Sú staða er upp komin að Vinstri grænir gætu þurft að styðja endurkomu hersins til Keflavíkur (Reykjanesbæjar) ef svo fer fram sem horfir. Vinstri grænir eru komnir óraveg frá upphaflegri stefnu sinni.

Samkvæmt þessari frétt stendur Ísland nú frammi fyrir hernaðarógn frá Rússum. Þetta er haft eftir Nick Childs, brezkum varnarmálasérfræðingi.

Felst ekki í þeim orðum að stuðningur ríkisstjórnarinnar við Úkraínu sé ástæðan fyrir því, og skorturinn á hlutleysinu í þessum hernaði, þessu hörmulega stríði?

Gunnar Rögnvaldsson hefur lýst þessu betur en flestir, hvernig fréttaflutningur í okkar menningarheimi hefur afsannað sjálfan sig og gildi sitt. Í öðru orðinu er sagt að Rússar séu að tapa og síðan í hinu orðinu að allur heimurinn nánast þurfi að vígbúast bara útaf þeim einum! Þetta er hin fullkomna þversögn.

Nick Childs telur þörf á að endurvekja herstöðina í Keflavík (Reykjanesbæ). Arnór Sigurjónsson og fleiri hernaðarsinnar fá þarna stuðning frá þessum Breta.

Fyrrum friðarsinnar í Vinstri grænum taka nú höndum saman með Íhaldinu í hernaðarhyggjunni.

Þórdís Kolbrún segir að fordæmi verði að skapa að svona árásarstríð verði ekki liðin.

Þó eru margir sem sjá í gegnum það.

Nefnilega: Ef femínískt ríki og jafnaðarstefnufasískt myndi gera árás á annað ríki, sérstaklega pútínskt eða í andstöðu við helstefnu Vesturlanda, þá yrði það kannski stutt eða litið í hina áttina.

Þetta er allt svo fullkominn tvískinnungur og hræsni og allir vita það og flestum er sama.

Ástæðan er sú að 99% af Íslendingum og kannski mannkyninu hlýða félagslegum reglum í samvizkuleysi sínu. Það þýðir að fólk fylgir fjöldanum. Hugsað er einn dag fram í tímann. Allir vita að þessi ganga er gangan til glötunar, en kjötbitinn á prikinu sem nægir til næsta dags skiptir meira máli en framtíðarspár fram í næstu viku eða næstu ár. Þannig láta allir stjórnast af stundarhagsmunum.

Þeir sem eiga mannkynið og stjórna því vita það. Þeirra er ábyrgðin en einnig fíflanna sem vita betur í raun innst inni.

Var þá allur friðarboðskapur vinstrimanna í gegnum áratugina froðan ein og innihaldslaus fyrst Vinstri grænir hafa hafnað honum núna eða lifa ekki samkvæmt honum, eða ekki forysta flokksins?

Ef bara sumir hafa leyfi til að fremja glæpi gegn mannkyninu er víst rétt að leyfa öllum það og fordæma ekki bara suma fyrir það.

Það vita allir að keisarinn er nakinn. Ekki þar fyrir að nokkurt mark sé tekið á þeim sem blaðra um það, en það er þá aðeins til að reyna að halda í þá örlitlu geðheilsu sem er eftir til að halda í, til að missa ekki alveg raunveruleikaskynið og dómgreindina.

Auðrónar heimsins eru fyrir löngu komnir svo langt út fyrir allt siðlegt og réttlætanlegt að ljósárin skilja að sauðina og úlfana. Sauðirnir eru markaðir og jarma, og úlfarnir fá engan dóm, enda ráða þeir dómskerfinu.

Selenskí, Pútín, Biden og aðrir leiðtogar eru jafn sekir stríðshaukar. En þeir eru þó aðeins taflmenn sem láta stjórnast. Ef þeir stjórnuðu sér myndu þeir stíga útúr slíkum hlutverkum og iðka frið og gefa skít í skömm og heiður stríðsins.

Úkraínustríðið hefur sannað það í eitt skipti fyrir öll að Jóhannes Björn Lúðvíksson samfélagsrýnir og stórsnillingur hafði 100% rétt fyrir sér. Öll atburðarásin í Úkraínustríðinu hefur sannað það, eins og þegar glæra er lögð yfir á myndvarpa sem sýnir eitthvað fullkomlega skýrt.

Enn fremur geta allir vitað það með vissu að útskýringar á allri mannkynssögunni eru uppspuni og skáldskapur, og fortíð mannkynsins og jarðarinnar allt önnur en opinberlega er haldið eða útskýrt.


mbl.is Vægi norðurflotans eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég held að þetta sé nokkuð góð greining hjá þér Ingólfur, og alltaf finnst manni koma til þess þegar Jóhannesar Björns er minnst. Hann var mikill sjáandi.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2023 kl. 07:03

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Stefna sem breytist eftir því hvernig vindar blása er ekki mikils virði"........

Jóhann Elíasson, 7.4.2023 kl. 12:15

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sælir félagar.

Það er svo margt í nútímanum sem passar ekki við opinberar lýsingar. Spákonur á Útvarpi Sögu hafa um hver áramót í 4 ár eða meira spáð því að stjórnin myndi springa. Hvað hjálpar þeim að halda stjórninni saman?

Ingólfur Sigurðsson, 7.4.2023 kl. 12:22

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vildi að  ég hefði svar við þessu Ingólfur.

GLEÐILEGA PÁSKA.

Jóhann Elíasson, 7.4.2023 kl. 12:55

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já Ingólfur, Þú kannt svo sannarlega að koma orðum að hlutunum. Hér í færslunni sem þú mærir Jóhannes Björn með réttu og greinir ólukkans kerlingarnar í Vg og víðar ertu góður, en jafnvel enn beittari í athugasemd við ágæta færslu Páls Vilhjálmssonar um Z-kynslóðina, þar sem þú dúndrar hreinlega naglann á höfuðið og það meira að segja í fjórum liðum.

Jónatan Karlsson, 7.4.2023 kl. 15:03

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdirnar Jóhann og Jónatan. Ef manni tekst vel þá hefur maður vel lært af þeim sem gera þetta vel. Ég er nýr í þessu en á góðar fyrirmyndir.

Og gleðilega páska sömuleiðis.

Ingólfur Sigurðsson, 8.4.2023 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 48
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 730
  • Frá upphafi: 130529

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 542
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband