Ef Kárahnjúkar hefðu aldrei verið virkjaðir...

Það eru gömlu og endursýndu þættirnir úr Rúv sem eru einstakir og perlur. Í gær var sýndur einn slíkur þáttur frá 1997, sem Ómar Ragnarsson gerði um Kárahnjúka, Jökulsá og allar þær perlur. Merkilegt að sjá þetta á þeim tíma ósnortið, og þó var fólkið á þeim tíma byrjað að tala um mögulega virkjun, en það var ekki tekið í mál á þeim tíma af heimamönnum.

Auðvelt hefði verið að búa til James Bond mynd og láta mest spennandi kaflana gerast í hrikalegum gljúfrunum þarna, áður en vatnið fyllti þau.

Afabróðir minn sem kenndi mér bragfræðireglurnar, Ingvar Agnarsson var mikill náttúruunnandi. Hann ferðaðist mikið um landið og skrifaði ferðabækur sem ekki hafa verið gefnar út og tók fjölmargar myndir af landinu. Einnig var hann málari og skáld, og nokkrar myndlistarsýningar hélt hann í Eden í Hveragerði og víðar, held ég.

Því miður lærði ég ekki af honum öll örnefnin sem hann kunni. Ég held að ég hafi ekki lært eitt einasta örnefni af honum, nema nokkur fjöll kannski. Nokkrum sinnum var hann bílstjóri þegar Nýalssinnar héldu fund á Þingvöllum, og hann gat nefnt næstum hverja einustu þúfu á leiðinni, og fjöllin, bæina, dali og fleira.

Eitt sinn þegar ég ferðaðist með pabba og fjölskyldu kvartaði hann yfir því að ég hefði engan áhuga á landslaginu og vildi ekki læra nein nöfn eða örnefni, að ég hefði verið niðursokkinn í teiknimyndasögur alla leiðina! Það voru víst engar ýkjur hjá honum.

En ég dáðist að þeim sem kunnu öll þessi örnefni og heiti, en mér fannst of mikið að læra þetta, tengdi ekki við þetta, því fyrir mér leit þetta allt eins út.

Mikið rof hefur orðið í menningunni. Ungu krakkarnir kunna varla íslenzk orðtæki, nema fáeinir sem eru þannig þenkjandi að vilja nema af eldri kynslóðum. Auk þess hefur maður frétt að landsbyggðin sé orðin full af enskumælandi túristum og innflytjendum frá öðrum löndum. Nei, það verður víst ekki aftur snúið, að því er virðist með okkar menningu.

Árið 2004 gerði ég lög og texta um Kárahnjúkavirkjun. Það voru fleiri en 100 lög og textar, í apríl 2004 og eitthvað tekið upp, en þó aðeins í demói, sem prufuupptökur til að varðveita tónsmíðir, því ekki kann ég nótur almennilega.

Ég gerði nú þetta einungis í einum tilgangi, til að fylgja eftir tveimur plötum frá árinu á undan, "Jafnréttið er framtíðin" (2003) og "Við eigum að samstillast öll" (2003). En þetta var ekki gefið út. Næsta plata sem kom út eftir mig var "Ísland skal aría griðland" (2009).

Í raun eru þetta ekki merkilegar tónsmíðar eða ljóð, því ég hafði ekki ferðazt um þetta svæði, og þetta er ort úr tilgerð og fjarlægð borgarbarnsins, sem þó hefur fjarlægan áhuga á náttúruvernd. Þó eru fáein lög grípandi, það er allt og sumt sem er merkilegt við þetta verkefni, sem var áhugavert að nokkru leyti.

En ég heillaðist mjög af áróðrinum hjá Vinstri grænum og fleirum sem um þetta fjölluðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 128
  • Sl. sólarhring: 153
  • Sl. viku: 792
  • Frá upphafi: 130377

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband