Klappið verður ekki skárra þótt það fái erlend verðlaun

Klappið er dæmi um fyrirbæri sem var neytt uppá notendur strætó við mjög, mjög litla hrifningu í upphafi, óvinsældir satt að segja. Alveg er dæmigert að slíkt hrakfallafyrirbæri skuli fá verðlaun frá erlendum samtökum, sem vilja hraða ómennskri tækniþróun sem mest.

Dagur B. Eggertsson er gerræðislegur stjórnandi og borgarstjóri, og fyrir þá sem skilja ekki það orðalag þá jaðrar hann við að vera einræðisherra, því hann platar sig til valda og klækjabrögðum og nær að koma mjög umdeildri borgarlínu til framkvæmda með aðferðum sem fáir leika eftir.

Klappið er eins og braggamálið, ekki endilega það sem er fólki fyrir beztu, en breytingum komið í gegn samt ofanfrá.

Tvær breytingar þarf að gera á Klappinu til að það standist samanburði við eldri kerfi. Afsláttur á ekki að einskorðast við tæknivædda einstaklinga sem komast á netið og skrá sig þar. Í öðru lagi er það afleitt að hafa ekki sölustaði þar sem fólk getur keypt þetta, eða fengið aðstoð, þannig að allir séu neyddir til að nota netið, jafnvel sumt fólk sem er eins og risaeðlur í netnotkun.

Sjálft fyrirkomulagið stríðir gegn markmiðunum, að auka vinsældir almenningssamgangna.


mbl.is Klappið fær alþjóðleg verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Annað, sem Klappið gerir, er að það hægir á flæði farþeganna í vagnana.  Áður en Klappið kom, í fyrra, sýndu flestir farþegar vagnstjóra tímabilskortin sín á sérstöku appi á skjám farsíma sinna og stigu mjög hratt um borð í vagnana, tók varla meira en 2-3 sek. á hvern farþega, að meðaltali.

Núna virkar kerfið þannig, að skanna þarf QR-kóða af farsímaskjá á sérstökum lesara, sem fólki gengur misvel að gera, og tekur núna að meðaltali 5 sek. eða lengur á farþega, þ.e. flæðið er núna helmingi hægara.

Þetta veldur því, að á fjölförnum leiðum, t.d. leið nr. 1, eru nú nánast alltaf tafir um nokkrar mínútur á álagstímum (óháð færð og umferð).

Á stoppistöð við Gömlu Hringbraut eru t.d. vagnarnir núna langoftast 2-3 mín. á eftir áætlun í suðurátt.  Einu skiptin, sem þeir halda áætlun, er þegar vagnarnir eru tómir (eða vagnstjórarnir ljónheppnir með umferð og umferðarljós, sem kemur fyrir líka, en þá þeysast þeir sumir blygðunarlaust á undan áætlun fram hjá stoppistöðinni og þykjast ekki sjá rétt ókomna farþega, sem hafa vanist því að þeir komi nánast alltaf seint.)

Alfreð K, 14.3.2023 kl. 02:22

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er vel athugað Alfreð og rétt. Takk fyrir innlitið, er sammála þessu. Of oft er sagt að tæknin sé til bóta, en það þýðir þó að lengi þarf að bæta eftir breytingar.

Ég get aldrei sætt mig við minni mannleg samskipti og lélegri þjónustu eftir að þessar tæknilausnir sem eru innleiddar. 

Ég hef líka tekið eftir því að vagnar eru mjög oft hálftómir núorðið.

Ingólfur Sigurðsson, 14.3.2023 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 617
  • Frá upphafi: 132070

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband