Ég tel að hinn ákærði Donald Trump hafi aukið líkur sínar á að verða forseti. Þróun vestrænnar menningar stefnir öll í þá átt að gera alla að glæpamönnum, með Metoomálum, með því að gera það að glæpum sem áður þóttu dyggðir, karlmennska og sjálfsagt mál og þróun vestrænnar menningar er í þá átt að gera þannig dómskerfið máttlaust siðferðilega, þannig að eftir standi að það sé aðeins vopn sem beitt er til að auka félagslega kúgun, og þá beita bæði hægrimenn vinstrimenn slíku dómsmálaofbeldi og enn frekar vinstrimenn sem beita hægrimenn slíku dómsmálaofbeldi þegar þeir eru við völd. Þetta er helstefna augljós, eins og dr. Helgi Pjeturss fjallaði um í bókum sínum að myndi sigra, ef hans kenningar yrðu ekki vinsælli en öll trúarbrögðin samanlögð, og ný jarðöld hæfist í kjölfarið. Nei, helstefnan sigraði en ekki hans kenningar.
Hér á Íslandi sjáum við augljós dæmi um sömu þróun. Frægir hægrimenn fá dóma sem eru litaðir af sterkri pólitík og óréttlæti, Margrét Friðriksdóttir, Páll Vilhjálmsson, áberandi hægrifólk sem hefur verið að standa vörð um lýðræði, mannréttindi og tjáningarfrelsi. Fleiri dæmi mætti nefna úr Metoovítishjörðinni, af nógu er að taka.
Ekki er ég samt viss um að Donald Trump verði næsti forseti, þótt ákæran á hendur honum hafi aukið líkur hans á að verða aftur forseti sennilega. Samt er þetta reiknisdæmi. Demókratar verða aldrei líklegir til að kjósa hann og nóg er af þeim, með eða án ákærunnar. Repúblikanar fáeinir gætu hætt við að kjósa hann út af þessu, kannski.
Samt eru margir sem munu frekar kjósa hann núna, sem sjá hverskonar skollaleik demókratar eru að leika. Það virðist regla að eftir því sem demókratar eða aðrir vinstrimenn í öðrum löndum verða umdeildari þá svara þeir með því að ákæra hægrimennina, repúblikana eða aðra, og oft jafnvel á veikum grunni.
Almenningur hlýtur að sjá í gegnum þetta. Endanleg niðurstaða úr kostningum er samt aldrei ljós, nema svindl komi við sögu eins og Trump telur að hafi verið beitt gegn sér.
Gjáin dýpkar á milli hópa og einstaklinga. Það er sérlega slæmt uppá friðarhorfur að gera, ekki bara í Úkraínu heldur miklu víðar.
Donald Trump ákærður fyrstur forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 159
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 728
- Frá upphafi: 127164
Annað
- Innlit í dag: 94
- Innlit sl. viku: 544
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.