24.3.2023 | 06:12
Frakkar eru til fyrirmyndar í að vernda mál sitt
Háttsettur embættismaður í Reykjavík sagði í fréttum í fyrra að farið yrði í það átak að fyrirtæki yrðu með íslenzku nafni í framtíðinni. Það var í kjölfarið á því að fjölmiðlakona tjáði sig opinberlega um lélega stöðu íslenzkunnar og fólk var almennt sammála, allir sem einn.
Því miður er það þannig að góðar heitstrengingar af þessu tagi gleymast oft þegar fréttaholskeflur af öðru tagi taka athyglina.
Þessi frétt fyrir neðan lýsir því hvað Frakkar eru í miklu betri málum en Íslendingar, hvernig þessu er betur fylgt eftir hjá þeim. Þannig held ég að þetta sé líka í Þýzkalandi, og ábyggilega miklu víðar.
Mér finnst að vísu sem Lilja Alfreðsdóttir og Guðni forseti og fleiri hafi staðið sig vel í að koma íslenzkunni í snjalltæki. Róðurinn er bara býsna þungur þegar að því kemur að viðhalda gullaldarmálinu óspilltu.
Það segir kannski alveg nóg að minna á það að lesskilningur íslenzkra barna er skelfilega lélegur miðað við nágrannalöndin.
Mér finnst að staðfestu vanti. Í stað þess að eltast við tízkumálefni ættu fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn landsins að hafa þetta mjög ofarlega á sínum forgangslista.
Vilja ekki gefa enskunni aukinn byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.