Það eru oft trúarskoðanir og viðhorf manna sem móta sýn þeirra á fornminjar, fornleifar og fortíðina

Í lesbók Morgunblaðsins frá 8. maí 1993 rakst ég á greinina "Hofminjar". Þar kemur fram að um 300 heiðin kuml höfðu fundizt á landinu á þeim tíma, og fjölmargar fornar tóftir sagðar vera hof eða hörgar.

Eitt af því sem mér fannst alrangt í bók Þorvaldar Friðrikssonar "Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu" var að þar skrifaði hann á þá leið að goðar hafi fyrst og fremst verið veraldlegir höfðingjar því hann telur að fornleifafræðingar hafi ekki getað staðfest tilvist hofa með rannsóknum. Þó telja fræðimenn almennt nokkuð víst að hörgar og hof hafi verið eins og kirkjur kristinna manna, helgistaðir heilagir trúarinnar meðal Ásatrúarmanna. Margt í bók Þorvaldar Friðrikssonar flokkast því undir óskhyggjusagnfræði, að laga heimildir að kristnum trúarhugmyndum eða kenningum sem settar eru fram.

Norskar stafkirkjur eru allt að áratuga eldri en talið var samkvæmt mjög nýrri frétt fornleifafræðinga og annarra fræðimanna. Ekki aðeins það, heldur eru stafkirkjur taldar hafa verið hof þess tíma og hreinlega skipt um hlutverk af þeim fræðimönnum sem bezt vita og hafa útskýrt þetta. Eins og Einar Pálsson, sem mest mark er takandi á varðandi ýmislegt um forn fræði þá spratt hin kristna hefð úr heiðinni hefð á eiginlega öllum sviðum, og erlendir fræðimenn eru sammála þessu sem hafa fjallað um drúízku og önnur heiðin trúarbrögð í samanburði við kristnina og kristnitökuna.

Hörgarnir voru byggðir úr steinum.

Hof úr timbri voru brennd við kristnitökuna og heiðnar líkneskjur af goðunum. Hörgum var steypt í sjó fram og hofin brennd, eins og stendur einhversstaðar. Aðferð fortíðarinnar var að útrýma, drepa og eyðileggja til að rýma til.

Hér er ágæt lýsing úr grein eftir Einar Pálsson í sömu lesbók frá 8. maí 1993:

"Merkir orðið (hof eða templum) í öndverðu það svæði himins sem prestar (seiðmenn heiðninnar) notuðu til spásagna. Síðan fær orðið merkingu hins jarðneska helgistaðar sem helgaður var guðum og merkti jarðneska endurspeglun á himni."

Af þessu má sjá að heiðnir menn voru einnig andlega þenkjandi og miklir spekingar.

Trúarlíf fornra og heiðinna Íslendinga var mikið og stórkostlegt. Með því að endurvekja það er hægt að komast útúr krísum nútímans. Allar upplýsingar um þetta eru verðmætar sem eru upprunalegar.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir hefur orðið minn uppáhaldsbloggari um andleg mál núna eftir að Guðjón Hreinberg er kominn í frí og hefur skrifað lítið uppá síðkastið.

Í nýjasta pistli hennar eru atriði sem ég vil leiðrétta. Auga Horusar er gott og það er staðreynd og mikilvægi þess að opna það.

En hún skrifar á þá leið að með líkamlegu augunum hafi fólk aðeins sýn til tímabundinna og forgengilegra hluta en með auga Horusar sé hægt að sjá eilífa hluti eins og Guð, engla, Sannleikann og sögulegar staðreyndir sem hafa gerzt.

Það er mjög gott að einhver fjalli um þetta.

Hinsvegar, við eigum öll okkar verndara og fylgiverur og leiðbeinendur. Það er mín reynsla að miðlar séu eins misjafnir og þeir eru margir. Þessir andlegu fræðarar hafa nefnilega líka skoðanir og viðhorf eins og við sjálf, nema þeir séu svo hátt upp hafnir að þeir séu komnir yfir allt slíkt, sem er nú sjaldgæft. Þannig að fullyrða má með sanni að upplýsingar sem sannarlega berast að handan eða úr öðrum heimum séu misjafnar eins og þær sem koma úr okkar heimum. Á sumum er mark takandi en öðrum ekki.

Einnig er það svo að manneskja á jörðinni sem hefur ákveðnar skoðanir hleypir oft ekki að sér andlegum leiðbeinanda sem hefur mjög ólíkar skoðanir hennar eigin. Þannig má segja að kristinn miðill sé líklegri til að miðla þannig upplýsingum og heiðinn miðill sé líklegri til að miðla heiðnum upplýsingum.

En það eru til frávik, en þessi meginregla gildir allmikið og oft.

En um Papana og hvort þeir voru eins margir og hún heldur fram og hvort við landnám hafi verið framin stórfelld fjöldamorð, um það má segja að það sé sennilegt, en tölur hennar finnst mér óvenjulega háar og ef það er rétt ætti fornleifafræðin að geta hjálpað.

Við fáum sambönd við samhliða alheima með andlegum hæfileikum. Þar er um að ræða mannkynssögur sem voru öðruvísi en okkar, en stundum voru þær nauðalíkar og næstum alveg eins. Við getum tekið þeim hliðarmannkynssögum sem heilögum sannleika, en svo þarf ekki alltaf að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 123
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 594
  • Frá upphafi: 132669

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 447
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband