Fjölfræðingurinn Emanuel Swedenborg var einnig heimspekingur, hið góða getur virzt eitthvað allt annað samkvæmt hans bókum.

"Guð er sannleikurinn og það góða í sjálfu sér", er nokkurnveginn orðrétt haft eftir úr bókinni "Himinn og Hel" eftir Emanuel Swedenborg.

Í þessari bók lýsir Swedenborg því einnig að fólk sem gerir góðverk á jörðinni til að sýnast gott í augum samborgaranna eða þeirra kristnu sé ekki gott í raun og fari til Heljar frekar en Himnaríkis, því Guð sjái muninn á þessu tvennu, að hugsa um veraldlega stöðu annarsvegar og svo sannleikann og gæzkuna hinsvegar í innsta eðli sínu. Það þýðir að sjá í gegnum yfirborðsskýringar þeirra sem valdið hafa og fara gegn samtímanum, ef maður tekur mark á þeim orðum.

"Í Himnaríki er Guð sólin á himninum", er önnur tilvitnun eftir Swedenborg sem ég hef eftir minni en í gæsalöppum til að ítreka að hún er nokkurnveginn alveg rétt úr umræddri bók.

Fólk sem sér sýnir og skynjar eins og Swedenborg gerði eða talar við englana eða fólk á öðrum hnöttum eins og ég vil orða það, veit að svona lýsingar geta átt við rök að styðjast þótt jarðnesk upplifun sé ekki þannig.

"Fólk steypir sér sjálft til Heljar af eigin hvötum", þetta er einnig tilvitnun í bók Swedenborgs.

Ég fór að skilja Biblíuna miklu betur eftir að ég las þessa bók eftir Emanuel Swedenborg. Einnig eftir að ég notaði útskýringar dr. Helga Pjeturss, að Himnaríki og Helvíti eru efnisleg fyrirbæri, aðrir hnettir í geimnum, hnettir með bundinn möndulsnúning, sem snúa annarri hlið að sól en hin er myrkvuð alltaf, og ógnvænlegar eiturjurtir vaxa þar, og ránlíf ræður ríkjum, spillilíf og helstefna eintóm.

En Swedenborg lýsir einnig í mörgum köflum muninum á því að trúa og fylgja mannlegu réttlæti annarsvegar og svo guðdómlegu réttlæti hinsvegar. Hann lýsir því hvernig munurinn getur verið örfínn, og hvernig fólk getur orðið meðvirkt í því sem Guði er ekki þóknanlegt. Sjaldan í mannkynssögunni er það eins augljóst og á okkar dögum.

Ég hef grun um að Swedenborg hafi haft í huga nornabrennur samtíma síns og fyrri tíma og trúarofsóknir, en hann er hljóður um slíkt í ritum sínum eða því sem ég hef lesið eftir hann.

"Hið góða í sjálfu sér" er síðan atriði sem hann útskýrir í smáatriðum og er það vel, því almennur lesandi áttar sig ekki á mikilvægi svo almennra orða í fyrstu.

Swedenborg útskýrir það að Guð einn viti hvað sé gott og að það sé ekki það sem skammsýnum mönnum virðist. Hið góða í sjálfu sér getur verið tyftun og ögun eða refsing þar sem það á við, eins og barn sem þarf að þroskast við slíkt. Hið góða í sjálfu sér leiðir af sér hagfellda niðurstöðu að lokum þegar séð er í fjarlægð reynslunnar og tímans en er ekki lýðskrum sem allir kalla eftir af húmanískum hvötum samtímans.

Þannig að Swedenborg tekur ekki afstöðu til deilumála samtíma síns en reynir eins og sannur heimspekingur að útskýra hugtök og setningar í sínum einlægustu og skýrustu myndum.

Þannig að Emanuel Swedenborg tekur undir orð Krists að aðeins Guð sé góður. Það stendur í Biblíunni í Nýja testamentinu, Markús, 10, 18, þegar Kristur spyr:"Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema einn, það er Guð". Ennfremur bætir Emanuel Swedenborg við í bók sinni að Guð sé sannleikurinn og það góða í sjálfu sér.

Sérhver maður á sinn sannleika og sitt réttlæti. Dr. Helgi Pjeturss lýsti því að einungis í samstilltu samfélagi ríkti hamingja, þar sem flestir væru sammála og eigingirnin lítil. Swedenborg var á sömu skoðun og hann um það.

"Það góða í sjálfu sér" er hér í lykilhlutverki, finnst mér. Okkur er stundum sagt að við ættum ekki að dæma náungann, en hvenær verðum við meðvirk í því ranga sem er gert undir yfirskini góðmennskunnar jafnvel í samfélaginu? Hvenær erum við að samþykkja nornabrennur samtímans af ótta við almenningsálitið?

Guðjón Hreinberg skrifar um að við eigum að fyrirgefa misvitrum yfirvöldum þrátt fyrir allt og Steingerður Steinarsdóttir ýjar að því einnig í pistli, þegar hún fjallar um að líta í eigin barm og efast.

Ég vil orða þetta á annan hátt. Maður getur fríað sig ábyrgð og reynt að fyrirgefa þannig. Orðið fyrirgefa þýðir að borga fyrir aðra skuld, það er gegnsætt eins og mörg önnur orð á íslenzku.

Ef við trúum því að Guð sé almáttugur þá stjórnar hann einnig hatri, hefnd, refsingu og djöflum í Helvíti. Meira en það, þá eru Djöflar í Helvíti undir vernd Guðs eins og englar Himnaríkis. Þetta leiðir af því að trúa á almáttugan og alvitran guð.

Enn fremur má álykta á þann hátt, að hefndin og hefndarskyldan sé nauðsynleg guðdómlegu réttlæti, til að fólk hagi sér rétt og brjóti ekki af sér.

Málið með fyrirgefninguna er þetta, að hún er ábyrgðarleysi um leið, og maður vill frekar lifa í ábyrgðarleysi og barnaskap en þroska og ábyrgð til að þurfa ekki að kalla yfir sig gremju og reiði annarra. Það má túlka ýmislegt sem Swedenborg ritaði þannig að einmitt þeir sem fara gegn almenningsálitinu geti verið betri en þeir sem gera allt til að þóknast því.

Þá þarf að trúa á óbreytanleg lög, og að sumt sem talið er úrelt í Biblíunni sé það ekki í raun.

Samtíminn þarf að hafa rúm fyrir allar skoðanir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Árnason

Svedenborg er einhver nákvæmasti sjáandi er lýsir á nákvæman hátt lífinu eftir dauðann og gefur ekki eftir neitt hvort sem mannveran fer til himins eða heljar,þeir sem fara til heljar gera það sjálfviljugir þar sem hugur þeirra leitar eftir hinu neikvæða og jarðbundna,þeir sem ekki eru háðir hinu efnislega í heiminum og leitast eftir því jákvæða komast til himnaríkis,þeir sem reyna að bera lygar og ósannindi á borð meðbræðra sinna komast ekki upp með það þar sem allt er skráð í minni þeirra og er lesið upp þannig að allir heyri,öll leynd er afhjúpuð. Í heimi þeirra er sækjast eftir heimsins glysi er það þung byrði og hlýtur að verða gjalda fyrir á einhvern hátt,þeir dæmast til vistar eins og þeir hafa til sáð.Hver er sinnar gæfu smiður,mæli eindregið með að sem flestir lesi bókina Himinn og hel,þá getur hver og einn séð hver staða hans er gagnvart guði og mönnum. 

Sigurgeir Árnason, 4.3.2023 kl. 16:02

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innleggið Sigurgeir. Ef við gefum okkur að samsæriskenningarnar um Davosmafínuna séu réttar og að gróðahyggjan og meðvirknin með henni séu aðaldrifkraftar mannkynsins sjáum við að rétt er kenningin um þrönga hliðið til Himnaríkis og breiða hliðið til Helvítis. 

Ég fagna að einhver hafi lesið þennan pistil minn og skilji hann. 

Þetta er einmitt líka ástæðan fyrir því að dr. Helgi Pjeturss talaði um að helstefnan væri ríkjandi í heiminum og að snúa þyrfti við.

Ingólfur Sigurðsson, 4.3.2023 kl. 18:02

3 Smámynd: Sigurgeir Árnason

Hatrið sem myndast í stríðsrekstri er það sem helstefnan nærist á.Það virðist vera sama hversu mörg stríð eru búin að vera í heiminum í gegnum aldirnar að mannveran virðist aldrei læra af reynslu annarra,enginn hagnast á stríði heldur tapa allir nema vopnaframleiðundir þeir græða og fagna því að gróði þeirra eykst,hvernig skyldi guðdómurinn taka á slíkum glæponum,nema þeir fari beint til heljar án viðkomu í himnaríki,gæti verið .Allavega hlýtur það að taka mörg tilvistarskeið fyrir stríðsglaða þjóðarleiðtoga að komast nálægt því sem siðaðir menn kalla guðdóm,það er örugglega ekki nóg að hafa einhvern biskup eða prest nálægt sér eins og sumir þjóðarleiðtogar halda að nægi þeim tilað geta slátrað meðbræðrum sínum,s.b.r.Rússnesku mafíuna.

Sigurgeir Árnason, 4.3.2023 kl. 18:32

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já vopnaframleiðendur í Rússlandi græða á stríðinu, það er rétt. Joe Biden og sonur hans ásamt Barack Obama komu þó að uppreisninni í Úkraínu 2014, og sagt er að vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi orðið óðir af reiði þegar Donald Trump dró Bandaríkin útúr allskonar stríðsrekstri.

Joe Biden gaf yfirlýsingar um að Bandaríkin ætluðu ekki að taka beinan þátt í þessu stríði áður en Pútín gerði árás. Það gæti hafa verið eitt af því sem lét Pútín ráðast inn, en á daginn kom að stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínumenn er mjög mikill. 

Þetta stríð er því hið mesta klúður og skömm fyrir marga.

Demókratar í Bandaríkjunum og víðar eru langt frá því að vera saklausir af stríðsrekstri.

Ingólfur Sigurðsson, 5.3.2023 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 752
  • Frá upphafi: 125343

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband