4.4.2023 | 03:28
Virðing fyrir valdi
Með því að valdefla konur og aðra sem taldir eru hafa staðið höllum fæti hér áður fyrr er verið að stuðla að jafnrétti. Þar sem allir eru jafnir er ekki virðing fyrir valdi, því þar er valdið ekki lengur til, eða þannig er þetta oft framsett í útópíu fræðanna, hvað sem öllum veruleikum líður.
Valdafíklar sem missa völd auka vald sitt með því að auðgast. Vald stórveldanna verður gereyðingarvald, hótanir um beitingu kjarnorkuvopna, efnavopna og sýklavopna verða áberandi, og jafnvel verður slíkum vopnum beitt, og tilgangurinn gæti verið sá að viðhalda valdaójafnvægi, sem er að fara úr skorðum með jafnréttisbaráttunni.
Það er nokkuð sjálfgefið að upphafning á konum sem kynverum og heilögum verum, mildara og umburðarlyndara kyninu hlýtur að taka enda í jafnréttisheiminum. Feðraveldungar sem fyrrum létu sér ekkert duga minna en þær konur sem töldust eðalkvendi af samfélaginu hvað varðar að þær kappkostuðu að vera grannholda og þó þrýstnar, fagurlimaðar og andlitsfríðar áður fyrr, feðraveldungarnir læra að elska það, sem fyrrum var fordæmt eða útskúfað, til dæmis konur með karlmannlegt útlit sem alltaf hafa verið til í mannkynssögunni, en transkonur eru það nýjasta sem margir tala um, og auðvitað geta þær verið glæsilegar, því transmanneskjurnar gangast upp í hefðbundnum kynjahlutverkum jafnvel frekar en hefðbundnar konur sem lært hafa að hata karlmenn og stráka, og setja störfin skör ofar en ástina, framinn er þeim mikilvægur, völd og störf. Það rímar við að 70% nemenda í háskólum á Íslandi eru konur en 30% karlar.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að konur hafi ekki viljað kvenréttindi eða femínisma, heldur var þessu pínt uppá þær ofanfrá, af menntafólki, og menntasnobburum alveg sérstaklega, eins og John Stuart Mill, sem skrifaði bókina "Kúgun kvenna". Hún kom út 1869.
Í frönsku byltingunni 1789 voru kvenréttindi sett á oddinn af baráttusamtökum, eða alþýðu manna sem gerði uppreisn, sennilega í fyrsta sinn í hinum kristna og vestræna heimi. Baráttukonan og kvennaguðfræðingurinn Auður Eir er þó meðal þeirra sem kannast við að á heiðnum tíma fyrir meira en 1000 árum voru til mæðraveldissamfélög og konur sem börðust og höfðu allmikil réttindi, jafnvel full réttindi til jafns við karla, þótt um það sé tæplega vitað með fullri vissu, en ýmislegt bendir til þess.
En þegar forvígismenn kynjafræðinnar segja að verið sé að berjast fyrir betri heimi fer ekki saman hljóð og mynd, svo notað sé orðalag sem ráðherrar dýrka. Virðing fyrir valdi er áberandi í samtímanum, en vald er af gúrúum oft kallað hluti af því dýrslega og því ekki til upphafningar sálarinnar.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 152
- Sl. sólarhring: 188
- Sl. viku: 721
- Frá upphafi: 127157
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 540
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.