6.4.2023 | 00:33
Er þjóðin að sigla inní ESB hægt og hljótt?
Samfylkingin er stærsti flokkurinn um þessar mundir samkvæmt nýlegum könnunum. Fylgi Vinstri grænna er hrunið og Sjálfstæðisflokkurinn er í veiklaðri kantinum.
Menn deila um það hvort Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi sök á gjaldþroti 15.000 heimila eða Samfylking og Vinstri grænir, undir einni DV frétt um þetta frá síðasta mánuði.
Stundum finnst manni gott fylgi Samfylkingarinnar bóki bara nýtt hrun, minni á árin fyrir hrunið 2008.
Ég hef stundum haft áhuga á inngöngu þjóðarinnar í ESB, sérstaklega þegar ég hef lítið álit á íslenzkum stjórnmálamönnum og þeirra rifrildum og spillingu.
Björn Bjarnason er einn af þessum áhrifamiklu mönnum á Íslandi og einn öflugasti stuðningsmaður EES samstarfsins, og um það skrifar hann í dag.
Deilurnar um frumvarp dómsmálaráðherra um útvíkkun EES samningsins, eins og þetta er orðað á síðu Frjáls lands, vekja upp spurningar hvort réttast sé ekki bara að Ísland gangi alfarið í ESB? Vitnað er í Stefán Má Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands þar.
Ég býst við að Guðmundur Ásgeirsson hafi rétt fyrir sér í því að um sé að ræða atriði sem ekki var gengið frá á sínum tíma, en góður pistill samtakanna Frjálst land - Ísland úr EES, "Útvíkkun EES samningsins" endar á orðunum:"Ísland er ekki lögbundið að lögleiða EES valdboð þó landsölumenn og konur haldi að svo sé."
Samtökin Heimssýn hafa einmitt mikið fjallað um þetta. Athugasemd Guðmundar Ásgeirssonar undir pistli Heimssýnar "Hægfara afnám lýðræðis" er eins fróðleg eins og pistillinn sjálfur, en hvort tveggja mjög upplýsandi fyrir áhugasama, sem ættu að vera flestir.
Í athugasemd hans kemur fram að forgangsreglan hafi verið hluti af EES samningnum frá upphafi, en ekki verið innleidd í íslenzk lög eins og lofað var í upphafi. Hann virðist hlynntur frumvarpi utanríkisráðherra eða telja það nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar frá 1993. Þetta er vissulega deilumál og skiljanlega, varðar þjóðarhagsmuni.
Ef ég man rétt ræddi Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu mjög ítarlega og rækilega við Jón Baldvin Hannibalsson um þetta fyrir 3 eða 4 árum. Þá held ég að hann hafi sagt að íslenzkt sjálfstæði ætti að hafa forgang, og annars þurfi að endurskoða samninginn, ef slíkt er orðið efamál, að íslenzk lög hafi forgang.
Arnar Þór Jónsson hefur einnig ritað um þetta með fróðlegum, upplýsandi hætti. Nokkrar setningar úr pistli hans "Jú frumvarpið vegur að stjórnarskrá og lýðveldi Íslands" eru mjög upplýsandi og góðar:"Þetta eru reglur sem Íslendingar geta ekki haft nein áhrif á. Þær eiga bara að njóta hér almenns forgangs og setja ramma utan um alla umræðu, án þess að vera sjálfar til umræðu!" Varla er hægt að orða þetta betur.
Um lögfræðileg álitamál verður almenningur að vita að minnsta kosti að um þau er deilt og því eru dómstólarnir til, að láta reyna á þanþolið og réttlætið.
En efast má um afl íslenzka ríkisins í dómsmálum við erlenda dómstóla.
Ég hef áhyggjur af því að ráðherrarnir í þessari ríkisstjórn séu ekki þeir öflugustu í að verja sjálfstæði þjóðarinnar.
Stærsta hagsmunamál Íslands frá upptöku EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 191
- Sl. sólarhring: 193
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 127196
Annað
- Innlit í dag: 118
- Innlit sl. viku: 568
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 106
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.