigmögnun að undanförnu sem tengist samfélagsmiðlum.
Pólverjar hafa staðið sig mjög vel á Íslandi og eru algjörlega til fyrirmyndar, hafa farið inní störf víða sem innfæddir Íslendingar hafa því miður sinnt minna og minna. Samt þekkir maður ekki hvað er að gerast inni á samfélagsmiðlum hjá unglingum nútímans. Margt bendir til þess að full ástæða sé til að eitthvað hafi farið úrskeiðis í samfélaginu öllu meira en lítið, en kannski er þetta bara alþjóðleg þróun, það kann að vera.
Var þetta manndráp af gáleysi? Ennþá hefur fátt verið upplýst. Maður skilur betur það fólk sem vill banna snjallsímanotkun barna, eins og nýleg frétt fjallar um, ef kringumstæður þessa voðaverks eru athugaðar, sem virðast vera.
Svo mikið er víst að svona atburður verður ekki í tómarúmi, og ekki er hægt að koma í veg fyrir svona ef afneitun á sér stað í samfélaginu á þróun sem er í gangi. Þetta tengist áreiðanlega fréttum af svipuðum árásum.
Þeir handteknu eru Íslendingar undir tvítugu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Eins manns rusl er annarra manna fjársjóðskista
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 46
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 460
- Frá upphafi: 132517
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
13 Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum.
14 Þú slær hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju.
15 Son minn, þegar hjarta þitt verður viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu, Orðskv. 23.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 23.4.2023 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.