Sigríður Á. Andersen stóð sig vel í Silfrinu, moðreykur stjórnarandstöðunnar virkaði ekki

Sigríður Á. Andersen sagði í Silfrinu þau orð sem ættu að fá mesta athygli. Hún svaraði Sigmari á þá leið að andstæðingar Jóns dómsmálaráðherra hafi fengið gögnin, en á öðru formi en þeir vildu og um það snérist þetta. Sigmar Guðmundsson mótmælti þessu nefnilega ekki, og þögnin var svo sannarlega samþykki í þessu tilfelli, því þau áttu í eldheitum samræðum, ef ekki rifrildi um þetta, og hann hefði svo sannarlega leiðrétt hana ef hann hefði vitað þetta rangt eða ekki samkvæmt sinni vitneskju.

Enda leið ekki á löngu áður en vinstrisinnaður þáttastjórnandinn, Sigríður Hagalín kaus að skipta um umræðuefni, enda virtist áhugi hennar í þættinum mjög mikið snúast um að finna veika punkta á íhaldinu. Eitraður femínisminn hefur lagt RÚV í rúst. Byrjað var á málum sem voru hönnuð til að sýna Karl Gauta og Jón Gunnarsson í neikvæðu ljósi. Það bara tókst ekki, enda Sigríður Á. Andersen mikil ræðumanneskja og gat svarað fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn vel í þættinum.

Þögn Sigmars Guðmundssonar gefur það sterklega til kynna að andstæðingar Jóns Gunnarssonar hafi logið uppá hann.

"Þið vilduð ekki fá gögnin á því formi sem stóð til boða", eru orð Sigríðar Á. Andersen sem Sigmar Guðmundsson mótmælti ekki. Þá voru 46 mínútur liðnar af Silfrinu.

Jón Gunnarsson er frábær ráðherra. Hann nær að kveða stjórnarandstöðuna í kútinn og koma málum úr kyrrstöðu. Hann minnir á kempurnar í gamla daga í Sjálfstæðisflokknum, sem stjórnuðu landinu af dugnaði og snilld, þannig að vinstrimennirnir höfðu ekki roð í þá, sundraðir og ósammála.

Einnig er ánægjulegt að Sigríður Á. Andersen er aftur farin að sýna hæfileika sína og blómstra.

 


mbl.is Gagnrýnir skipun Karls Gauta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meiriháttar flott grein og ætti ð vera skyldulesning fyrir hvern þann sem er með einhverja gagnrýna hugsun í kollinum...........

Jóhann Elíasson, 3.4.2023 kl. 06:51

2 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Jón Gunnarson hefur staðið sig vel. Hann má mín vegna herða útlendingalögin. Bjóð í DK í nærri áratug og sá hvílík skelfing frjálst flæði hefur á samfélag. Ekki nóg með að fólk komi heldur í skjóli fjölskyldusameiningar gátu fylgt upp í 14 manns einum hælisleitanda/flóttamanni. Við þurfum ekki annað en horfa til þeirra Norðurlanda sem hafa ekki stjórnað málaflokkum.

Íris Róbertsdóttir varð sér til skammar þegar hún hóf umræðuna. Hún horfir á einangrað tilfelli þar sem má gagnrýna, vissulega. Spjall á öldurhúsi um annað fólk þar sem aðrir heyra til er þeim öllum til skammar, verður ekki tekið af þeim. Hins vegar á Gauti og allir sem þar voru feril fyrir og eftir öldurhúsferðina. Sá ferill virðist ekki skipta máli í augum Írisar.

Íris Róbertsdóttir var vond fyrirmynd þegar hún hóf máls á stöðuveitingunni. Bæði fyrir ungmenn og ekki síður börn. Slaufumenning virðist henni kærkomin vinnuaðferð. Ég spyr, skyldi hún stunda þau vinnubrögð í Eyjum, þannig að þeir sem hafa farið gegn henni eða sagt eitthvað eiga ekki von á starfi á vegum bæjarins. Það má spyrja sig!

Sigríður Hagalín lagðist mjög lágt þegar hún ræddi hvort þolendur kynferðisafbrota myndu jafnvel ekki kæra brot vegnar stöðuveitingarinnar. Veit eiginlega ekki hvað maður getur kallað svona fréttamennsku. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 3.4.2023 kl. 08:43

3 Smámynd: Sigurgeir Árnason

Það gengur ekki að íslenskir leigutökum sé sagt upp leiguhúsnæði og Vinnumálastofnun taki síðan húsnæðið á leigu með yfirborgunum,maður er ekki á móti flóttafólki en þetta er gengið of langt í góðleikanum,það þarf að hugsa um eigin þjóð en ekki útlendinga sem virðast notfæra sér góðmennsku Íslendinga,það er von að dómsmálaráðherra reyni að spyrna við fótum,hugsum um eigin þjóð síðan komi hinir á eftir ef afgangur er af gnægtum landsins.

Sigurgeir Árnason, 3.4.2023 kl. 12:03

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Jóhann. Ég segi nú bara svipað og þú, að maður fer hjá sér við svona hrós, en það er rétt að margir virðast sammála þessum pistli. Flettingar eru margar sem gleður mig. Mér til undrunar verða þeir pistlar oft mest lesnir sem eru ekki með mjög djúpa speki, heldur fjalla um almenn málefni. 

Merkilegt með pistlana mína, oftast fá þeir litla athygli, en einstaka sinnum mikinn lestur. Takk fyrir hrósið. Þinn pistill frá því í gær er mjög góður, og hefur hann fengið mikla athygli. Það er vel. 

Ingólfur Sigurðsson, 3.4.2023 kl. 15:04

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er rétt hjá þér Helga Dögg. Silfrið fellur of oft ofaní þessa gryfju kynjafræðiumræðunnar. Ekkert var minnzt á hvernig fátækt fólk ætti að bregðast við minnkandi kaupmætti og verðbólgu.

Þetta minnir á einelti, hvernig Klausturmálið er rifjað upp, en miðað við hvernig Edda Falak hefur mætt vaxandi gagnrýni er almenningur farinn að rísa upp og mótmæla slaufunarmenningu og slíku.

Ingólfur Sigurðsson, 3.4.2023 kl. 15:09

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir gott innlegg Sigurgeir. Ég held að þarna bendir þú á mjög mikilvægan punkt. En ég er kominn á þá skoðun að lítið þýði að tjá sig um þetta. Maður sér að það gildir það sama um fólk almennt og stjórnmálamenn, að það er ekki fyrr en vandamálin verða eins mikil út af þessu og í útlöndum sem þjóðernishyggjan fær almennilegan hljómgrunn í kosningum, því miður.

En Jón Gunnarsson minnir mig á leiðtoga Sjálfstæðisflokksins hér áður fyrr. Það var orðið tímabært að fleiri sterkir stjórnmálamenn færu að minna á sig í flokknum.

Ingólfur Sigurðsson, 3.4.2023 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 507
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband