2.3.2023 | 04:56
Úreltar skoðanir og löngun til að kjósa Pírata enn
Veturinn 2016 voru merkilegar alþingskosningar. Þá var mikill meðbyr með þjóðernishyggju á Íslandi, og samt gekk þeim flokkum ekki vel sem buðu fram með slík mál, og kosningarnar fóru fram í kjölfar árásarinnar á Sigmund Davíð útaf Panamaskjölunum fyrr um árið, sem klauf Framsóknarflokkinn í herðar niður og vel það.
Ég er þjóðernissinnaður maður en stundum heillast ég af öðruvísi pólitík, þótt sú hrifning sé grunntæk að mestu. Árið 2016 lenti ég í andstöðu við mömmu útaf pólitík, hún vildi kjósa Íslenzku þjóðfylkinguna en ég vildi kjósa Pírata. Ég samdi mörg dægurlög gegn Íslenzku þjóðfylkingunni, eins og til að sanna það fyrir mér og öðrum að ég væri ekki sammála þeirra stefnumálum. Enda er það svo að þeir sem efast innst í sál sinni eru oft öfgafyllstir á yfirborðinu.
Ég held að Magnús bloggari hafi rétt fyrir sér að næstu 2000 árin verði femínísk. Þá verður maður að fara í sjálfskoðun og ef maður aðhyllist úreltar skoðanir að reyna að breyta þeim, eða finna eitthvað rangt við þær að minnsta kosti.
Ég taldi mig vera vinstrisinnaðan snemma á unglingsárunum. Þá byrjaði ég að verða andvígur kristninni, enda er víst andstaðan gegn kristninni hluti af kommúnismanum í sögulegu samhengi.
Það passar við minn persónuleika hvernig Píratar vinna og hugsa þvert á stjórnmálastefnur í sumum málum, þótt þeir virðist hreinræktaður vinstriflokkur ef dæmt er útfrá mörgum af þeirra baráttumálum.
Sjálfstæðisflokkurinn er of spilltur fyrir minn smekk og Framsókn líka, og Vinstri grænir líka eftir þetta stjórnarsamstarf.
Ég kaus Pírata 2016, enda samdi ég mörg dægurlög þeim til heiðurs þá og taldi mig aðhyllast stefnu þeirra þá. Enda fannst mér Íslenzka þjóðfylkingin ekki nógu hörð á þjóðernisstefnu sinni eða aðrir flokkar þannig að maður yrði að kjósa flokka sem maður væri ósammála í grunninn eins og venjulega, en sem maður fyndi þó einhvern samhljóm með.
Unglingauppreisn er oft þannig að unglingarnir fara í þveröfuga átt en foreldrar sínir. Þannig var þetta með mig um fermingaraldurinn. Þegar ég hlustaði á Bob Dylan, Megas og Bubba Morthens alla daga varð ég sammála boðskapnum í "Blowing In The Wind" og þannig lögum. Þessari unglingauppreisn minni lauk í desember 1987 þegar ég eignaðist tvöföldu hljómplötuna "Stormskers guðspjöll" eftir Sverri Stormsker. Reyndar var það dýrkun Sverris Stormsker á Hitler, sem glytti í á þessari plötu sem heillaði mig mest. Þar var hreinni og einfaldari stjórnmálastefna en þetta sem ég hafði þekkt fram að því, spilaði beint á tilfinningalífið, stoltið.
En ég fór að semja dægurlög um að einkavæða spítala og aðrar stofnanir ríkisins í janúar 1988, um sama leyti og ég samdi "Náttúran", en það lag er sjálfstæðisyfirlýsing í sjálfu sér, og hef ég fjallað um það áður í blogginu hér, merkilegt lag og tímamótaverk, sem lýsir ákvörðun og nýrri afstöðu, að maður hefur skipt um skoðun.
Heilla Píratar mig núna? Já, að vissu leyti. Persónuleiki allra held ég að sé þannig, sambland af arfi úr fortíðinni og löngun til að breyta til, nýjungagirni.
Dýrkun mín á Pírötum rann út í sandinn eftir 2016. Ég fór að semja um aðra hluti.
Hvað er það sem heillar mig enn við Pírata?
Þeir eru byltingarsinnaður flokkur að því leytinu til að þeir hugsa hlutina uppá nýtt.
Í nútímanum er það þannig að það er bannað að hugsa hlutina uppá nýtt útfrá hægrivinklinum, og ef það varðar ekki við lög endar maður með það hlutskipti að vera gamaldags og hallærislegur, sem maður græðir heldur ekki neitt á, þannig að hvað er í boði? Jú, að skipta um skoðun.
Sósíalistar eru of kassalaga fyrir mig. Of dæmigerðir stalínistar.
Ef túlkun Magnúsar bloggara á Völuspá er rétt, þá verður maður að breytast með tímanum og verða vinstrisinnaður. Ég tek nefnilega mjög mikið mark á Völuspá.
Hvað eru sjálfstæðismenn? Allir flokkar á Íslandi í dag eru vinstriflokkar, nema örflokkar sem ekki fá fólk inná þing.
Að sannfæra sálina um það sem maður neyðist til að kjósa sé rétt, það er vandinn við nútímalífið.
Eitt sinn skrifaði ég um það að ég væri að missa áhugann á að tjá mig hér. Það var vegna þess að mér fannst fáir taka undir það sem ég skrifaði og fáir þumlar kæmu við færslurnar, flettingarnar ekki nógu margar og slíkt. Mér fannst vænt um að fá hvatningu frá mörgum frábærum bloggurum þá, og ákvað að fyrst mín skrif skiptu þá máli þá væri ástæða til að halda þessu áfram.
Ef allt er fyrirfram ákveðið verður maður að breyta sjálfum sér í takt við tímann.
Katrín ósátt með miklar launahækkanir forstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 701
- Frá upphafi: 133247
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 504
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þekki Völuspá ekki nægilega vel, en Hávamál kannast ég ágætlega við. Því get ég ekki tjáð mig um skoðanir vitringsins vinar okkar um þau mál. Ég hef hins vegar þá reynslu af mörgum spádómum, að þeir hafa allir þrjár lagskiptingar þegar kemur að rætun og útskýringu.
Ef það varðar okkur, hversu margir bregðast við því sem við segjum, eru orðin dauðadæmd félagshyggja. Einherjinn er eins og Rockall, kletturinn í Atlantshafi miðju, sem allir vilja eiga en engin getur girt af; sem einsamall býður öllu hafinu birginn, og annaðhvort stillir það allt, eða lætur það mölva sig ella.
Þannig er heimurinn undinn ofan af heljarslóðar hvötinni.
Guðjón E. Hreinberg, 2.3.2023 kl. 09:19
Það sem þessi góði pistill þinn segir helst er að "flestir" vitkast með aldrinum og þarna kemur þú með helstu skýringuna á "FYLGI" Pírata. Eins og þú sagðir þá varst þú í uppreisn gegn foreldrum þínum þegar þú varst á unglingsaldri og kaust Pírata. En þegar þú varðst eldri og þroskaðri sástu hvaða vitleysu þú varst að kalla yfir þig og fórst að kjósa það sem þú gast búist við að myndu koma að einverju gagni fyrir þjóðfélagið. Þetta skýrir að mörgu leiti það að fylgi Pírata helst nokkurn veginn því sennilega eru þau ungmenni, sem eru í uppreisn gagnvart okkur í dag, kjósa Pírata í dag og kannski í einhver ár En svo eldast þessi ungmenni og þroskast og sjá að þau þurfa að fara að kjósa eitthvað gæfulegra. Þannig er hægt að segja að Píratar séu búnir að ná sér í "hálffast" fylgi en hvað það dugir þeim lengi er önnur saga.......
Jóhann Elíasson, 2.3.2023 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.