Aðeins ein sviðsmynd opnar á þann möguleika að Úkraínustríðinu ljúki friðsamlega, ef Rússar sigra, samkvæmt DV frétt, upphaflega í Jótlandspóstinum danska.

"Stríðið í Úkraínu er afgerandi öðruvísi en önnur stríð - Getur endað á þrjá vegu", er nafnið á DV fréttinni.

 

A) Ef Úkraína sigrar mun stríðið frekar halda áfram eða stigmagnast og jafnvel í gjöreyðingarstyrjöld og kjarnorkustríð.

B) Frosið stríð, eða vopnahlé eins og stríðið á milli Norður og Suður Kóreu. Norður og Suður Kórea hafa ekki samið um frið heldur vopnahlé sem stendur enn.

C) Ef Rússar sigra stríðið eru meiri líkur á að Úkraínumenn verði að sætta sig við þá útkomu, vegna valdamismunarins, en þetta segir hernaðarsérfræðingur, ekki hver sem er, Niels Bo Poulsen, sérfræðingur í hernaðarsögu og yfirmaður hernaðar og hersögudeildar danska varnarmálaráðuneytisins. Vitnað er í Jótlandspóstinn.

 

Ég dreg þetta saman og set fram á skýrari hátt en er í DV, en þetta kemur fram í DV greininni.

Í upphafi DV greinarinnar er því lýst  hvernig stríð enda oft með skilyrðislausri uppgjöf annars stríðsaðilans, eins og seinni heimsstyrjöldin og hernámið sem átti sér stað þar á Þýzkalandi. Hinn danski sérfræðingur segir skýrt að hernám Rússlands sé ekki mögulegt í þeim samanburði, að sá samanburður eigi við um tap Úkraínu og sigur Rússlands. Áhugaverð eru þessi orð: "En þannig endar stríðið í Úkraínu varla að því er segir í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið. Bent er á aðeins ein sviðsmynd opni á slíkan möguleika, hún er að Rússar sigri og leggi landið undir sig og Úkraínumenn neyðist því til að gefast upp. Það er eitthvað sem hernaðarsérfræðingar sjá ekki fyrir sér að gerist."

Vinstrisinnaðir og virkir í athugasemdum reyna eins og oft áður að draga athyglina frá því markverða í DV fréttunum og koma sumir með heimskulegar athugasemdir eins og Úkraínumenn geti ráðizt inní Rússland og sigrað Rússa án þess að Rússar verji sig, og þá jafnvel með kjarnorkuvopnum, sýklavopnum eða efnavopnum, ef sú innrás myndi verða mikil.

Sigurður Haraldsson kemur þá athugasemdina sem er augljós, "Kjarnorka gleymist sem þýðir gereyðing hnattarins."

Það hefur verið alveg skýrt hjá Rússum að kjarnorkuvopnum eða öðrum gereyðingarvopnum eins og sýklavopnum og efnavopnum verði beitt ef árás verður gerð á Rússland.

Getur fólk ímyndað sér að maður eins og Pútín sem skirrist ekki við að ráðast á nágrannaland eins og Úkraínu muni hika við að taka ákvörðun um gjöreyðingarstríð, ef þetta stigmagnast uppí slíkt?

 

En við skulum víkja aftur að fréttinni upphaflegu í Jótlandspóstinum. Þar kemur fram skynsamleg og raunsæ, jarðbundin afstaða hjá hernaðarsérfræðingnum danska, nokkuð sem Þórdís Kolbrún á Íslandi hefur ekki tamið sér.

Í DV greininni talar hinn danski sérfræðingur óhikað um að "Rússar sigri og leggi landið undir sig."

Þessi veruleiki er órafjarri æsilegri fjölmiðlaumfjöllun heimsins nú um stundir, í Rúv til dæmis. Þetta er það sem margir bentu á strax í upphafi að myndi kostar minnstar fórnir og fæst mannslíf, burtséð frá stjórnmálaskoðunum eða mannúðarsjónarmiðum, hversu mikið einræði ríki í Rússlandi og slíkt.

Eftir því sem stríðið dregst á langinn deyja fleiri og stigmögnunin verður meiri. Vestræn aðstoð miðar að því sama, við Úkraínu.

Hvernig væri að taka mark á danska sérfræðingnum í þessu máli?


mbl.is Brigsla Úkraínumönnum um drónaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 71
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 736
  • Frá upphafi: 127363

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband