Konur feðraveldisins, ömmurnar og langömmurnar fá jákvæða umfjöllun í nýlegum fréttum í DV og Heimildinni. Er bylting í góða átt að verða í femínískum fræðum og akademíunni, eða meðal almennings?

Frétt á Heimildinni styður það sem ég hef skrifað um í sambandi við að femínisminn sé aðalástæðan fyrir minnkandi frjósemi og fæðingum á Íslandi eins og annarsstaðar. Fréttin heitir:"Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í."

Það er gott þegar konur fjalla um neikvæðar hliðar femínismans, "byltingin étur börnin sín" er orðtak sem á hvergi eins vel við eins og þegar femínisminn er annars vegar.

Þessi frétt á Heimildinni fjallar um rannsóknir tveggja kvenna sem hafa leitt þessa niðurstöðu í ljós, önnur er nýdoktor í félagsfræði og hin er meistaranemi í félagsfræði.

Ég komst að minni niðurstöðu einungis eftir að hafa lært félagsfræði í Menntaskólanum í Kópavogi, með nokkuð góðum árangri, án þess að vera útskrifaður þaðan, því fjórða árið lauk ég ekki við. Hinsvegar hef ég Nýalsfræðin mér til aðstoðar, sem fjalla um allar fræðigreinar sem til eru, sé vel að gætt.

Þær heita Hlédís Maren Guðmundsdóttir og Sunna Kristín Símonardóttir.

Greinin fjallar að miklu leyti einnig um að feðurnir þurfi að taka eins mikinn þátt í uppeldinu og mæðurnar til að þetta gangi upp og konur verði tilbúnar að eignast 2.1 börn hver, eða meira, til að viðhalda jafnvæginu, að ekki deyi fleiri en fæðast. Já, það má taka undir það, ef maður hefur trú á jafnréttishugtakinu yfirleitt og því sem nútíminn gengur útfrá að þessu leytinu til.

Annars var frétt á DV nýlega sem vakti athygli mína, þýdd eftir erlendri frétt, en hún stakk í stúf við annan áróður sem oft er á þessum vefmiðlum, DV og Heimildinni, þar sem reynt er oft að skrímslavæða feðraveldið og upphefja kvenréttindakonur hvað sem það kostar, og vinstrisjónarmið.

Fréttin á DV fjallaði með jákvæðum hætti um konur fyrri tíma, konur feðraveldisins, ömmurnar, langömmurnar. Þar var gerður samanburður á konum nútímans og konum feðraveldisins. Sú frétt var stutt en mjög góð. Þar kom fram að ömmurnar gátu saumað föt, bætt sokka og önnur föt, þær gátu allar búið til mat á heimilunum, og þær gátu kynnzt öfunum án þess að þurfa snjallsíma eða aðstoð tækninnar að öðru leyti. Þetta gátu þær allt án þess að hafa gengið í skóla, án þess að vera með háskólapróf í þessum eða öðrum greinum.

Eitt af því sem fólk verður að gera sér grein fyrir er að væntingastjórnun er önnur í nútímanum en hún var meðal kvenna feðraveldisins. Þær voru raunsæjar, þær vissu að karlmenn eru ekki draumaprinsar, heldur gallagripir, eins og þær sjálfar, þær vissu að sumir eru ofbeldishneigðir, drykkfelldir, og með allskonar öðruvísi lesti, og þær vissu að þjóðfélag fyrri tíma gerði ekki ráð fyrir skilnaði, heldur að leysa úr vandamálunum á heimilinu, með aðstoð ættingja og vina, ef hægt var.

Ég held að orðið væntingastjórnun sé lykilorðið í samskiptum kynjanna. Nú eru ótalmargar stofnanir, opinberar og hálfopinberar eða á opnum markaði sem "hjálpa" konum, og rugla þær í ríminu, og morar allt í kvenfrelsunarkenningum, þannig að þær hafa varla tíma til að lifa lífinu fyrir uppáþrengjandi "frelsunarfólki" femínismans, sem eru Vítisenglar ranghugmynda og eiginhagsmunasemi þegar betur er að gáð, hafa atvinnu af því að "hjálpa" konum.

En það sem einum finnst bakslag í "kvenréttindabaráttunni" (Satansríkinu í raun og veru) er fyrir öðrum merki um að konur og karlkyns femínistar séu að nota skynsemi sína aðeins meira og umbreyta úreltum og stöðnuðum kennisetningum "kvenfrelsara" í örlítið skárri fyrirbæri.

En samt sem áður dugar þetta ekki. Þetta er alveg eins og mengunina og baráttuna gegn hamfarahlýnuninni. Fólk gerir sér grein fyrir vandanum, en of mikil eyðilegging hefur átt sér stað til að hægt sé að snúa á rétta braut auðveldlega.

Engu að síður, þetta vekur vonir um að umbætur geti átt sér stað, jafnvel þar sem eyðileggingin er orðin algjör.


mbl.is Instagram: Gellur gelluðu yfir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 602
  • Frá upphafi: 132933

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 437
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband