14.4.2023 | 12:17
Pútín og Selenskí eru stjórnmálamenn fortíðarinnar - úrelt fyrirbæri eins og aðrir stríðsherrar.
Ég nota hér orðið stríðsherra yfir bæði kynin, í ljósi þess að farið er að kalla kvenkyns stjórnmálamenn herra í samsetta orðinu "ráðherra". Stríðsherra eigum við hér á Íslandi, og þeir eru ekki síður kvenkyns en karlkyns.
Í þessari uggvænlegu frétt sem ætti að fara víða og sýnir fáránleika þessa stríðs og skelfileika kemur fram að hvorki Selenskí né Pútín hirða um grundvallaröryggismál eins og að þetta kjarnorkuver sé látið í friði og umhverfi þess. Nú gengur það fyrir einni vararafmagnslínu þar sem aukarafmagnslínan hefur verið ónýt síðan 1. marz síðastliðinn! Þetta er yfirgengilegt ábyrgðarleysi og heimska hjá öllum sem standa að þessu og bera Rússar þyngstu ábyrgðina! Þar á bæ eru menn orðnir gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann og þannig eru Úkraínumenn einnig sem ekki hafa þetta forgangsmál, að tryggja svæðinu öryggi.
Sú hugmynd kom fram hjá Pútín að loka kjarnorkuverinu á þessum stríðstímum. Af hverju er ekki búið að gera það?
Enginn veit hversvegna tvær jarðsprengjur sprungu í vikunni þarna! Átta menn sig ekki á að springi kjarnorkuverið, það stærsta í Evrópu, hefur það áhrif útum allan heim? Jafnvel gæti stríðinu orðið sjálfhætt, því afleiðingarnar á Rússland yrðu hrikalegar, Pútín yrði steypt í hvelli, og nú er hvort sem er farið að styttast í það, því reiðin í hernum er mikil yfir mannfallinu, og reiðin í Rússum almennt yfir lélegu gengi í stríðinu og ógurlegu mannfallinu.
Gömul hugmyndafræði er að ganga úr sér endanlega í þessu stríði, að staðbundnir hagsmunir gangi fyrir alþjóðlegum hagsmunum.
Selenskí er eins og Vesturlönd, þar verður nákvæmlega engu viti komið við, heldur barizt á meðan einhver er lifandi.
Ef þetta kjarnorkuver springur efast ég stórlega um að Úkraína eða Rússland eigi nokkrar sigurlíkur í neinum skilningi þess orðs. Það er auðvitað hægt að berjast eins og fáviti fyrir töpuðum málstað næstum endalaust og fórna því sem eftir er af landi og fólki - en til hvers?
Úkraína sigrar ekki með allt land sitt fullt af geislavirkni þannig að útlönd vilja ekki kaupa matinn af þeim. Rússland sigrar ekki þegar það sama hefur gerzt, þetta er of nálægt þeim, eyðilegging þessa kjarnorkuvers mundi hafa afgerandi afleiðingar í þá átt að rústa Rússlandi, sem hefur orðið fyrir nægum skaða nú þegar af þessu stríði.
Einræðisherrar framtíðarinnar og aðrir stjórnmálamenn verða að hafa hagsmuni allra jarðarbúa í forgangi, annars eru þeir úreltir og mega ekki vera við völd.
Sprengingar við kjarnorkuver valda miklum áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 80
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 739
- Frá upphafi: 127282
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 552
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað hefur þú á réttu að standa, en hefurðu hugleitt hvort einhverjir gætu ekki vel við unað ef stórir hlutar Evrópu væru rústir og geislavirk auðn?
Jónatan Karlsson, 14.4.2023 kl. 14:04
Jú, það er mögulegt. Varla Kínverjar þó, þeir eru of nálægt. Bandaríkjamenn? Vona ekki. Tel að engum sé hagur í slíkum hryllingi.
Ingólfur Sigurðsson, 14.4.2023 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.