Gremjan innan Vinstri grænna farin að hafa áhrif

Ég las DV fréttina sem lýsti samræðum Elvu Hrannar og Ragnars Þórs í Silfrinu fyrir kosningarnar í VR, þar sem hún tapaði fyrir honum og athugasemdir virkra þar undir. DV lesendur voru næstum allir sammála um að hún væri að leita eftir athygli og hún væri að fara í manninn en ekki málefnið, því lesendum DV í athugasemdum fannst gagnrýni hennar á Ragnar Þór Ingólfsson rýr og ótrúverðug.

Ég var viss um að hann myndi vinna kosningarnar, eftir að hafa lesið athugasemdirnar undir DV fréttinni, því ég veit að lesendur DV eru stór hluti af VG kjósendum og aðrir vinstrimenn, sem ég held að hljóti að vera fjölmennir í VR, þar sem kosningin fór fram. Þetta gekk eftir, hún tapaði fyrir sitjandi formanni VR.

DV og Heimildin eru nokkurskonar barómeter á hvað er að gerast meðal kjósenda Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata.

Í valdatafli femínískra afla eru úrsagnir vopn til að fá athygli og reyna að vekja tilfinningar. Miðað við ástandið í flóttamannamálum á heimsvísu er ekki mikið verið að skerpa á línunum með útvatnaða frumvarpinu hans Jóns Gunnarssonar sem var samþykkt. Það virðist fremur vera málamiðlun milli andstæðra fylkinga í landinu, því fólk er mjög ósammála um þetta mál.


mbl.is Elva Hrönn segir sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Ætli þjóðin ekki að lenda á sömu villigötum og Danmörk og Svíþjóð þarf að herða ólina. Nú þegar stendur skóla- félags- og heilbrigðiskerfið ekki undir þessum straumi.Hvað þá húsnæðiskerfið. Mun ekki gera á komandi árum, erum þegar á góðri leið í drullupyttinn. Ég vil sjá miklu strangari flótta- og innflytjendastefnu í landinu. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 17.3.2023 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 671
  • Frá upphafi: 127214

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband