Þögnin um skaðsemi tæmdra úraníumhleðsla á RÚV og víðar. Ástæða fyrir ungt fólk til að mótmæla, sem er umhugað um framtíð sína og barnanna sinna.

Til að komast að sannleikanum um skotvopn úr tæmdum úraníumhylkjum sem Bretar hafa sent Úkraínu las ég frétt um þetta á BBC. Nú er auðvitað hægt að deila um hvort það sé hlutlaus fréttaveita, en RÚV hefur talið hana gilda og vitnað í hana, svo ekki er hægt að segja að maður sé að vitna í andstæðinga Vesturlanda með því að vitna í BBC.

Hér er þýðing úr BBC.

"Þegar vopn gert úr tæmdu úraníumhylki lendir á hörðu yfirborði eins og skriðdreka fer oddurinn beint í gegn, enda 1.7 sinnum harðari en blý og getur farið í gegnum brynjur og stál. Vopnið fer í gegn, springur og myndar ský af brennandi eiturefnum og gufu. Gufan sezt til jarðar sem ryk sem er banvænt fólki og er lítillega geislavirkt."

Pútín hefur sakað Vesturlönd um að stigmagna stríðið með þessu og eitra úkraínska jörð. Hann er sakaður um að dreifa falsfréttum, en af lýsingunni að dæma er þetta mjög alvarlegt mál.

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov hefur sagt að þetta "jafngildi broti á mannréttindalögum eins og Bretland gerði árið 1999 í Júgóslavíu."

Bandarískur Pentagon fulltrúi sagði að slík geislavirk vopn yrðu ekki send til Úkraínu frá Bandaríkjunum.

UNEP, umhverfisverndarsamtök Sameinuðu þjóðanna sögðu þetta skapa mengunarhættu í Úkraínu. Hafa þau bent á hættu á margskonar sjúkdómum, krabbameinum, nýrnabilunum, húðkláða, og fjölmörgu öðru.

"Eitrunaráhrif tæmdra úraníumhylkja eru talin mun meiri og víðfeðmari en sem nær til áhrifanna af geislavirkni þeirra", kemur einnig fram í tilkynningunni frá UNEP.

RÚV hefur EKKI sagt frá þessu alvarlega máli í kvöldfréttum, og heldur man ég ekki eftir því að Stöð 2 hafi gert það eða Hringbraut. Þar á þó að starfa "góða fólkið" sem er svo upptekið af mannréttindamálum allan sólarhringinn!!!

Hallur Hallsson hefur sagt frá þessu, og Arnar Loftsson hér á blogginu. Þeir eiga hrós skilið að vekja athygli á þessu.

Í athugasemdum undir merkilegum greinum Gunnars Rögnvaldssonar kom fram sú afstaða hjá honum að hann væri ekki viss um skaðsemi þessara tæmdu úraníumhylka, en af orðum hans mátti dæma að ég þyrfti að afla mér upplýsinga um þetta sjálfur og hann hefði ekki nægar upplýsingar um það. Ég hef nú oft tekið mark á honum, enda margt frábært komið frá honum hér á blogginu um langt skeið. Ég ákvað því að leita mér "hlutlausra" upplýsinga um þetta.

Það sem er virkilega gagnrýnivert er að RÚV og aðrir meginstraumsfjölmiðlar skuli gjörsamlega þegja um þetta, og sýnir það kannski betur en annað hverskonar áróðursstöðvar meginstraumsfjölmiðlarnir á Íslandi og víðar eru!!!

Allavega, öllum ber saman um að þetta er ekki til bóta og í raun segir það sig sjálft að svona tæmd úraníumhylki ætti að banna, bæði vegna mannréttindasjónarmiða og umhverfisverndarsjónarmiða. Hvar eru mótmælin á Íslandi og annarsstaðar útaf þessu?


mbl.is „Úkraínumenn munu aldrei fyrirgefa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 132452

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband