18.3.2023 | 08:14
Áróðursstríðið og ímyndastríðið er aðalmálið í Úkraínustríðinu
Það kemur ekki á óvart að Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag hafi gefið út handtökuheimild á Pútín. Það var búið að gefa það í skyn að það væri eitt af því sem verið var að athuga. Þetta stækkar gjána á milli stríðandi fylkinga og þjóða en örlög Pútíns held ég að eftir sem áður ráðist frekar af innanlandspólitík í Rússlandi heldur en þessu. Kannski var þetta eitt aðalmarkmiðið með því að koma vestrænum strengjabrúðum til valda í Úkraínu, að búa til óvin fyrir Vesturlönd úr Pútín, því ríkasta fólk í heimi getur ekki stjórnað honum að vild.
Annar óvinur ríkustu arðræningjanna í Davos sem eru innan við 1% mannfjöldans en eiga langmest er Donald Trump, og þrátt fyrir árásirnar á hann lítur út fyrir að svo stór hluti bandarísku þjóðarinnar telji hann vera frelsara frekar en skúrk að hann gæti orðið forseti að nýju, og þá mega stríðsgammarnir biðja fyrir sér og hergagnaframleiðendurnir, því hann er búinn að segja að alþjóðarvæðingarmafíósar verði ekki hluti af þeim nýju Bandaríkjum.
Í viðtali á Útvarpi Sögu sagði Guðmundur Karl Snæbjörnsson við Arnþrúði að alþjóðastofnanir á borð við WHO, Sameinuðu þjóðirnar, UNIFEM (Un Woman) og slíkar stofnanir hefðu allar verið yfirteknar af mafíunni sem er ríkasta prósentið og hefur gríðarlega völd og sem ógnar frelsi og lýðræði allra jarðarbúa. Hann sagði að þessar alþjóðastofnanir sem margir treysta enn á séu ekki það sem þær voru, ekki til hagsbóta fyrir mannkynið, heldur ynnu myrkraverk.
Ég var í afmæli hjá góðum vini mínum í gær. Hann er guðfræðingur og afmælisgestir ræddu um þessi mál og skyld mál, og kristileg viðhorf áberandi í hópnum.
Meðal annars var rætt um að Davos klíkan vill koma örflögum undir húð á fólki og setja Merki Dýrsins á fólk í tímans rás. Jafnvel hefur Katrín Jakobsdóttir og hennar ríkisstjórn verið að vinna að slíkum lagabreytingum og öðrum myrkraverkum án þess að meirihluti landsmanna geri sér fulla grein fyrir því. Að vísu hefur Útvarp Saga fjallað um þetta mál svo mörgum er kunnugt um það, en andstöðuna skortir til að koma í veg fyrir þetta.
Handtökuskipunin á Pútín er gefin út af þannig anda, sem vill yfirtaka jörðina, dæmigerður kaldlyndur kommúnismi og stalínismi.
Snýst þetta um stærstu glæpaverkin sem eru unnin? Er hægt að keppast um þau?
Eða snýst þetta um smánun á alþjóðlegum vettvangi?
Snýst þetta um að reyna að forða fólki á Vesturlöndum og sérstaklega ungu fólki með mjúkgeðja og einfalda dómgreind frá því að mynda sér sjálfstæða skoðun á Vesturlöndum andspænis (versus) BRICS og Rússlandi?
Það sem demókratar á heimsvísu óttast allra mest eru andlegu áhrifin sem þetta stríð hefur, að fólk fái jákvæða mynd af BRICS ríkjunum, hefðbundinni þjóðerniskennd, og Rússlandi.
Handtökuskipunin á Pútín er hluti af andlega stríðinu og ímyndarstríðinu aðallega.
Enginn getur þó efazt um að Rússar og Pútín eru ekki að hræðast þessi viðbrögð, og gera frekar út á að stigmagna þetta ímyndarstríð og áróðursstríð.
Einnig er augljóst að Pútín hefur unnið fyrir þessu og er ekki saklaus sem engill.
En í raun er þetta aðeins eitt atriði af mörgum í þessu stríði, og vafasamt að þetta hafi mikil áhrif, nema til að mála Pútín enn dekkri litum hér í Vestrinu. Nema ef svo óheppilega vilji til fyrir Pútín að þeir nái honum.
Kemur þá nokkur skárri í staðinn? Ekki endilega.
Gefa út handtökuheimild á Pútín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 16
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 624
- Frá upphafi: 133095
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 474
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Julian Assange afhjúpaði stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak; Hann er í fangelsi Bush gengur laus ...
Hallur Hallsson, 19.3.2023 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.