Á Íslandi vantar eins þjóðleg stjórnmál og á Ítalíu. Gott væri ef Píratar væru þjóðlegur flokkur.

Ítalir vilja skiljanlega vernda merkilega menningu sína. Þessi þjóðernisbylgja sem gengur yfir Evrópu hefur ekki enn skilað sér til Íslands nema að mjög litlu leyti. Maður spyr sig hvernig er hægt að hefja sjálfstæðisbaráttu í anda Fjölnismanna og vera samt þátttakandi í ESB, Nató og slíku og lúta þannig reglum. Jú það er hægt, en hamlar mjög möguleikunum til að ná árangri.

Sumir hafa vafalaust haldið að hin nýja ríkisstjórn Ítalíu yrði fasísk og rasísk, og að mannréttindi yrðu brotin, því Bræðralag Ítalíu á sumar ættir sínar að rekja til Fasistaflokks Mússólínis, þótt ræturnar liggi annarsstaðar líka. Ekki hafa komið neinar fréttir um það að að réttindi hafi verið skert á Ítalíu. Enda er veruleikinn sá að sjúklegur ótti elítu Vesturlanda við endurtekningu á seinni heimsstyrjöldinni hefur mildað þannig flokka, en á sama tíma er aukin eftirspurn eftir þeim og þannig stjórnmálamönnum frá almenningi, eins og sést á því hvernig þannig flokkar stækka og komast til valda, nú síðast í Finnlandi eru Sannir Finnar orðnir næststærsti flokkurinn.

Öfgavinstrið er orðið normið innan femínískrar elítu Vesturlanda. Það má vel sjá merki þess að almenningur sé kominn með meira en nóg af slíkri pólitík, kosningaúrslit gefa það til kynna í mörgum löndum.

Rétt eins og þegar franska byltingin var gerð 1789 vill elítan ekki viðurkenna neitt gagnrýnivert, og herðir tökin frekar en að lina þau með frekari reglugerðum.

Eitt sinn taldi ég mig femínista, og ég er það enn að einhverju leyti, en þá stendur Giorgia Meloni fyrir þesskonar femínisma sem mér finnst ásættanlegur, þjóðlegur og íhaldssamur.

Mannréttindi eru alltaf afstæð, því þegar einum hópi er hyglað bitnar það á öðrum. Jafnréttishugsjónin er útópísk en ekki raunsönn eða raunsæ. Eins og ævinlega snúast fyrirmyndarríkin uppí andhverfu sína, hvort sem þau byggja á þjóðerniskennd, alþjóðavæðingu, kapítalisma, kommúnisma eða jafnaðarstefnu. Óreiðukenningin segir að kerfin leitist eftir óreiðu, og því þurfi mikið til að halda þeim í skipulagi.

 


mbl.is Vilja beita sektum gegn enskuvæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 786
  • Frá upphafi: 131363

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 579
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband